Alþýðublaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 3
WWWWWWHWWWWMWHWWWtWWWHWHWWW
SJÓMADUR
f 40 ÁR
SJOTUGUR varð í gær Sig-
livatur Bessason. Hann er fædd
ur á Brekkubotni í Breiðdal 4.
apríl 1893, og er sonur lijón-
anna Bcssa Sighvatssonar
bónda og Helgu Magnúsdóttur,
sem þá bjuggu þar. Þegar Sig-
livatur var aðeins tveggja ára
gamall, dó faðir hans, og var
honum þá komið' í fóstur hjá
hjónunum Páli Benedsktssyni
á Gilsá og konu hans Ragnliildi
Stefánsdóttur.
Árið .1911 fluttist Sighvatur
til Fáskrúðsfjarðar, þar sem
hann hóf að stunda sjó-
mennsku. Reri hann á mótor-
bátum frá Fáskrúðsfirði í rúm
40 ár óslitið. Sjómannsævi hans
var hin farsælasta, aldrei urðu
mannskaðar á bátum hans, og
einu sinni varð liann til þess
að bjarga fjórum skipverjum
af bát, sem hét Géysir og sökk
út á rúmsjó fyrir nokkrum ára-
tugum.
Sighvatur hefur verið tví-
giftur, en hefur misst báðar
konur sínar. Fyrri kona hans
liét Þórstína Þórunn Stefáns-
dóttir, cn seinni Anna Sigfús-
dóttir. Hann á eina dóttur,
Ilelgu, og auk þess ól hann upp
einn fósturson, Aoalstein Þórð
arson, sem nú er búsettur í
Ilafnarfirði.
Sighvatur hefur alla sína
ævi verið trúr hugsjónum verka
lýðsins, og var hann m. a. einn
af stofnendum Alþýðuflokksfé-
Iags Fáskrúðsfjarðar. Hann var
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsfjarðar í
fjöldamörg ár, og sæti átti
hann í hreppsnefnd fyrir Al-
þýð'uflokkinn í tæpan áratug.
Sighvatur var fátækur sjó-
maður, og öll þessi félagsmála-
störf hafa án efa bakað honum
mikið' erfiði. En kannske er
það' mesta gleði hans nú, að
mörg þau mál, sem hann barð'-
ist fyrir á sínum yngri árum
hafa náð' fram að ganga. AI-
þýðuflokkurinn vill þakka hon-
um fyrir traust og óbilgjarnt
starf í þágu verkalýðsins, og
óskar honum til liamingju með
afmælið.
(HWWWWWHWHWWWWWWWWWWWWWWW
2 Bretar urðu
af Neptúnusi
leyfislausir
í Reykjavík
J>EGAR togarinn Neptúnus var í
Bretlandi síðast, voru fimm brezk-
ir menn ráðnir til starfa á skip-
inu. Togarinn kom hér við' og
skruppu þá útlcndingarnir í land
til þess m. a. að verzla á íslandi.
Tveir urðu of seinir til skips, er
togarinn sigldi kl. 4,30 I fyrradag.
Þessir tveir hásetar, sem eru frá
Grimsby og Ilull, vilja helzt kom-
ast sem fyrst heim aftur og fara
þeir utan flugleiðis n.k. mánudag.
Þær upnlvsingnr fengust hjá út-
lendingaeftirlitinu í gær, að ekki
hefði verið sótt um atvinnuleyfi
fyrir þessa fimm menn, en togar-
inn fór beint á veiðar- frá Bret-
landi. - ■ nir he/fðu
ekki nein vegabréf óg hefðu því
komið með ólognjn ínn i landið.
Brezka sendiráði^ ( Reykjavík
tók mennina að sér og dveljast
þeir á vegum þess til mánudags.
^vvw iWWWtWWMWWWWW
ALÞÝÐUBLADIÐ sn»-
til Tryggva Ófeigssonar, út-
gerðarmanns, til þess að
spyrja hann um málavöxtu
er það fréttist, að tveir
brezkir afvinnulaúsir og
ve<g i þétfslatliir pjómenn
hcfðu orðið hér eftir af
Neptúnusi. Samtalið við Út-
gerðarmanninn fer hér á
eftir: — (Útgerðarmaðurinn
svaraði sjálfur í símann).
— Tryggvi Ófeigsson?
— Þetta.
— Góðan daginn. Þetta er
á Alþýðublaðinu, — (síðan
kvnnti fréttamaður sig).
^á skellti útgerðarmað-
-vmwwwwwwww
FRÉTTIR í ;
STUTTU MÁLI
GENF, 5. apríl (NTB-Reuter). —
Sovétríkin féllust í dag á tillögu
Bandaríkjanna á afvopnunarráð-
stcfnunni í Genf um að komið
verði á beinu síma- eða fjarrita-
sambandi milli Hvíta hússins og
Kreml til þess að minnka hættuna
á því, að styrjöld skelli á. Talið
er, að það verði fjarritasamband,
en ekki símasamband, sem tekið
verði upp.
Sagt er af hálfu Bandaríkja-
manna, að ekki virðist neitt ósam-
komulag milli Bandaríkjamanna og
Rússa um hvernig framkvæma
skuli hugmyndina um slíkt beint
samband.
Tillaga Bandaríkjanna var sett
fram í fyrra og er liður í tillögú,
sem miðar að því að minnka hætt
una á kjarnorkustyrjöld, er hlotizt
geti af slysni. Ætlunin er, að þess-
ar tillögur verði framkvæmdar áð-
ur en sjálf afvopnunin hefst.
Haft er eftir góðum heimildum
í Genf, að ef viðræður Bandaríkja
manna og Rússa um hin einstöku
atriði gangi snuðrulaust ættu að
vera góðar horfur á því að beina
sambandið milli Hvíta hússins og
Kreml verði fyrsti jákvæði árang-
urinn af 13 mánaða samningavið-
ræðum um alþjóðlega afvopnun.
Af sovézkri hálfu var einnig
sagt, að það sem gerðist í dag
hafi verið fyrsti raunhæfi árang-
urinn af samningaviðræðunum til
þessa.
Buenos Aires, 5. apríl
(NTB —Reuter)
ENN var mikil spenna í ástand-
j inu í Argentínu í dag þegar upp-
reisnarforinginn Eladit Vazquez
aðmíráll fór frá hofuðborginni
með bráðabirgðaskilyrðin fyrir
vopnahléi.
Moskva, 5. april
(NTB—Reuter)
SOVÉZKA tunglflaugin Lunik
fjórði var komin i 365.000 kiló-
metra fjarlægð frá jörðu eða í
21.240 km fjarlægð frá tunglinu
kl. 14.00 eftir ísl. tíma í dag, að
sögn Tass.
Tass hermir, ^ð öll tæki starfi
samkvæmt áætlun. Fjarskiptin við
eldflaugina voru góð og tilrauna-
mælingarnar, sem fyrirhugaðar
voru, héldu áfram. Önnur tilkynn-
ing um ferð Luniks verður gefin
út á morgun, segir Tass.
Áður var frá því skýrt, að Lunik
fjórði mundi ekki lenda á mánan-
um heldur fara fram hjá honum í
lítilli fjarlægð. Af sovézkri hálfu
í Moskvu er talið, að eldflaugin
muni ekki fara á braut umhverfis
tunglið heldur halda áfram ferð
sinni út í geiminn.
En í Moskvu bollalögðu menn
einnig hvort Lunik fjórði mundi
senda tæki niður á yfirborð tungls-
ins er hann nálgaðist það eða aft-
ur til jarðar upplýsingar og mynd-
ir af yfirborðinu, sem hafa mundu
mikla þýðingu fyrir ferðir til
tunglsins í framtíðinni.
Frá því er skýrt á rannsóknar-
stofunni í Bochum í Vestur-Þýzka-
landi, að kallmerkin frá eldflaug-
inni hafa orðið greinilegri þegar
máninn tók að sjást við sjóndeild- j
arhringinn kl. 12.50 eftir ísl. tíma. |
Menn drógu því þá ályktun, að
Lunik fiórði væri nálægt tunglinu
og kröftugara senditæki um borð ^
í honum hefði verið sett í gang. !
Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir nú japanska mynd, sem heitir „Hvíta
f jallsbrúnin“. Fékk hún gullverðlaun í Cannes. Þetta er náttúru-
mynd og talin með hinum fegurstu sinnar tegundar, sem tekin
hefur verið. M. a. er það sýnt, er örn hremmir bjarndýrsunga.
Myndin sýnir fjalladýrin og líf þeirra yfir heilt sumar.
wwww%wwwwwwwwww%ww»%*wwwwvwtwww%www(
„ÓFULLKOMINN
-EN VARASAMUR
Framh. af 1. síðu
17. apríl næstkomandi eru enn
væntanlegir hingað tveir flugmála
sérfræðingar frá alþjóða flugmála
stofnuninni, sem munu rannsaka
þessi mál alveg frá grunni og á
sama hátt og hinir erlendu fyrir-
rennarar þeirra hafa gert.
Flugmálastjóri sagði, er talið
barst að flugvöllum úti á landi, að
flug til flestra staða á þessu landi
væri mjög frumstætt. Hann sagði,
að sökum fjárskorts hefði ekki tek
izt að koma upp neinum tækjum á
hinum ýmsu smávöllum hér og þar
á landinu, sem raunar væru eins
konar sjúkra- eða neyðarvellir. En
með þvi fjármagni, sem flugmála-
stjórnin hefði yfir að ráða ár hvert
væri ekkert unnt að gera til bóta
í þessu máli.
Er talið barst að hugsanlegum
flugvelli á Álftanesi, sagði flug-
málastjóri, að hann yrði fyrstur
manna til að gleðjast yfir því, ef
að fyrirsjáanlegt væri, að það gæti
komizt til framkvæmda, en hann
sagðist ekki sjá, að unnt væri að
ímynda sér eins og málin stæðu
nú.
Flugmálastjóri taldi ekki, að
heppilegt væri að íslenzku flugfé-
lögin flyttu starfsemi sina til
Kefiavíkur, enda hefðu hinir er-
lendu sérfræðingar ekki verið
hlynntir því. Þeir hefðu bent á,
//
hve starfsemi félganna yrði þá
miklum mun erfiðari og dýrari.
Flugmálastjóri var í lok funddr
spurður um persónulega skoðun
hans á því, hvað gera þyrfti til áð
koma íslenzkum flugmálum í æski
legt horf. Svar flugmálastjóra var
þetta:
„Fyrsta, annað og þriðja atriði:
Það verður að eiga sér stað einhver
stefnubreyting í fjárveitingum til
flugmála. Það er vonlaust að halda
svona áfram“.
Nýjar bækur...
Framh. af 16. siðu
um deilum. Sýnir höfundur fram
á, hvað raunverulega standi að
baki hinum ólíku sjónarmiðum og
leggur dóm á misjafna hollustu
þeirra við íslenzka hagsmimi.
„Hvíta Níl“ er eftir hinn við-
kunna ástralsk-enska rithöfund
Alan Moorehead. Hún fjallar um
könnun Mið-Afríku, einhverja við
burðarrikustu og örðugustu land-
könnun, sem- sögur fara af. Fjallar
hún einnig um leitina að upptök-
um Nílar. Er þar getið hinna helztu
landkönnuða, erfiðleikanna og
þrenginganna, sem þeir áttu við
að striða.
1.2 MILLJÓN...
Frh, af 16. síðu.
og mun það verða til sýnis nú um
helgina frá kl. 2—8 í dag og á
sama tíma á sunnudag. Einnig
mun þessi mjög svo glæsilegi
„vinningur" verða til sýnis alla
hátíðis- og helgidaga þennan mán
uð.
Á þessu nýja starfsári Happ-
drættis Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna, mun vinningum verða
fjölgað úr 1200 í 1800 á ári. Tala
útgefinna miða mun eigi að siður
haldast óbreytt. Af heildarveltu
munu um 60% vera greidd aftur
sem vinningar til kaupenda. Happ-
drættið er,tekjuskattfrjálst. Vinn
ingum að verðmæti 5—10 þúsund
krónur, þar sem velja má um hús-
gögn mun fjölga mest. Heildar,-
verömæti vinninga verður nú
23.468.000.00, eða meira en nokkru
sinni áður.
Það er í dag, sem sala hefst á
lausamiðum en endurnýjun árs-
miða og flokksmiða hefst 18. apríl
nk. Er vissara fyrir menn að kaupa
miða hið fyrsta, þar sem lausamið
ar hafa jafnan selst upp fyrstu
söludagana. Mánaðarverð hvers
miða er kr. 50, ársmiðinn kr. 600.
Útgefnir miðar eru 65 þúsund talp
ins, eða jafnmargir og undanfarin
starfsár. -
Framkvæmdastjóri happdrættis
DAS er Baldvin Jónsson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
6 ap f! 1963 3