Alþýðublaðið - 27.03.1963, Page 8
UTRYMING Á HBLSU-
SPILLANDI HUSNÆÐI
V IÐ gumum réttilega af þeirri
jafnréttisaðstöðu, sem fyrir hendi
er milli barna fátæka og efnaða
mannsins, til náms og menntunar.
Þá er og einnig oft á það minnzt,
að almennara launajafnrétti sé
vart finnanlegt í öllum nálægum
löndum. Jafnvel er talið að þetta
launajafnrétti sé komið á hættu-
lega almennt stig. Þannig dragi
það úr nauðsynlegum áhuga ungs
fólks til að taka að sér ábyrgðar-
mikil störf, þar sem oft lítill launa
mismunur sé gerður á ábyrgð og
menntunarkröfum til starfa, en
nóg um það að sinni.
Nú orðið er ekki lengur uppi
ágreiningur um að þeir heilbrigðu
eigi að greiða nokkuð fyrir það,
tii hinna, sem sjúkir eru og ör-
kumla. Á þessum forsendum er nú
enn ein stórendurbót á Trygginga
löggjöfinni að eiga sér stað, —
endurbót, sem setur okkur í
fremstu röð annarra þjóða um
þennan þátt félagsmálalöggjafa.
Enn er þó einn þáttur þessara
mála, sem ekki hefur hlotið verð-
skuldaða athygli, þótt nokkuð hafi
úr rætzt á allra síðustu tímum, —
héi á ég við útrýmingu heilsuspill
andi húsnæðis. í stærstu bæjun-
um eru of margir sem telja, að
einungis hinir svonefndu „her-
mannabraggar" séu heilsuspillandi
íbúðir. Hér er um alvarlegan mis-
skilning að ræða, þótt velflestir
þessara bráðabirgðaíbúða séu á-
reiðanlega í þeim flokki — þær
eru því miður mikið fleiri —.
í þessum málum eiga börn hinna
fyrrgreindu aðilja ekki jafnréttis-
aðstöðu. — Þetta er ísköld stað-
reynd, þrátt fyrir að allir viður-
kenni í orði, að krafan um mann-
sæmandi íbúð er talin jafnhá kröí
unni um fæði og klæði. — Þær
þúsundir manna, sem enn búa á-
samt börnum sínum í því húsnæði,
sem-að mati viðkomandi heilbrigð-
isyfirvalda eru talin heilsuspill-
andi, — búa ekki við þau frum-
stæðu réttindi, að hafa mannsæm-
andi húsaskjól. Mat.þessa fólks og
þá ekki sízt barnanna, verður óhjá
kvæmilega tortryggið á samhjálp
þjóðfélagsins. Spurning eins og
„hvers vegna megum við ekki líka
eiga heimili, sem við hlökkum til
að koma á?“ eru eðlilegar og ekki
ósanngjarnar. Er þetta bara af því,
að pabbi er fátækur og hefur ekki
hærri laun. Meðan þessum íbúð-
um er ekki útrýmt, með öðrum
íbúðum, sem a. m. k. eru mann-
sæmandi, er veyið að ala upp hóp
fólks, sem hefur rökstuddar ástæð
ur, til að vera tortryggið á sam-
tíðina.
Óþarft er að telja upp allt það
andlega tjón, sem á börnum þessa
félks hlýtur óhjákvæmilega að
bitna í einú eða öðru formi og
þarf vægast sagt sterkan persónu
legan kraft, til að komast óskadd-
aður frá.
Sá kafli gildandi laga um Hús-
næðismálastofnun rikisins, sem
fjallar um viðkomandi vandamál,
gerir ráð fyrir að ríkið leggi á
vegum stofnaninnar fram jafnhátt
framlag á móti sveitarfélögunum
á hverja íbúð, er koma á í stað
þeirrar, er útrýma skal sem slíkri.
Dæmi: Reykjavíkurbær leggur
fram kr. 120 þús. gegn. öðrum 120
þús. kr. frá Húsnæðismálastofn-
uninni, en endurlánar siðan við-
komandi einst^klingi, sem hina
nýju íbúð fær. Fyrir þessum kr.
240 þús. er tekinn 2. og 3. veð-
réttur í hinni nýju íbúð. Lán þessi
eru til 42 ára, nú með 6% vöxt-
um. Eftir að íbúðin hefur verið
fengin í hendur (úthlutað) ákveðn
aðilja, getur hann síðan sótt
um allt að kr. 120 þús. út á 1. veð-
rétt íbúðarinnar, hin svonefndu A
og B lán (miðað við þriggja her-
bergja íbúð). Þegar viðkomandi
aðili hefur fengið þessum rétti
sínum fullnægt, stendur hann með
kr. 360 þús. í lánum á íbúðinni,
sem ætla má að kosti nú 430—
460 þús. kr. fullbúin. — Mismun-
urinn á lánunum og kostnaðar-
verði verður sá, sem í hlut á, að
sjá sér fyrir — það er mismunur,
sem mörgum verður ofraun og þarf
því áfram að búa í heilsuspillandi
húsnæði.
yfirráðarétt á íbúð, sem hæfir eðli
legum nútíma kröfum.
Fram til síðasta árs var geta ríkis
ins til að koma til móts við sveit-
ar- og bæjarfélögin í þessum mál-
um afmörkuð við tæpar 5 millj-
ónir króna og oft á tíðum ekki
fullnotuð. Á s.l. ári voru þessi
mörk numin burt með það fyrir
augum, að reynt yrði að mæta öll-
um kröfum sveitarfélaganna í þess
um efnum, og rýmkað var veru-
lega um greiðslu ríkisframlagsins,
— en nú er heimilað að greiða allt
að helmingi þess framlags, þegai
nýbyggingarnar eru fokheldar. ■—<
Áður þurftu íbúðirnar að vera full
búnar áður en ríkisframlag var
greitt'og dró það mjög úr áhuga
sveitarfélaganna til átaks um
lausn vandamálsins.
Áhrifin af framangreindum laga
breytingum eru þegar farin að
segja til sín, sem m. a. sýnir sig
í því, að á s.l. ári voru afgreiddar
Framh. á 13. síðu
ÁVARP í TILEFNI 2. ALl
Eftir ARTHUR MILLER
Avarp í tilefni 2. aiþjóða-leikhús-
dagsins 27. marz 1963 eftir Arthur
Miller:
Sú viðurkenning, sem leikhús-
inu er vottuð svo víða á sama tíma,
er skyldari veruleikanum en ýmear
aðrar tilraunir til að minnast stofn
ana á alþjóðlegum vettvangi. Sann
leikur.inn er nefnileg sá, að leik-
húsið hefir alla tíð, að heita má,
verið alþjóðlegt. Þessi viðhöfn
staðfestir því ástand, sem þegar
er ríkjandi, en ekki aðeins óska-
draúm. Mér virðist það eitt nýtt
og mikilvægt, að í dag er í leiklist-
inni á einhvem hátt hreyft við
vandamálinu um gjöreyðingu
mannsins, eins og í nærri öllu sem
við höfumst að. Væri rússneskt
leikrit sýnt áður fyrr, t.d. í Amer-
íku, heyrðist rödd þess skammt
út fy.rir veggi leikhússins. — Þegar
armar stjórnvísinnar og stjórnmál
anna eru svo skelfllega vanmátt-
ugir og stuttir sem nú, verður list
in, sem oft getur seilzt æði langt.
SIGGA VIGGA OG TILVERAN
Til að leysa vanda þessa fólks,
og forða því úr „saggafullum kjall-
ara ‘ eða ..herman*iabragga“, þajf
því annað átak — nýbygging leigu
: húsnæðis, Sf*m framleigt skal við
því verði, ser.i er á færi þessa fólks
að greiöa.
Þess ber að geta, sem vel hefur
verið gert í þessum málum. Fram
til þessa tíma hefur Reykjavíkur-
bær verið nánast eini aðilinn, sem
: notað hefur umrædda aðstoð ríkls
j ins, enda það sveitafélagið, sem
ríkasta þörfina hefur um úrlausn
vandamálsins og á mest undir að
farsællega takist um lausn þess. — j
Þá hefur einnig verið reynt að j
dreifa nýbyggingum, sem byggðar !
hafa verið í þessu skyni, sem víð-
ast um bæinn, meðal annarra ný-
byggingasvæða og er það ekki
livað sízt nauðsynlegt, til að forða
þeim voða, að sérstök „fátækra-
hverfi" myndist í okkar kæru höf
uðborg, einnig með nýbyggingum,
sem þó oft hafa reynzt of dýrar.
Svæði eins og Blesugrófin, Múla
kampur, Camp Knox og Höfða-
borgin ættu að vera nægileg að-1
vörun og höfuðverkur þeirra, er1
til forystu hafa verið kjörnir til
að forða myndun fátækrahverfa
með nýbyggingum í stað þessa
bráðabirgðahúsnæðis, er þarna hef
ur verið byggt. — Þrátt fyrir, að
því er virðist litla sem enga mögu
leika til að búa um sig og sína á
fyrrgreindum stöðum, má víða sjá
mjög smekklega umgengpi húsa
og lóða, sama heilbrigða löngun
fólksins til að eignazt eða öðlast
HATA KALT \<AFfií
þótt veikbyggð sé, að taka á sig
þá byrði að halda mannfélaginu
saman. Sérhver athöfn, sem gétur
leitt okkur fyrir sjónir, að við er-
um þó öll af einum stofni, ér mann
kyni til heilla. Mikilvægt er, að á
þessari stundu staldra tugþúsundir
ef til vill milljónir manna, við í
leit sinni að dægrastyttingu eða,
vonandi dýpri réynslu, til þess að
hugleiða að á þessu hnattsviði
verður mesti íeikflokkur í eögu
mannkynsins að öðlast sániia eiidur
lausn (Kaþarsis),- frelsandi innsæi,
sem brýtur hlekki óttans — ella
er voðinn vís. Hið nafnlausa skáld
eem skipaði okkur í hlutverk, sá
mikli og ótrúlega fyndni háðfugl,
hefur gert leiksvið að véröld okkai1.
Asökn vísindalegrar þekkingar hef
ur gert okkur öll að leikurum; á-
horfendur eru engir, því þögnin
mikla, sem vofir yfir, mun lykja
alla grafarklæði sinu.
Ég er að sjálfsögðu að tala urr
styrjaldarvandamál nútímans, en
örlög mannsins er meginþáttur
allra leikrita, sem skipt hafa máli.
í því sambandi hafa þó orðið veru-
legar breytingar, — það er
ekki lengur einangruð sögu-
hetjan, — heldur við sjálf,
sem verðum að finna lausnina eða
deyja öðrum kosti. Mikil er sú
kaldhæðni að andspænis miskunnar
lausnum eyðiagaröflum getum við
ekki fundið s'und sáttar og sam-
þykkis ef ekki auðmýktar, sem við
kröfðumst af hetju harmleiksins;
sekúndubrot sem við viðurkennum
að orsökina var ekki að finna í
örlögum okkar. heldur í okkur
sjálfum. Hve margir meðal Okkar
sem jafnvel öðru livoru höfum
staðið andsnæ iís raunverulegum
Ótta um gereyðingu á nðustu ár-
um hafa á’t skarpskyggni Shake-
spears og getað sagt eins og hann,
að fekkji sé örlögunum um að
kenna, heldur okkur sjálfum?
Á þessum fo*'t;endum er leikhús
okkur nauðsynlegt, því framar öllu
öðru gerir léjkhúsið manninn að
þungamiðju heimsins. Við verðum
að hafa stað bar sem við getum
notið ævintvralegrar hvíldar,
augnabliks ró mitt í óveðrinu, þar
sem hægt er að vera vottur að
aldagamalli baráttu mannsins við
guð, er hann bvr honum örlög.
Lifandi leikhús er sérstaklega
vel hæft til að gegna þessu hlut-
verki. Ekki þarf annað en eina
mannveru og kertaljós til þess að
skapa sjónleik. Augljóst er, að
kvikmyndin og sjórivarpið verða
að kappkosta að öðlast nekt og
einfaldleika, sem frá upphafi hafa
i verið eiginleikar leikformsins.
Því eins og allt lífrænt, líkt og vís-
indin sjálf, stækkar og víkkar sú
mynd, sem þessar tjáningaraðferð-
ir gefa af manninum, raunverulegt
eðli hans, umhverfi hans, jafnvel
holurnar í hús hans. Um leið og
kvikmyndir og sjórivarp magna
hættulegustu eiginleika mannsins
8 27. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ