Alþýðublaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3
Gaulie óbreytt - en afstaða de PARÍS, 26. marz (NTB-Rauter). — Fyrsti klofning-urinn í hinni einliuga fylkingu verkfallsmanna í atvinnugreinum hins opinbera í Frakklandi reis upp í dag þeg- ar leiðtogar rúmlega 3 þúsund starfsmanna við jarðgasstöðvarnar í Suðaustur-Frakklandi, sem eru í verkfalii, náðu samkomulagi við vinnuveitendur um að hefja vinnu á ný. Jarðgasverkamennirnir féllust á nnirmr semja tillögu vinnuveitenda, sem skip- ar þeim við hlið námuverkamanna. Verkfall námuverkamanna hefur staðið í 26 daga. Vinnuveitendur hétu jarðgasverkamönnum einn- ig sömu kjarabátum og hugsan- legt er að námuverkamenn fái. Það voru strax gerðar ráðstafan , ir til að færa gasframleiðsluna í eðlilegt orf á ný í kvöld. Verk- fallið hafði leitt til alvarlegt skorts á eldsneyti, einkum í Norð- ur-Frakklandi. Afstaða frönsku stjórnarinnar til launa og orlofskrafna kola- námumannanna, sem eru í verk- falli, er enn óbreytt. Þó komu ráð , herrarnir saman til fundar í dag > að reyna að finna lausn á hinu al varlega verkfallsástandi. Georges Pompidou, forsætisráð herra, ræddi við helztu ráðherra sína í dag samtímis því sem til á- taka kom milli verkfallsmanna og lögreglu í bænum Carline. Jafn framt jókst ólgan sífellt í kola- námusvæðunum í Lorraine. Að ráðuneytisfundinum loknum sagði Gilbert, verkalýðsmálaráð- j herra, að afstaða stjórnarinnar til krafa námumanna væri óbreytt. Nú væri röðin komin að námu-, mönnum að íhuga málið vand- lega. Páskaferð með Úifari í Öræfi Verzlunin Búrið að Hjalla- vegi 15 hefur nú tekið al- gjörum stakkaskiptum. Eig- andi verzlunarinnar, Guð- mundur Oddsson hefur látið breyta henni í nýtízku kjör- búð og bætt 100 fermetrum við verzlunarrýmið. Búrið hefur nú starfað í 16 ár, og er nú ein stærsta verzlunin í Kleppsholtinu. Það var Byggingarfélagið Brú, sem sá um breytingaraar, en arki tekt var Skúli Norðdal. — Verzlunin er öll máluð með nýrri tegund af þýzkri málningu, sem nú er mikið farið að nota. Er það eins konar plast-kvoða, sem er mjög sterk og þolir m. a. að vera þvegin úr vítissóta. í verzluninni er frysti og kæligeymsla, m. a. sérstak- ur kælir fyrir ávexti. Mynd- in er tekin af Guðmundi i hinni nýju, en þó gömlu vcrzlun. [Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur: 25 ára afmæl- isminnztíSögu á sunnudaginn UM ÞESSAR mundir eru 25 ár liðin frá stofnun Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur, en félagið var stofnað eftir að Héðinn Valdi- marsson og kommúnistar höfðu náð yfirtökum í Jafnaðarmanna- félagi Reykjavíkur. Á sunnudag- inn mun Alþýðuflokksfélagið minnast 25 ára afmælisins með hátíðafundi, sem haldinn verður í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Hátíðarfundurinn mun hefjast kl. 2 e. h. Erlendur Vilhjálmsson formaður Alþýðuflokksfélagsins býður gestina velkomna. Guð- mundur Guðjónsson óperusöngvari syngur, þá verður viðræðuþáttur Alþýðuflokksmanna undir stjóm Sigvalda Hjálmarssonar frétta- stjóra, Einar Jónsson leikur á pí- anó og að lokum mun Emil Jóns- son, formaður Alþýðuflokksins flytja ávarp. Afmæliskaffi verður borið fram á fundinum. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og gera hann að glæsi- legum afmælisfagnaði. NÚ fara páskar að nálgast með hraði og menn að hugsa til hreyf- ings um hátíðar. Úlfar Jacobsen mun um páskana hefja ferðastarf semi sína að nýju eftir veturinn, og fyrsta ferðin verður farin í Öræfin um páskana. Öræfin eru ein fallegasta sveit landsins, ein sú afskekktasta um leið, og þar geta menn fundið hinn sanna frið náttúrunnar, orðnir breyttir á borgarhávaðanum og þyrstir í kyrrð. Öræfin er með afbrigðum falleg sveit og ferðin þangað er jafnan hin skemmtilegasta, yfir sanda að fara og stórár, með fal- legu jökulútsýni. Lagt verður af stað í ferðina, sem í allt tekur fimm daga, á skírdagsmorgun þann 11. apríl. Nýir og fulikomnir bílar verða í förum. Fyrsta dagleið verður að Klaustri, þar sem gist verður í samkomuhúsinu um nóttina. Síð- an' verður haldið yfir sanda og sveitin skoðuð ,hátt og lágt,“ j— sandar og fjöll. Skrifstofan verð- ur opnuð einhvern næsta dafea. Hún er að Austurstræti 9. Símipn er 13-499, og geta menn þar pant að miða. Það er jafnan mikið fjör í ferðunum með Úlfari og mepn skemmta sér vel. Kjörorðið er: Allir með Úlfari! Meðfylgjandi mynd er af H'ofi í Öræfum, einum bæ í Öræfum, þar sem hægt er að sjá sveitar- brag, sem menn héldu tind'an fyrir fimmtíu árum. Bidault flýr til Lissabon MÚNCHEN, 26. marz (NTB-' Rauter). — Fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka, Georges Bidault, ! fór flugleiðis í gær til Lissabon, ) þar sem hann heldur nú til. Senni leg ástæöa fyrir ferð Bidaults er, að liann hyggst halda áfram bar- áttu sinni gegn de Gaulle forseta i öðru landi en Vestur-Þýzka- landi. En í kvöld var ekki hægt að fá staðfest hvar Bidault hyggðist setj ast að. Innanríkisráðherrann í Bæjaralandi, Heinrich Junker, kvaðst telja, að Bidault mundi biðja um hæli í einhverju Suður- Ameríkulandi. Bidault, sem er yfirmaður svo- kallað Þjóðlegs andspyrnuráðs í Frakklandi, fór frá dvalarstað sín um í Steinenbeach í Bæjaralandi á mánudagskvöld ásamt ritara sín um. Hann fór til Lissabon með svissneskri flugvél frá Ziirich. Hann ferðaðist undir dulnefndi svo og einkaritarinn. Junker innanríkisráðherra, sem borið hefur áhygð á öryggi Bid- aults í Bæjaralandi, sagði á blaða .mannafundi, að brottför Bidaults væri mikill léttir. Hann lagði á- herzlu á, að Bidault hefði ekki verið í varðhaldi í Bæjaralandi. AÖalfundur Al- þýðuflokksfélags Akraness Akranesi í gær: ABALFUNDUR Alþýðu- flokksfélags Akraness, var haldinu í gærkvöldi. Formaður félagsins Ríkharður Jónsson setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Við kosningu baðst hann undan end- urkjöri, og eftirtaldir menn voru kjörnir í stjórn: Formaður: Hálf- dán Sveinsson, ritari: Helgi Daní- elsson, gjaldkeri: Kristján Guð- mundsson. Meðstjórnendur: Guð- mundur Sveinbjörnsson og Kristj- án Pálsson. Varamenn: Sveinn Kr. Guðjónsson og Guðm. Bene- diktsson. ALÞYÐUBLAÐI0 — 27-. mara 1963: J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.