Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 9
ins vaif viðurkennd, lýsti Papaio- annou því opinberlega yfir, að lokatakmark flokksins væri stofn- un kommúnistaríkis á Kýpur. Komm'únistaflokkurinn og hin voldugu verkalýðssamtök reka um fangsmikla þjóðfélagslega hjálpar- starfsemi, sem aflar þeim nýrra félaga. Við. þetta bætist víðtækur áróður og stjómmálastarfsemi, — sem hin fjölmennu-sendiráð aúst- antjaldsríkjanna á Kýpur reka. Starfsmenn sovézka sendiráðs- ins eru rúmlega 100 talsins og þar af tala margir annaðhvort grísku eða tyrknesku. — í fyrra opnaði sendiráðið störa og veglega „Menn- ingarmiðstöð" í Nicosia. í lyrra kom sovézki geimfarinn Gagarín í heimsókn og á hæla hans knatt- spyrnufélög, . ballettdansarar og hljómsveit frá Sovétríkjunum. — Valdhafarnir í Moskvu telja Kýp- ur augsýnilega mikilvægt takmark sem auðvelt verður að ná. Kommúnistar hafa aðeins 5 þing gæti af 50 í neðri deild Kýpur- þings, en Tyrkir hafa 15 þingsæti. Ef kommúnistar mundu fá aðeins sex þirigsæti til viðbótar í næstu kosningum, sem efna á til 1965, gætu þeir steypt stjórninni með því að greiða atkvæði með Tyrkj- um, ★ 5 ára áætlim. Aðalstefnuskráratriði kommún- ista er þjóðnýting, m. a. þjóðnýt- íng koparnámanna á eyjunni, en þess hafa verkamenn krafizt. — Einnig krefjast þeir þess, að her- stöðvar Breta verði lagðar niður og skírskota þar með til þjóðern- islegra tilfinninga. Ef þeir fá þess ari kröfu framgengt, mundi efna- hagur Kýpur hrynja til grunna, atvinnuleysi og öngþveiti halda innreið sína og kommúnisminn fá ákjósanlegan jarðveg. Makarios hefur reynt að afstýra þessum hættum með 5 ára áætlnn, sem gerir ráð fyrir stofnun nýrra iðnfyrirtækja og betri möguleik- um. Alþjóðabankinn mun útvoga : helming fjárins, sem til þarf, og i þar við bætast bandarísk, vestur- ■ þýzk og frönsk lán. En skilyrði ■ þessa er, að þjóðin verði einhuga : um viðreisnarstarfið á eyjunni. — , Þarna rekast á tvær ólíkar stefnur, , framtíðarstefnan og undirróðurs- i stefnan. Þótt aðeins séu tæp þrjú ár lið- in frá stofnun lýðveldis á Kýpur, er mikið um það rætt, hvér verður eftirmaður Makariosar, og eins og áður er getið, er óttazt, að vegna klofnings hægri flokkanna muni kommúnistum auðnast að ná undir sig völdunum. Þeirri skoðun eykst fylgi, að Makarios skuli reyna að : ná endurkosningu árið 1965, til • þess að koma í veg fyrir tilraun . til valdatöku af hálfu kommúnista. ★ Afsögn fresíað. Á fyrstu dögum Kýpur-lýðveld- isins hlökkuðu margir Kýpurbúar til endaloka „klerklegrar“ forystu . á eyjunni, og Makarios, erkibiskup . lýsti því yfir nokkrum sinnum, að Framh. á 5. slðu þ. gíslason skrif UPP úr miðri öldinni, sem leið, var tekið að stofna lestrarfélög hér á landi. Þá voru stofnuð amtsbókasöfn, fyrst á Akureyri, síðan I Stykkishólmi og svo á Seyðisfirði. Nokkrum sýslubóka söfnum var og komið á fót, og er kunnast þeirra bókasafn Þingeyinga. Upp úr 1920 var Bæjarbókasafn Reykjavíkur stofnað, en þróunin í bókasafns málunum var þó mjög hægfara. Árið 1937 voru samþykkt á Alþingi lög þess efnis, að nokk ur hluti skemmtanaskatts skyldi renna til iestrarfélaga. Reynd- ust það 150 þús. kr., sem lestr- arfélögin fengu í styrk, og færðist nú líf í þau víða um land. En lög um almennings- bókasöfn voru ekki sett fyrr en Bjarni Benediktsson, þáverandi menntamálaráðhcrra, iét mal- ið til sín taka og fól Guðimuvli G. Hagalín, rithöfundi að at- húga bókasafnsmálin og gera um þau tillögur. Árið 1955 voui fyrstu lögin um almennings- bókasöfn sett, og gilda þau enn. Reyndust þau hin nýtasta lagasetning, og hafa alm inn - ingsbókasöfn í Iandinu eflzt mjög vegna stuðnings þess, sem þau hafa fengið samkvæmt þess um lögum. Áður en lögin tóka gildi, voru starfandi 12 almenu- ingsbókasöfn í landinu, sex b jj arbókasöfn, þrjú amtsbókasó .n og þrjú sýslubókasöfn. Nú eru söfnin orðin 31. Fjögur eru ein- göngu bæjarbókasöfn, tíu eru bæði bókasöfn þess bæjar, se-i þau eru í og héraðsins í kring, og sautján eru sveitar- og hér- aðsbókasöfn í senn. Lestrarfél- ög voru 167, áður en lögin um almenningsbókasöfn tóku gildi, en nú eru þau orðin 203. Áður en lögin voru sett, nam ríkisframlag til almenningsbóka safna 211 þús. kr., en heima- framlög til safnanna námu 400 þús. kr. Árið 1960 nam ríkis- framlagið 660 þús. kr., en heimaframlögin höfðu verið auk in upp I 4 millj. kr. Notkun safnanna hefur farið mjög vax- andi. Síðasta árið áður en bóka safnslögin tóku gildi, nam notk- unin 317 þús. bindum eða sem svaraði 2,2 bindum á hve>t mannsbarn í landinu. Síðasta ?.r ið, sem skýrslur eru ti! um, þ. e. árið 1960, nam notkunin híns vegar 680 þús., og svarar það til þess, að 3,9 bindi hafi verið lánuð úr almenningsbókasö n- uniun á hvert marinsbarn í land inu. Vantar því ekki mikið á að meðaltal Iánaðra binda hafi tvöfaldazt á fyrstu fjórum árun- um, sem lögin um almennings- bókasöfn voru í gildi. Um það er því engum blöðum að fletta, að löggjöfin um al- menningsbókasöfn hefur ho.it til mikilla framfara, enda hefur bókafulltrúi sá, sem skipaður var, Guðmundur G. Hagalíri, rit höfundur, unnið ósleitilega að því að koma sem beztu skipu- lagi á málefni almenningsbóka safnanna og efla þau eftir því, sem tök voru á. Má án efa þakka framfarir þær, sem orðið hafa í þessum efnum, að mjög verulegu leyti framtaki hans. En margvíslegar breytingar hafa orðið á þeim árum, sem liðin eru, síðan lögin um al- menningsbókasöfn voru sett. — Bókaverð hefur hækkað mjög verulega, og annar kostnaður við rekstur safnanna hefur og stóraukizt. Er því orðin brýn þörf á að endurskoða bókasafns lögin, og þá einkum að stórauka framlög úr ríkissjóði til safn- anna. Ríkisstjórnin hefur ný- iega flutt frumvarp að nýjum bókasafnslögum, og er það nú til meðferðar í þingnefnd. Er þar gert ráð fyrir mikilli aukn ingu ríkisframlaga til almenn- ingsbókasafna. Þau nema á þessu ári 1,4 millj kr., en frum varpið gerir ráð fyrir, að þau hækki á næsta ári um 2,4 millj. kr. og verði alls 3,8 millj. kr. Mest hækkun er ráðgerð á fram lagi til bæjar- og héraðsbóka- safna eða 1,7 millj. kr. Framlag til sveitarbókasafna og Iestrar- félaga á að hækka um 265 þiis. kr., framlag til bókasafna í heimavistarskólum um 65 þús. kr. og framlag til húsabóta um 334 þús. kr. Þetta stóraukna framlag til almenningsbóka- safnanna mun án efa gera þeim kleift að bæta mjög bókakost sinn og aðbúnað, þannig að þau verði hæfari um það en áður, að gegna því mikla menningar- hlutverki, sem þeim er ætlað. En það má fullyrða, að góð og öflug almenningsbókasöfn eru einn snarastur þáttur góðrar alþýðufræðslu og traustur horn steinn öflugs menningarlífs með al alls almennings. ÞEGAR fjölskyldan er tvístruð og eitt sinn flutti hingað til Reykja- það af henni, sem ekki er á brott víkur utan af landi. Hann leitaði flutt eða látið, er ósamstætt, mað- i upp nokkra vini og félaga, sem ur kominn á eftirlaun, hefur lítið ] hann hafði þekkt í æsku. Þeir fóru við bundið og saknar bæði vinnu og gamalla vina, hvað á maður þá að gera? gönguferðir saman, litu hver inn til annars á ýmsum tímum sólar- hringsins. Ef til vill þekkir bréf- Eg sé fyrir mér roskinn mann, ritarinn eitthvað fólk, sem eitt sem finnur sárt til einstæðings- sinn fyrir löngu var í góðu vin- skapar. Og þegar ég leita svars fengi við hann, en hann hefur orð- við spurningu hans, verður mér ið viðskila við á lífsleiðinni. Því fyrst fyrir að rifja upp kynni af ekki að heilsa upp á einhvern fólki, sem hefur verið í svipaðri slíkan fornvin og spjalla við hann aðstöðu. Hvað hefur þetta fólk stund og stund um sameiginleg haft til að gleðja sig við? j hugðarefni? Það kynni að vera til Einu sinni kom ég inn til gam- einhver gamall kunningi, sem yrði allar konu, sem bjó ein í litlu þakklátur fyrir endurnýjaða vin- kjallaraherbergi hér í bænum. Á áttu. kommóðunni hennar var varla nál- j Loks kemur í hug mér gamall inni stingandi fyrir gömíurn! menntamaður, sem gerði sér að mannamyndum. „Þetta eru nú : fastri venju að líta inn á sjúkra- vinirnir mínir“, sagði hún. „Þeir hús og elliheimili, og sitja þar eru nú engir ofar moldu, en þegar stund og stund hjá veiku fólki, ég horfi á þó, finnst mér eins og helzt því, sem engan átti að. Hann þeir séu að tala við mig um fór að þessu með mikilli nærgætni, gamla daga, og þá rifjast svo svo að enginn varð var við annað margt skemmtilegt upp fyrir en að það væri af „hreinni tilvilj- mér“. — Þetta er ein leiðin, að un, „að hann rakst inn í sjúkra- lifa í minningum gamla tfmans, — lifa upp aftur horfnar stundir. En hún er ekki fullnægjandi, því að flestir eru þannig gerðir, að þeim nægir ekki að lifa í fortíðinni. Ég minnist gamals manns, sem stofuna, en smám saman kynntist hann fleirum og fleirum, sem hann gat- glatt með þessu móti. Líf hans var áreiðanlega ekki tilgarigs laust. Ein er sú spurning, sem mig langar til að leggja fyrir bréfrit- arann. Var ékki eitthvert óhuga- mál, sem þér áttuð, fyrir utan liinn venjulega verkahring? Ég hef. þekkt fleiri en einn gamlan mann, sem höfðu gaman af að skrifa hjá sér ýmsa fróðleiksmola, sem orðið höfðu á vegi þeirra. Það voru eng- in vísindarit, síður en svo, og þeir ætluðu þetta aldrei til útgáfu, en það veitti þeim samt sem áður á- nægju. Heyrt hef ég um mann, sem ritaði þannig hjá sér mann- lýsingar, eða skráði ýmsa atburði, sem gerst höfðu úr fortíð og sam- tíð. — Hafi mann einhverntíma langað til að læra eitthvað sér- stakt, en ekki fengið tækifæri til þess fyrr, er þá of seint að byrja á því nú? Það er allt of algengur hugsimarháttur, að það sé of seint að leggja stund á nám eða lær- dóm, þegar ellin er að nálgast? En hvaða ástæða er í rauninni til að hugsa þannig? Ég á auðvitað ekki við langt nám eða skólagöngu, og ég á heldur ekki eingöngu við bók- nám Ég hef þekkt gamlan mann, sem hafði yndi af því að tálga til snotra hluti, og þvi ekki að læra í ellinni eitthvert föndur, t. d. með því að fara á námskeið? Aðalatr- iðið er ekki það að ná mikilli full komnun, heldur að gleðja huga sinn við einhver viðfangsefni, sem hafa orðið út undan, meðan hið daglega brauðstrit tók hugann allan Ég held raunar, að enginn maður megi nokkurntíma líta svo á, að engin framtíð sé fyrir hönd- um, svo lengi sem hann heldur ráði og rænu. Loks vil ég vara við því að gera einstæðingsskapinn meiri en hann þarf að vera. Ég veit, að sumt eldra fólk á erfitt með að fara um, erf- itt með að ganga langar leiðir. En sé þess nokkur kostur að komast um foldina, er nauðsynlegt að fara á mannamót. Ég hef verið vottur að því, að það er gleði og upplyfting í því að fara vikulega til messu, og þar er enginn inn- gangseyrir goldinn. Margur mað- ur hefur lítið gert að því að rækja trú sína með þessum hætti, og til þess hafa getað legið margar á- stæður, jafnvel hjá trúhneigðu fólki. Félagshneigðin getur feng- ið útrás með mörgu fleiru móti. Og ég segi eins og ég meina um það, að þó að ekkert komi gömlum manni til að sækja kirkju, annað en að eiga þar stund og stund með öðru fólki, í helgri ró við söng og hugleiðingu, er það full frambæri- leg ástæða. Hitt er annað mál, að Frh. á 5. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. marz 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.