Alþýðublaðið - 24.03.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 24.03.1963, Síða 9
TUN er veitt geti inngöngu í háskóla. Þeir sem ganga í Kennaraskúlann og vlja Ijúka þaðan stúctentsprófi verða að verja til þess fimm árum, í stað þess að menn geta lokið stú dentsprófi í almennu menntaskól- unum með fjögurra ára námi. En með hliðstæðum hætti verða þeir stúdeníar, sem vilja ljúka al- mennu kennaraprófi, að verja til þe6S einu ári til viðbótar fjögurra ára menntaskólanámi, þannig, að þeír, sem hefja nám í almennnm menntaskóla, verða að verja fimm árum til þess að geta jafnframt lok- ið kennaraprófi og fengið kenn- araréttihdi. Nómið í kennaradeild stúdenta er fyrst og fremst helgað námi í sérgreinum almennu kenn- aradeildarinnar með hliðstæðum hæ^t|i og námið £ menntadeilÆ Kennaraskólans er helgað sérgrein um almennu menntaskólanna, og er þar gert ráð fyir valfrelsi milli latínu annars vegar og eðlis- og efnafræði hins vegar, þannig að þeir stúdentar frá Kennaraskólan- um, sem hyggjast helga sig raun vísindum í háskólanámi, geti lagt stund á eðlis- og efnafræði í stað latinu, en hinir, sem hyggjast helga sig hugvísindúm, geti lagt stund á nám í latínu í stað eðlis- og efnafræði. Hefur verið lögð á það sérstök áherzla við undirbúning þessa frum varps og fyrirhugaðs námsefpis í almennu kennaradeildinni og menntadeildinni, að stúdentspróf frá Kennaraskólanum verði algjör lega hliðstætt sltúdenisprófi frá þeim skólum, sem nú hafa rétt til að útskrifa stúdenta, enda ber til til þess brýna nauðsyn, að ekki sé slakað á kröfuin til stúdentsprófs og þar með þekkingarkröfum til þeirra, sem rétt skulu hafa til inn göngu í háskóla. Kétt er að taka fram, að væntanlegir stúdentar frá Kennaraskóla íslands munu ekki hljóta rétt til inngöngu í verk fræðideild Háskólans né til náms í lyfjafræði Iyfsala, þar eð krafizt er stúdentsprófs stærðfræðideild- ar til skráningar í þessum greinum í þessu sambandi hefur verið á- kveðið að efna til endurskoðunar á námsefni mennfnskólanna, og skipaði menntamálaráðuneytið hinn 7. marz sl. nefnd til þeirrar endurskoðunar. Mun sú nefnd hafa iokið störfum, áður en fyrstu stú- dentarnir brautskrást frá Kennara skóla íslands. Að öðru leyti en því, sem ég hef nú getið, munu stúdent- | ar frá Kennaraskóla íslands hafa sömu réttindi og stúdentar frá hin um stúdentaskólunum til þess að stunda nám í Háskóla íslands og við erlenda háskóla, þ.e. hliðstæð rétindi til háskólanáms og stúdent ar úr máladeildum menntaskóíans og verzlunardeild Verzlunarskóla íslands. Þar eð það er eitt helzta ný- mæli frumvarpsins að Kennara- skólanum eru veiftt réttindi til þess að brautskrá stúdenta, skal ég fara nokkrum orðum um nauðsyn þess og nytsemi að gera þá breyt- ingu. Kennaraskólinn hefur verið fjögurra ára skóli og aldur þeirra nemenda, sem inn í hann ganga, hefur verið svipaður og aldur þeirra, sem nám hefja í mennta- skóla. En námsbrautin í Kennara- skólanum hefur verið lokuð braut. Eftir fjögurra ára nám í Kennara- skóla hafa þeir, sem þaðan braut- skrást, ekki átt kost á neins konar framhaldsnámi. Nú er það svo, að IöjIG ára unglingar, sem ljúka landsprófi, geta tæplega gert sér nógu Ijósa grein fyrir, hvers kon ar lífsstarf muni henta þeim, t.d. hvort þeir vilji stunda störf, sem háskólanám er nauðsynlegt til að gea stundað, eða hvort þeir t.d. vilja gerast barna- eða unglinga- kennarar. Þeir, sem fara í mennta- skólana, halda báðum þessum leið um opnum. Þeir eiga aðgang að há- skólum eftir fjögurra ára nám, en geta jafnfram öðlast kennararétt- indi eftir eins árs viðbótarnám við Kennaraskólann. Þeir, sem fara í Kennaraskólann, geta hins vegar aðeins öðlzt kennararéttindi, en eiga þess ekki kost að bæta við nám sitt þekkingu, er veitir þeim rétt til inngöngu í háskóla. Aftur á móti eiga stúdentarnir í Kenn araskólanum kost á að afla sér þekkingar, sem veitir þeim kenn- araréttindi. Þetta hefur valdið þvi, að f jölmargir góðir nemendur, sem Iokið hafa landsprófi, hafa fremnr kosið menntaskólabrautina, þótt þeir hafi í sjálfu sér vel getað hugsað sér kennslustörf sem at- vinnu, enda langri leið lokað með því að velja menntaskólanámið. Háskólaleiðinni hefur hins vegar verið lokað, er kennaraskólanámið hefur verið valið. Það er því tví- mælalaust framfaraspor að opna nemendum Kennaraskólans leið til háskólanáms með sama hætti og stúdentar hafa átt kost á að afla Framh. á 11. síðu MYNDIR ÍIR KENNARA- SKÓLANUM. Efst: í kennslustund hjá Ágúst Sig urðssyni. — í miðið ofar: , Stúdentadeildin í tíma hjá ísak Jónssyni. í miðið neð- ar: Teiknitími í æfinga- deild. Neðst: Hallgrímur Jónsson spyr börnin í æf- ingadeildinni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.