Alþýðublaðið - 27.03.1963, Síða 2
»nstjór?r: Gisll J. Astþórsson (áb) og bencdikt Gröndal,—A3stoSarritstjórt
Björgvi'i GuCmundsson — Fréttastjóri: Sigvaldl Hjálmarsson. — Slmar:
14:900 - 14 J02 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aösetur: Alþýöuhúsiö. .
— Prontsmlðja Alþýöublaösms, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
6 inánuði. t latsutölu kr. 4 00 eint. Dtgefandl: Alþýðuflokkurinn
kyðgaðir bárujárnshjallar
1 YNGSTI BLAÐAMAÐURINN á Alþýðublað-
inu er ígreindur sveitaspiltur, sem enn hefur ekki
dpalizt lengi í höfuðborginni. Hann á því til að
llta ýmislegt glöggu gestsauga. Nýlega sendum við
mn ti'l að kynna ;sér ástand í einu þeirra bæjar-
rerfa, sem byggð eru bröggum og lélegum bráða
birgðahreysum. Hann lýsti því, sem hann sá, í
stuttri grein í Sunnudagsblaðinu.
Þessi grein er athyglisverð samtíðarlýsing á
þiví, sem kallað er velmegun Íslendinga, sérílagi
á húsnæðismálum nokkurs hluta hinnar nýrílcu
þjóðar. Hér fer á eftir kafli úr lýsingu blaðamanns
ins:
„Ég ætlaði að segja ykkur frá ryðguðum báru-
járnshjöllum, vatnspollum undir gluggakistum, gat
isKtnum, upplituðum, trosnuðum gölfsneplum úr
grófum strigadúk, bíslögum með gólfi úr mold,
óhefluðum bjálkum í eldhúsi, útidyrahurðum slegn
upi saman úr panelfjölum með bárujárnsnöglum;
öináluðum, einnar lamar, handfangslausum hurð-
npi, og engum hurðum milli eldhúss og stofu. Ég
ajtla að segja ykkur frá klofnum krossvið fyrir
brotnum eldhúsglugga, anddyri, sem gegnir hlut-
vprki þvottahúss, og litlu ferkanta herbergi, sem
er alit hitt fyrir fimm manna fjölskyldu. Ég ætla
að segja ykkur frá Jesúmynd, skakkri á óklædd-
um trétexvegg, víða glompóttum, sliguðum dívön-
um af elli, skröpuðu, lakklausu, þrílappa stofu-
borði frá um aldamót, engum síma, engu rafmagni,
lélegri kolakyndingu, húsi, þar sem flæðir undir
í vorleysingum, þar sem götunúmerið hefur verið
málað á sæmilega trausta ómálaða bárujárnsplötu
með naglagötum, ekki ofar en svo að vera handa-
iverk óhags, 10 ára drengs; götur, sem rísa ekki
undir nafni, troðnmgar, og vatnsblá börn í forar-
pollum, fullorð'ð fólk klætt druslum, í lekum skóm
með kartneglur, skyrbjúg, órakað, óhreint, tann-
laust, tannskemmt, drukkið, timbrað, aftur drukk-
ið í eymd. Og ég lái því ekki“.
Þótt lífskjör íslendinga hafi mikið batnað, meg
um við aldrei gleyma þeim, sem enn hafa ekki
notið þess. Sú skylda hvílir á samfélaginu að
igreiða götu þessa fólks, meðal annars útvega því
húsnæði. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast.
Smedvig stýrisvélar
%
j
i «
Höfum fyrirliggjandi rafmagns-vökvaknúnar
ístýrisvélar frá Smedik Mek. Verksted,
Noregi, fyrir 32 og 110 volta jafnstraum.
Magnús Ó. Ólafsson
Garðastræti 2 — Sími! 10773.
SPÖRTU fermingarfötin
í miklu
úrvali
hjá
Herrabúðinni
Austurstræti 22
og Vesturveri.
Daniei
Laugavegi.
L. H. Muller
og
Herraföt h.f.
Hafnarstræti.
Verksmiðjan
Sparta
Borgartúni 25.
Sími 16554 — 20087.
•miiiiiiitiimiiiiiiniiiiiiiiiMiiiiiiHiiiMiiiiiiiiiitiimiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiitiMiiiiiiiiiiiiiiM'|l""ll,"<MiiiiiitiiiiMiiiiiiiii*
| Hafa kaupmenn slakað á eftirlitimi?
ic Minna hreinlæti, verri klæðnatíur.
Um meðferð á brauðavörum í búðum.
I ir Verðlagseftirlitið og brauðaumbúðir.
M. Ó. SKRIFAR: „Ég man þá
tíð, að mikið var skrifað um nauð-
syn á því, að vcrzlunarfólk væri
i hreiniega klætt við afgreiðsluborð-
in og sýndu viðskiptavinunum lip-
urð og kurteisi. Þetta var ekki
að ófyrirsynju, því að fyrrum voru
til fáar sérverzlanir og verzlunar-
menn fíestir ólærðir og margir ó-
æfðir með öllu. Við þurftum, ekki
sízt á þessu sviði, að tileinka okk-
ur menningarhætti.
ÞETTA VAR og mjög batnandi
og það stafaði ekki sízt af því, að
verzlunin óx hraðfara, æ fleiri
sérverzlanir risu upp og ruddu sér
til rúms, ungir menn lærðu verzl-
unarfíraeði, ekki aðeins töifræði
heldur og ekki síður fágaða fram-
komu og þeir höfðu áhrif á 6tarfs-
fólk sitt. Þá voru teknir upp bún-
ingar og á það lögð rík áherzla
að starfsfólk væri hreinlegt og vel
til fara.
OG SVONA hefur þetta verið,
en ég verð að segja það, að upp á
síðkastið hefur mér virst að slatc-
að hafi verið á klónni. Mun það
stafa af því, að nú virðist það ekki
eins auðvelt að fá verzlunarfólk
til starfa eins og áður var — og
þegar svo er komið, slævist til-
finningin kæruleysið tekur við .—
og stjórnandinn hefur ekki cins
góð tök á starfsfólkinu og áður var.
ÉG HEF til dæmis tekið eftir því
að nú eru stúlkur ekki með
„kappa“ í brauð- og mjólkursölu-
búðum — og það er viðburður e£
maður kemur í „sjoppu" að dútk-
an eða pilturinn er í hvítum slopp-
Ég tel það mjög miður farið ef á-
framhald verður á þessu. Ég vil
mælast til þess, að enn verði hert
Framh. á 14. sfðU
2 27. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID