Alþýðublaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 4
GYLFÍ Þ. GÍSLASON SKRiFAR UM LISTASAFN FYRIR sköminu sá ég þess getió í blöðum, að einn af minni spámönnum íslenzkra kommúnista hefði í ræðu á stúdentafundi farið hörðum orðum um lélegan aðbúuað Listasafns íslands, slæma stjórn á safninu og áhugaleysi mitt á málum þess, eins og raunar öðrum menningarmál- um. Þar eð Listasafn íslands er ein merkasta menningar- stofnun þjóðarinnar, er ástæða til þess að fara nokkrum orð- um um aðbúnað þess fyrr og nú. Jónas Jónsson frá Ilriflu beitti sér fyrir því árið 1928, er hann var menntamálaráð- lierra, að sett væru lög um stofnun Menningarsjóðs og Menntamálaráðs, og var hér á sínum tíma um hina merkustu lagasetningu að ræða. í lögun- um sagði, að þriðjungi af árs- tekjum sjóðsins skyldi varij „til að kaupa listaverk fyrir landið, til verðlauna fyrir og útgáfu á uppdráttum af bygg- ingum, Iiúsbúnaði og fyrir- myndum fyrir heimilisiðnað í þjóðlegum stíl.” Einnig var sagt, að verja mætti „fé til út- gáfu veggmynda eftir íslenzk- um Jistaverkum til heimilis- prýði.” Tekjustofn sá, sem Menningarsjóði var fenginn, voru sektir fyrir áfengislaga- brot. Var liér að vísu ekki um mikla fjármuni að ræða. En stefnan, sem í Iagasetningunni fólst, að veita bókmenntum, listum og náttúrurannsóknum opinberan stuðning, var hins vegar mikils virði, Þótt reynslan sýndi, að tekj- ur Menningarsjóðs væru mun minni en nauðsynlegt væri til þess, að hann gæti sinnt vel verkefnum sinum, og fjárhags- aðstæður allar í landinu ger- breyttust, þá var áratugum samau ekkert aðhafzt til þess að bæta fjárhag Menningar- sjóðs. Á árunuin 1940-1950 nam t. d. upphæð, sem varið var árlega til listaverkakaupa, 30 562 00 kr. að meðaltali. Og á árunum 1950-1957 var 146 294 00 kr. varið í þessu skyni árlega að meðaltali. Eg beitti mér þess vegna fyrir því í ríkisstjórn Hermanns Jónas- sonar, að lögin um Menningar- sjóð og Menntamálaráð væru endurskoðuð. Það gekk hins vegar mjög illa að fá sam- komulag um aukningu á fjár- ráðnm sjóðsins. Fjármálaráð- herrann, Eysteinn Jónsson, vildi ekki fallast á neinar fjár- veitingar úr ríkissjóði til Menn- ingarsjóðs. Hins vegar kvað hann flokk srnn mundu taka það til velviljaðrar athugunar, ef ég bæri í ríkisstjórninni fram tillögur um sérstaka fjár- LANDS öflun til sjóðsins. Eg stakk þá upp á því, að innheimt yrði 1,00 kr. gjald af hverjum að- göngumiða að kvikmyndasýn- ingum og 2,00 kr. gjald af hverjum aðgöngumiða að dans- leikjum, til viðbótar skemmt- anaskatti. Fjármálaráðherranu og flokkur hans féllust á þessa hugmynd, og var ég þeim og er enn þakklátur fyrir það. Innan Alþýðubandalagsins var liins vegar um mikla tregðu að ræða, og virtist um skeið, sem flokkurinn væri tillögu minni andvígur. Eftir langa töf og miklar umræðUr samþykkti þingflokkur Alþýðubandalags- ins þó loks þessar tillögur mín- ar. Skyldist mér á Finnboga R. Valdimarssyni, að hann hafi átt mikinn þátt í því, að tillög- unni var ekki hafnað í þing- flokki Alþýðubandalagsins. Mat ég stuðning hans við málið mikils og geri enn, og taldi því ekki nema sanngjarnt og eðli- legt, að í lagasetningunni yrði heimild til þess að veita kvik- myndahúsi í Kópavogi, og þá einnig einu kvikmyndahúsi í öðrum kaupstööum, undanþágu frá greiðslu skemmtanaskatts, ef hagnaðurinn yrði notaður til menningarmála, en á því máii hafði Finnbogi mikinn áhuga. Með hinum nýju lögum um Menningarsjóð og Menntamála- ráð, er sett voru 1957, voru tekjur sjóðsins því sem næst sexfaldaðar. Jafnframt var að vísu ákveðið, að Menningar- sjóður skyldi greiða 800 þús. kr. á ári til vísindasjóðs, sem sett voru sérstök lög.um sam- tímis. En fjármál Menningar- sjóðs sjálfs til eigin þarfa juk- ust úr um það bil hálfri milljón á ári í 2-2VÍ> milljón. Jafnframt voru verkefni Menningarsjóðs aukin, t. d. gert ráð fyrir því. að hann hæfi stuðning við ís- lénzka tónlist, íslenzka kvik- myndagerð o. fl. Meff þessu voru skilyrði Menntamálaráðs til listaverka- kaupa að sjálfsögðu stórbætt. Menntamálaráð jók listaverka- kaup sín á næstu árum og varði í því skynt 314.700,00 kr. að meðaltali árlega á árunum 1958 til 1961. Eg taldi hins vegar og tel enn, að með tilliti til hinnar - miklu aukningar, sem varð á f járráðum Menntamála- ráðs samkvæmt lögunum frá 1957, hefði ráðið átt að auka listaverkakaup sín enn meir en það gerði. Mér er engin launung á því, að þetta var ein af ástæðum þess, að ég taldi rétt, að sett yrðu sérstök lög um Listasafn íslands, þar sem safninu væru tryggðar fastar lágmarkstekjur af fé Menningarsjóðs. Auk þess fannst mér ekbi vanzalaust, að ekki væru til sérstök lög um jafnmerka menningarstofnun og I.istasafnið og í alla staði eðlilegt, að listamennirnir sjálfir hefðu íhlutmi um það, hvaða verk væru keypt til safns- ins> Vorið 1961 voru sett lög um Listasafn íslands og safn- inu tryggðar a.m.k. 500 þús. kr. árlega af tekjum Menning- arsjóðs tii listaverkakaupa. Stjórn safnsins er nú í hönd- um fimm manna safnráðs. ís- lenzkir myndlistarmenn kjósa úr sínum liópi þrjá menn í safnráðiö, tvo listmálara og einn myndliöggvara. Menntamála- ráðherra skipar einn safnráðs- mann, en forstöðumaður Lista- safnsins er sjálfkjörinn í ráðið samkvæmt stöðu sinni og er jafnframt formaður ráðsins. Við val listaverka ræður meiri hluti atkvæða úrslitum í safn- ráðinu, en þó þarf einróma samþykki fjögurra ráðmanna til ákvörðunar, ef safnsstjóri er lienni andvígur. Forstöðumaður safnsins var skipaður dr, Selma Jónsdóttir. Hún hafði áður starfað við safnið og varð fyrst íslendinga til þess að ljúka fullnaðarprófi við erlendan háskóla í listsögu. Var hún raunar eini íslending- urinn með slíkt próf, er staðan var veitt. Tel ég hana hafa leyst af hendi ágætt starf í þágu safnsinsi Auk dr. Selmu skipa safnráð þrír af viður- kenndustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, málararnir Gunn- laugur Schéving og Þorvaldur Skúlason, og Ásmundur Sveins- son myndhöggvari, og ennfrem- ur dr. Gunnlaugur Þórðarson, sem er kunnur ábugamaður um myndlist. í safnráðinu er þannig um að ræða hina ágæt- ustu sérþekkingu á myndlist, og hef ég ekki orðið var við neina rökstudda gagnrýni á stjórn safnsins. Að sjálfsögöu hefur málum Listasafns íslands ekki verlð komið r, futlkomið horf. Enn þarf að auka fjárráð safnsins. Og brýna nauðsyn ber til þess, að reist sé sem fyrst veglegt hús yfir sáfnið. Jóhannes Sv. Kjarval gaf árið 1959 það fé. er Alþingi hafði veitt til bygg- ingar safnhúss yfir listaverk hans, að upphæð 1.1 millj. kr., sem stof nfé byggingarsjóðs fyrir Listasafn íslands, og var það stórhöfðingleg gjöf. Alþingi hefur síðan - árlega veitt hálfa milljón króna í þennan bygg- ingarsjóð. En ljóst er, að sér-^fc. staks átaks er þörf, ef Lista- safnshús á að rísa í Reykjavik á næstunni. Er það mál í sér- stakri athugun. Þótt ennþá þurfi margt verk að vinna í þágu Listasafns ís- lands, má það vera Ijóst af því, 'LJÖÐVÆ Gretar Fells: LJOÐVÆNGIR (Ljóð og stökur). Skuggsjá. GRETAR FELLS er enginn nýgræðingur á skáldaþingi. Fyrsta bók hans, ljóðmæli, Glampar, kom út fyrir nær því fjórum ára- tugum (1925) og var skáldið þá fullþroskaður maður, nálega þrí- tugur (f. 1896). í bók þeirri, er hér verður stuttlega getið, er 61 kvæði og stökur, en bókin er 64 bls. Öll eru kvæðin því stutt. — Stundum á fyrri árum orti Gretar Fells órímuð ljóð, en nú hefur hann nær því alveg snúið frá því, yrkir nú að hefðbundnum ísL brag arhætti og reglum, nær undantekn ingarlaust. Skáldið er löngu þjóðkunnur maður af skáldskap, öðrum ritverlc- um, útvarpserindum og fyrirlestr- um. Hann er lögfræðingur og starfaði lengi sem aðstoðarmaður landlæknis, en hefur jafnan lesið mikið um guðspeki og austurlenzk trúarbrögð, heimspeki og trú- fræði: Og hann hefur aldrei legið á skoðunum sínum og áhugamál- um, sem eru siðbót og hugþjálf- un. En einmitt það að þjálfa hug slnrr, telur hann jafnnauðsynlegt og að neyta daglegrar fæðu og hæfilegs svefns; er mikið satt í þessari kenningu. Stundum hef ég heyrt menn láta sér fátt um finn- ast, eða jafnvel skopast að brenn- andi áhuga Gretars, en slíkt verða allir siðbótamenn að þola og hef- ur svo ætíð verið,- Það er þó víst, að hverjum hugsandi manni er ómissandi að temja skap sitt með rólegri íhug- un þess, er spakir menn hafa sagt og að reyna að komast að ein- hverri. niðurstöðu um hið undar- lega fyrirbæri sem lífið er. Gret- ar Fells mun aldrei láta neitt frá sér fara, hvorki á prenti né í töl- uðu orði, sem hann hefur ekki áður athugað vandlega. Þessi kvæði bera þess vott. Þau eru vandlega hugsuð og sýna lífsskoð- un höfundar glögglega, svo og álit hans á samferðafólkinu á lífsleið- inni. Gretar Fells er ekki meðal stærstu skálda samtíðar sinnar, en miklu betra skáld en margir, sem hærra hefur verið hreykt. Hið göfuga markmið hans er að reyna að leiða meðbræður sína og syst- ur á þá vegi, er hann telur að liggi til þroska í þessu lífi og hinu komanda lífi að þessu loknu. Þetta kemur jafnan greinilega fram í ræðum hans en kvæðin eru laus við prédikunartón, ef ég má nota það orð. En eins og í öll- um góðum skáldskap er þar bent á hið fagra og. góða, svo og hitt, sem miður fer í okkar sjáanlega lífssviði. Vil ég benda á kvæðin Álfablómið, Á sálarþingi, Gjafir, Þakglugginn, Draumur um draum, Svarti' fuglinn, Þetta er kvæðið, Kirkjan. Svo má benda á ágæt kvæði, annars eðlis, svo sem: Nú kemur vorið, Þá og nú og Á ís- landsmiðum, Þetta eru aðeins fá kvæði af mörgum góðum. Gretar Fells hefur haldið sitt GRÉTAR FELLS strik frá því hann var ungur að árum. Hann hefur stöðugt verið að læra og miðla öðrum af lær- dómi sínum. Hann lætur ekkert frá sér fara fyrr en hann hefur vandlega athugað það og klætt það þeim búningi, sem hann á beztan. Þessi kvæðabók ber þess vott, að haun er gott skáld, hún á það skilið að vera lesin með at- hygli, því þar er margt vel og viturlega sagt. Nokkrar prentvillur eru í bók- inni, sumar bagalegar, til dæmis á bls. 34, öðru erindi, þar sem orð- inu hann er ofaukið í fyrstu línu erindisins. j Þorsteinn Jónsson. sem hér hefur verlð sagt, að það er ósanngjarn sleggjudóm- ur, að illa sé á málum safnsins haldió af stjórnendum þess eða að það eigi við að búa áhuga- leysi af hálfu menntamálaráðu- neytisins. ÍÞRÓTTÍR Framh. af 10 slðu Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson, KR 54,23 m. 13. 9. 1961. Spjótkast b. h.: Valbjörn Þorláksson, ÍR 101,74 m. (62,72+39,02 m.) unnið 20. 10. 1961. Tugþraut: Valbjörn Þorláksson, ÍR 6983 stig, unnið 27.-28. ágúst 1962. (100 m.; 10,8, langstökk. 6,81 m., kúluvarp: 12,44 m., hástökk: 1,80 m., 400 m.: 51,5, 110 m. grindahlaup: 15,3, kringlukast: 39,04 m., stangarstökk: 4,30 m., spjótkast: 55,51 m., 1500 m.: 5:02,2 mín.) Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson ÍR 4,50 m., I 21. 7. 1962. Hástökk kvenna: Sigrún Jó- hannsdóttir, ÍA, 1,46 m. 8. 7. 1961. Stangarstökk innanhúss: Valbjöm Þorláksson ÍR 4,20 m. 28 11. 1962. Valbj. Þorl. ÍR 4,22 m. 5. 12. 1962. Valbj. Þorl. ÍR 4,25 m. 15. 12. 1962. Valbj. Þorl. ÍR 4,27 m. 19; 12. ’62. Valbj. Þorl. ÍR 4,30 m. 21. 12 ’62. Sængur Endumýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fiður- held ver. Dún- og fiðurhreinsun Klrkjuteig 29, sfml 33301. 4 6; apríf 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.