Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 15
ar ég kom inn í herbergið henn ar. Hún var í svörtum náttföt- um. Með silfurhárið og himinblá augun var hún virklcga nokk uð til að horfa á. „Ég er svöng.“ „Ég læt letra þessi orð á leg- . steininn þinn. Það skiptir engu máli hve söng þú ert. Hver gaf þér peninga fyrir „skoti“ í gær- kvöldi?“ Hún leit undan. „Ég fékk ekkert. Ég er glor- hungruð. Viltu lána mér . . .“ „Ó, haltu kjafti! Viltu fara til læknis, ef ég get komið því í kring?“ Hún varð fýluleg á svip. „Ég er orðin of langt léidd. Ég veit það. Það þýðir ekkert að vera að tala um lækningu". „Það er til náungi, sem raun- verulega getur læknað þetta. Ef ég get fengið hann til þess, viltu þá fara?“ „Hver er það?“ „Dr. Klinzi. Hann læknar all ar stóru filmstjörnurnar. Ég gæti kannski fengið hann til að taka þig“ „Það er þó líldegt, eða hitt þó lieldur! Það væri ódýrara að gefa mér dálitla peninga. Ég fer ekki fram á mikið . . .“ Ég greip í hana og hristi hana. Mér varð flökurt af andardrætti hennar við kinnina á mér. „Ætlarðu til hans, ef ég kem því í kring?“ æpti ég til henn- ar. Hún sleit sig af mér. „Hvað sem þú segir.“ Mér fannst ég vera að verða vitlaus sjálfur, en hafði hemil á mér. „Jæja, þá, ég tala við hann. Vertu grafkyrr þar sem þú ert. Ég segi Carrie að færa þér upp kaffibolla og eitthvað að borða.“ Ég skildi við hana. Af stigagatinu kallaði ég til Carrie og bað hana um að sækja hamborgara og kaffi og færa Bimu. Svo fór ég inn í herberg ið mitt og fór í beztu fötin mín. Þau voru svo sem ekki stórkost leg. Þau voru snjáð á stöku stað, en þegar ég var búinn að greiða mér vel og bursta skóna mína, leit ég ekki alltof illa út. Ég fór aftur inn .1 herbergi Eimu. Hún sat uppi í rúminu og var að drekka kaffið. Hún fitjaði upp á trýnið. „Almáttugur hvað þú crt fínn.“ „Skiptu þér ekki af því hvern ig ég lít út. Syngdu: Svona, syngdu hvað sem er, en syngdu.“ C Hún starði á mig. „Hvað sem er?“ „Já — syngdu!“ Hún byrjaði að syngja Smoke Gets in Your Eyes. Lagið rann út úr henni fyrir- hafnarlaust, eins og silfurflóð. Það skreið upp eftir bakinu á mér og upp í hárið. Röddin fyllti herbergið með skærum bjöllu- hljómi. Þetta var betra en ég hafði búizt við. Ég stóð þarna og hlustaði, og þegar hún var búin með viðlag- ið stöðvaði ég hana. „Ókei, ókei“, sagði ég, og hjartað í mér barðist. „Vertu grafkyrr hér. Ég kem aftur“. Ég tók þrjár tröppur í krefi niður stigann. II. Bústaður Dr. Klinzis stóð á um það bil hálfri ekru af skraut garði, umluktum háum veggjum með beittum járnspíkum ofari á. Ég gekk eftir löngum veginum upp að húsinu. Ég var búinn að ganga hratt í þrjár eða fjórar mínútur, þegar ég grillti í hús, sem leit út, eins og „sena“ fyrir kvikmyrdun á höll Cosimos Med ieis í Flórens. Það var stór verönd, sem geng ið var up á um fimmtíu þrep. Það voru járngrindur fyrir glugg unum á éfstu hæðinni. Allt í sambandi við húsið og garðana var dapurlegt, og mjög, mjög rólegt. Jafnvel rósirnar og begóníurnar virtust daprar. Langt frá akbrautinni, í skugga álmaviðartrj ánna, sá ég allmargt fólk sitja í hjólastól- um. Þrjár eða fjórar hjúkrunar konur f mjallahvitum einkennis búningum voru á stjái kringum fólkið. Ég gekk upp þrepin og hringdi dyrabjölluúni. Eftir stundarkorn opnaði þær gráleitur maður með grátt hár, grá augu, í árum fötum og grár í framkomu. Ég sagði til nafns. Orðalaust gekk hann á undan mér yfir gljáandi parkettgólf að hliðarherbergi, þar sem grönn, ljóshærð lijúkrunarkona sat við borð með blýant og blað. „Herra Cordon", sagði grái maðurinn. Hann rak stól í hnésbætumar á mér, svo að ég hálfdatt ofan í hann, og fór söðan og lokaði dyr unum svo varlega, sem þær hefðu verið úr póstulíni. Hjúkrunarkonan lagði frá sér blýantinn og sagði með blíöri röddu og dapurlegu brosi í aug- um: „Jæja, herra Cordon? Er eitthvað, sem við getum gert fyrir yður?“ ,,Ég vona það“ sagði ég. „Mig langar til að tala við Dr. Klinzi um hugsanlegan sjúkling." „Það væri hægt að koma því í kring". Ég varð þess var, að hún var að skoða fötin mín. „Hver er sjúklingurinn, herra Cor- don?“ „Ég skal skýra það fyrir dr. Klinzi.“ „Ég er hrædd um, að læknir- inn sé önnum kafinn sem stend ur. Þér getið treyst mér fullkom lega. Ég sé um hverjir koma hingað og hverjir ekki.“ „Það hlýtur að vera anzi skemmtilegt fyrir yður“, sagði ég, „en það vill svo til, að þetta er sérstakt tilfelli. Ég vil fá að tala vlð Dr. Klinzi." „Hvers vegna er það sérstakt tilfelli, herra Gordon?“ Ég sá, að ég hafði ekki mikil áhrif á hana. Dapra brosið var horfið úr augunum: nú voru þau aðeins leið. „Ég er umboðsmaður, og skjól stæðingur minn, sem er söngvari, er mjög verðmæt eign. Geti ég ekki fengið að tala við Dr. Klinzi sjálfan, verð ég að fara annað“. Þetta virtist vekja áhuga henn ar. Hún hikaði andartak, en stóð síðan á fætur. „Ef þér vilduð bíða stundar- korn, herra Gordon, skal ég sjá“. Hún gekk yfir herbergið, opn- aði dyrnar og hvarf. Það var all löng bið, en þá birtist hún aftur og hélt opnum dyrunum. „Viljið þér gjöra svo vel?“ Ég gekk inn í risastórt her- bergi, fullt af nýtízku húsgögn- við gluggann, en bak við það sat um, skurðborði og skrifborði úti maður í hvítum jakka. „Herra Gordon?“ Einhvern veginn tókst honum að láta þetta hljóma svo sem honum þætti vænt um að sjá mig. . Hann stóð á fætur. Hann var lágvaxinn, ekki meira en þrí- tugur að aldri, með mikið, liðað, Ijóst hár, stálgrá augu og sjúkra beðsframkomu. „Rétt er það. Dr. Klinzi?" sagði ég. „Auðvitað." Hann benti á stól. „Hvað get ég gert fyrir yð- ur, herra Gordon.“ . Ég settist og beið þar til hjúkr unarkonan var farin. „Ég hef á snærum mínum söngvara, sem neytt hefur mor-' fíns í þrjú ár“, sagði ég. „Ég vil fá hana læknaða. Hvað kostar það?“ Stálgráu augun litu á mig all- : an, ekki alltof vonglöð. Snaan SAMEINAR MARGA KOSTi: FAGURT ÚTLIT. ORKU. TRAUSTLEIKA RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI OG LÁGT VERÐI I TÉHKNESKA BIFBEIÐAUMBOÐIÐ VONAWTfUtTI n. 5ÍMI 57561 SMURT BRAUÐ Snittur. Pantið tímanlega til ferming- anna. Opið frá kl. 9-23,30. Sími 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. OAöalfundir deilda KRON veröa sem hér segir: Þriðjudaginn 2. apríl 1. og 2. deild (Búðir Skóla vörðustígur 12 og Grettisgata 46) Miðvikudaginn 3. apríl 3. og 4 deild (Búðir Ægisgata 10 og Þvervegur 2 A) Fimmtudaginn 4. apríl 5. og 6. deild (Búðir Nes- vegi 31 og Dunhaga 10) Föstudaginn 5. apríl 8. og 9. deild (Búðir Barma hlíð 4 og Bræðraborgarstígur 47) Mánudaginn 8. apríl 11. og 13. deild (Búðir Lang holtsvegur 130 og Hrísateigur 19) Þriðjudaginn 9. apríl 14 og 15. deild (Búðir Langholtsvegur 24 og Tunguvegur 19) Miðvlkudaglnn 10. apríl 12. deild (Búðirnar í Kópavogi) Fundirnir verða allir lialdnir í fundarherbergi félagsins á Skólavörðustíg 12 og hefjast kl. 8,30 e. h. Nema fundur 12. deildar, sem haldinn verður í Gagnfræðaskólanum við Digranes- veg Kópavogi. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. marz 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.