Alþýðublaðið - 24.03.1963, Qupperneq 5
f
PÓLITÍSKAR skáldsögur
eiga miklum vinsældum að
fagna urn þessar mundir. Aust-
ur í Sovétríkjum er ekki meira
um anna'ð talað en sögu úr
fangabúðum Stalins, og í
Bandaríkjunum hefur skáldsaga
um óviljandi kjarnorkuárás á
Moskvu verið efst á metsölu-
listum langa hríð. Hjá okkur er
nú mikið rætt um þýdda skáld-
sögu, sem er febrúarbók AI-
menna bókaféiagsins. Hún heit-
ir „Það gerist aldrei hér?” og
er eftir Constantine FitzGibbon.
Þessi saga, sem grípur les-
andann og heldur honum í eftír
væntingu,' f jallar mn valdatöku
kommúnista og Sovétríkjanna í
Bretlandi. Hún gerist 19G5-G7
og lýsir stig af stigi, hvernig
Bretland varð hljóðalaust að
alþýðulýðveldi með óafvitandi
stuðningi háttvirtra kjósenda
án þess að nokkur fengi rönd
við reist.
Enda þótt bókin sé skáldsaga
og margt í henni umdeilanlegt,
minna ýms smóatriði óþægilega
á vinstri stjórnina sálugu, sér-
staklega f.vrir þá, sem þekktu
til á bak við tjöldin á þeim ár-
um. Þess vegna er fróðlegt að
cndursegja aðalefni bókarinnar
og staðsetja það á íslandi með
íslenzkum nöfnum. Bókin lætur
kommúnista koma sér fyrir inn-
an Verkamannaflokksins, en hér
á landi væri líklegra að slíkt
gerðist innan Framsóknar eða í
bandalagi hennar og Alþýðu-
bandalagsins. Sagan mundi þá
verða eitthvað á þessa leið:
Það dregur til kosninga á fs-
landi skömmu fyrir 1967. Við-
reisnarstjórnin situr enn og
velmegun hefur verið í landinu
um langt skeið. Stjórnarand-
staðan hefur því beint áróðri
sínum í stórvaxandi mæli að ut-
anríkismálum. Framsókn og
kommar halda fram, að kjarn-
orkusprengjur séu geymdar á
laun á Keflavíkurvelli og her-
inn verði að fara. Ný and-
spyrnuhreyfing hefur starfað í
nokkur ár og kallast „Samtök
sprengjuandstæðinga.” Forseti
hennar er Þórarinn Þórarinsson,
en starfsmenn flestir SÍA-
menn, og hafa samtökin ausið
peningum í áróður. Kemur til
árekstra við ameríska hermenn
á Þingvöllum og í Reykjavík og
sambúð versnar. — Tekst
að skapa mikla andúð gegn
sprengjunni og vamarliðinu.
Fyrir áeggjan Tímans skrifa
framsóknarmenn um land allt
undir mótmælaskjöl og taka
þált í göngum.
Kosningarnar fara þannig,
að Framsókn og kommúnistar
fá fjögurra þingsæta meirl-
hluta. Eysteinn Jónsson er for-
maður síns flokks ennþá og
ætlar að mynda ríksstjórn. —
Hann hefur umræður tim
stjórnarstefnu og hikar við að
Iáta varnarliðið fara — vill
helzt taka upp samninga. En
hann rekur sig á, að gamla um-
skiptapólitíkin gengur ekki
lengur. Meirihluti þingmanna
hans eru orðnir „sprengjuand-
stæðingar” og styðja ekki
stjórn, nema varnarliðið og
„sprengjan” fari tafarlaust. Það
kemur til átaka og með naum-
um meirihluta er samþykkt, að
Þórarinn skuli mynda stjórn-
ina, en ekki Eysteinn.
Stjórnarmyndun gengur nú
greiðlega. Þórarinn Þórarinsson
er forsætisráðherra og Lúðvík
Jósefsson utanríkis- og við-
skiptamálaráðherra, en Ey-
steini er leyft að vera landbún-
aðarráðherra. Honum lízt ekki
á þessa þróun máia, en hann
vill ekki kljúfa hinn gamla
flokk sinn og ráðleggur mönn-
um' að vera rólegir. Nú verði
loks lumbrað á krötum og í-
haldi.
Á tilskildum tíma fer varn-
arliðið úr Iandi. Sett er ströng
löggjöf til að hindra penínga-
flótta og ná földum gjaldeyris-
inneignum heildsalanná erlend-
is. Samkvæmt þeim lögum eru
sumir menn afklæddir til skoð-
unar af nýskipuðum tollvörð-
um og öðrum bannað að fara
úr landi. Hannibal er verka-
málaráðherra og gefur út bráða
birgðalög um stöðvun kaup-
gjalds og bann við verkföllum
í eitt ár. Dómsmálaráðherra,
Þorvaldur Þórarinsson, fyrir-
skipar herferð Iögreglunnar
gegn „spillingarbælum Kan-
anna“, og skiptir um stjórnend-
ur lögreglunnar, þcgar honum
líkar ekki starfið. Brátt fer að
bera á, að ýmsir þckktir borg-
arar verða fyrir óþægindum og
veitingahús og verzlanir and-
kommúnista skemmast í átök-
um lögreglu við „Iýðinn”.
Skömmu eftir brottför varn-
arliðsins birtir Pravda í Moskvu
harða árás á íslenzku stjórnina
og heldur fram, að Bandarikja-
menn hafi hulin kjarnorkuvopn
í óbyggðum og leynilegar
birgðastöðvar kafbáta á Aust-
fjörðum og Vestfjörðum. Þar
sem þetta mundi vera freklegt
brot á hinu algera og ævarandi
hlutleysi landsins, lýsir Lúðvík.
Jósefsson utanríkisráðherra
þegar yfir, að Sovétríkin geti
sent sendinefnd til að kanna,
hvort nokkuð sé hæft í þessu.
Klukkustund eftir að Lúðvík
skýrir frá þessu í útvarpi —
(Magnús Kjartansson útvarps-
stjóri kynnir hann), — og
bendir á hin mikilvægu við-
skipti Islands við Rússa, lenda
tvær sovétþotur á Keflavíkur-
flugvelli. Rúmlega 100 „vísinda-
menn“ eru komnir til að kanna
Iilutleysi landsins, Það er merki
Iegt, að þeir ganga alltaf í takt.
Þeir fá Hótel Sögu til umráða
og sérstakur vörður er settur
við gistihúsið.
Lögreglan hefur tekið svo
margt fólk fast fyrir „óspekt-
P ir”, „spillingu” eða „mótþróa
§ við lögregluna” að fangelsin eru
H full og verður að breyta hverfl
S tómra hermannahúsa á Kefla-
S víkurvelli í bráðabirgðafang-
H elsi. Er sett rammger gadda-
m vírsgirðing umhverfis húsin.
§g Dagblöð andstöðuflokkanna
i§ hætta nú af dularfullum ástæð-
S um að fá pappírssendingar sín-
||ar, og vegna óspekta er sett
strangt samkomubann innan
Khúss og utan. Þar sem ósvífnir
H blaðamenn hafa sent vilíandi
p fréttaskeyti til útlanda um ís-
|| lenzk mál, hefur verið tekín
S upp „ritskoðun af frjálsum
K vilja“ til að ekki verði spillt
S fyrir sölu á íslenzkum afurðum.
ffl Þinghald er stutt þennan veí-
H ur, og eftir það er stjórnað með
i" bráðabirgðalögum. Nokkuð er
|| róstusamt innan Framsóknar-
pí flokksins og átök tíð. Tekur
þetta mjög á Þórarin, svo að
H| Lúðvík lætur bjóða honum í
|§ opinbera heimsókn til Austur-
O Þýzkalands til hvíldar. í veizltt’
J í Austúr-Berlín verður Þórar-
inn alvarlega veikur og er flutt-
|H ur á sjúkrahús. Daginn el’tir
IS sendir hann skeyti heim og
I.’ kveðst verða að hætta störfum
H| sem forsætisráðherra að lækn-
S isráði.
|! Þcgar skeyti Þórarins herst,
§§ lætur I.úðvik þegar gefa ut
H fréttatilkynningu þess efnis, að
Mhrezki flotinn sé uti fynrír
B ströndum og muni ætía að
:■ ■ ■
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. marz 1963 $