Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 1

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 1
Reynistaðarsveinninn.1 Ekki veldur vorið ]»ví, verði skuggi í lundu, þegar sól úr heiði hlý hjúpar ljósi grundu. Ekki veldur vorið, ])ótt verði á fáu bætur, þegar sólin svarta nótt síga í hafið lætur. Ekki veldur vorið því, verði hugur svalur, þegar Ijúfu laugast í ljósi hlíð og dalur. Skuldar dómar skapi í skuggum vefja að flestu, afglöp mörg og iðgjöld því örlögsímu festu. Mig hefir vantað vit og þrótt, verða þess ei bætur; sigurleysi sortanótt síga yfir lætur. Myrðir vonir vélráð tið, verður hugur svalur. Heillar ævi Orrahríð eftir: fallinn vulur. í) Sbr. norska þjóðsögu, Bygnestadgutten, Alþingi. Setning alþingis fór fram þann 15. Hófst hún á venjulegan hátt — með guðsþjónustu í dómkirkj- unni; séra Magnús Andrésson prédikaði. Eáðherra Kr. J. lýsti alþingi sett, las upp boð- skap konungs og talaði nokkur orð um lát Eriðriks konungs áttunda og hlýddu þingmenn á það standandi. Hrópuðu því næst „húrra“ fyrir Kristjáni tíunda. Þá tók við fundarstjórn aldursforseti þingsins Júl. Havsteen amtmaður og tók sér til aðstoðar þá Jón Magnússon bæjarfógeta og séra Sig. Stefánsson sem skrifara. Vóru þá kjörbréf rannsökuð — og reyndust öll ógölluð nema tvö og voru samþykt orðalaust. Ann- að þessara tveggja var kjörbréf Bjarnar Jónssonar fyrv. ráðherra, en yfir kosningu hans (umbúnaði um atkvæðakassa) hatði verið kært; var þó samþykt lög- mæt. — Hitt var kosningin í Vestur-Isafj.s. Höfðu komið kærur yfir henni frá þingmannsefninu séra Kristni Danielssyni ennfremur frá 172 kjósendum (en þar höfðu 276 greitt atkv.). Hafði Matth. Ólafsson hlotið kosningu með því, að hann hafði fengið gerða ógilda allmarga seðla hjá andstæðing sínum sökum þess að margbrotnir höfðu verið saman, en ekki „einbrotnir“, eins og sumir vilja halda fram, að lög- skipað sé samkv, 35 gr. kosningalaganna. Matth. Ól. var sjálfur í yfirkjörstjórn í kjördæminu. — Varð um þetta þjark nokkuð og tóku til máls þeir Guðl. Guðm., Björn Jónss., J. 01., Bj. Kr., Matth. Ól. og J. P. Lyktaði þannig að frestað var að skera úr kosning- unni, en tnálinu visað til kjörbréfanefndar samkvæmt þingsköpum.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.