Birkibeinar - 01.03.1912, Side 2

Birkibeinar - 01.03.1912, Side 2
18 BIRKIBEINAR Sigurðsson][sannaði l)jað ísland varð á sínum tíma frjálst sambandsland Noregs (þ. e. gekk í konungs- samband við Noreg) en^ varð ekki undirlægja þess ríkis eða hluti úr því; 2) að ísland hefir aldrei látið fullveldi sitt af hendi við Noreg né viðurkent yíirráð þess ríkis; 3) að samvistir Islands við Danmörk hafa enga breyting gert á þessum hlutum. — Þetta gerði hann 1855 í svari sínu til Larsens. En nú er þetta einmitt höfuðatriði, að sýna að vér eigum enn óskert fullveldi að alþjóðalögum réttum, þar sem vér höfum aldrei samið þann rétt af oss né verið herteknir (sbr. ritgerð „lögfræðings“ í janúarblaði Bb.), og það vita Knytlingar. Þess vegna freistar K. B. að ríða oss hvern lögvilluhnútinn af öðrum og níða niður þetta höfðuðverk Jóns Sigurðssonar. í síðasta þvargriti sínu um ríkisráðið segir hann sjálfur, að hann vilji sýna, að dönsk vísindi geti svarað riti Jóns Sigurðs- sonar. „Nú er svarið komið,“ segir hann síðan með miklum rembingi. Og hann prentar svarið með ská- letri: ísland var „blátt áfram hluti hins safn- aða norska og siðar dansk-norska ríkisu. Þetta segir hann sjálfur, en hinir standa upp og lýsa yfir því, að þeir séu frelsaðir undan skoðun Jóns Sigurðs- sonar og vor, sem erum eigi ennþá orðnir Knytlingar eður Knytlingabræður. Danskur háskólakennari í sögu og bókmentum Islands, Valtýr Guðmundsson að nafni, lætur Eimreið sína flytja oss svo hljóðandi dóm um þetta svar dönsku vísindanna: „Mun og erfitt fyrir réttsýna menn að neita réttmæti kenninga hans“. Og K. B. er ekki lengi að hugsa sig um að neyta þessa valtýska lofs, því að í harmagráti sínum yfir illri meðferð á sér af hendi Macody Lunds, Þjóðviljans og Patursons lætur hann ekki gleymast að geta ummæla jarlsefnis síns. Fleiri Knytlinga vil ég eigi nafngreina að sinni. En þá nefni ég Knytlingabræður, er taka því með þögn og þolinmæði, að hinir og þessir bögu- bósar þykjast hafa gert höfuðverk Jóns Sigurðssonar að engu sama árið sem vér reisum honum minnis- varða. Knytlingabræður eru og þeir menn aðrir, er lægja sig svo fyrir yfirráðakröfum Dana, sem raun varð á fyrir skemstu um islenska barnakennara (sbr. skýrslur Bjarna Jónssonar frá Vogi, Alþt, 1911). Nú mun það sýna sig, hvort íþróttamenn vorir eru Knytlingabræð- ur eða eigi. — Bjarni Jónsson frá Vogi vakti máls á því fyrir skömmu í stúdentafélaginu í Kaupmannahöfn, að íþróttamenn vorir mætti ekki sækja olympsku leik- ana í Stokkhólmi eftir því sem nú væri í garðinn búið. Sagði hann frá því, er hann hafði lálið spyrj- ast fyrir hjá nefndinni í Stokkhólmi, hvort Islending- ar fengi að taka þátt í leikunum sjálfstæðir og síns- liðs, og hafði gert það eftir tilmælum iþróttamanna vorra. En sænska nefndin bar þetta undir dönsku nefndina. Sú nefnd svaraði þá því, að hún vonaði svo góðs til Svía, að þeir leyfði ekki Islendingum sjálfstæða hluttöku, þar sem þeir væri danskir þegn- ar. Sömu svör hefði og Sigurjón Pétursson fengið. Þessi voru ályktarorð ræðumanns: „Hverju eiga ís- lenskir íþróttamenn að svara? Þar til vil ég vísa tib Jóns Sigurðssonar og þess, er hann getur um í bréfi til Gísla Hjálmarssonar 19. maí 1856: „Danskir stú- dentar og norskir eru að fara til Uppsala senn, ís- lendingur enginn verður með, því þeir vilja nú láta bjóða sér sérílagi. Þykir þér þeir ekki orðnir á buxum ?“ Að þessu dæmi eiga nú iþróttamenn vorir að fara og svara svo: Vér viljum eigi vera taglhnýtingar annara. Vér viljum eigi óvirða þjóð vora. Vér viljum eigi eiga leikstefnu við þá menn, sem skipa Islendingum á hinn óæðra bekk. Því að svo er mikill þjóðarmetnaður vor, að eng- inn finst sá, er fæddur sé af íslenskri móður, að hann vinni þjóð sinni hneysu, þótt hann fengi öll heims- ins sigurlaun fyrir. Vér sitjum heima og förum hvergi. Búi nú hver að sínu“. Fundarmenn samþyktu því næst svo látandr áskorun: „Studentafélagið skorar á íslenska íþróttamenn að fara ekki til olympsku leikanna í Stokkhólmi t sumar, nema þeir fái alsjálfstæða þátttöku.“ Birkibeinar taka undir þá áskorun og vona, að- íþróttamenn vorir gerist eigi Knytlingabræður. Knútur Berlín og íslandsmál. Leiðirnar til frægðar og metorða eru margar. Alkibiades varð fyrst kunnur í Aþenuborg eftir að- hann hafði höggið rófuna af hundinum sínum. Og líkt fer um marga nú á dögum. Þeir eru á stöðug- um hlaupum eftir hundsrófum, og það er oft og tíð- um vissasti vegurinn til metorða ef þeim tekst að murka einu skotti. Sannleiksást, drengskapur eða gáfur vega ekk- ert á móti því. Einn af þessum mönnum er herra Knútur Berlínr sem mönnum er svo tíðrætt um hérna. Síðan hann*

x

Birkibeinar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.