Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 7
BIRKIBEINAR 55 misbrestunam í fari Hjálmars en hinu, sem vel er um hann. Þar úir og grúir af ómerkilegustu skamma- vísum, sem eignaðar eru ekki eingöngu Hjálmari, held- ur og ýmsurn leirbullurum, sem flestir eru kallaSir skáld góð, vel skáldmæltir eða því um líkt. Þá eru þar og týndar til ýmsar kviksögur um Hjálmar svo sem um faðernisgrun á hendur honum og „iil að þjóna sinni lund“ lælur Símon fjölda manna sem við söguna koma, vera rangfeðraða. Lengstur er þar þó kaflinn um faðerni sjálfs hans (Símonar) og eignar Símon sig ýmsum. Eftirtektarvert er það, að sögu- sögnum þeim, sem Símon hefir safnað saman um þjófnaðarmál Hjálmars og eiga flestir að styrkja þjófn- aðargruninn, ber fæstum saman við réttarskjölin, en þau hefir Brynjólfur komist yfir annarsstaðar að. Þá er og annað það, að til þess þarf smekkvis- ari mann og rökfróðari en Símon að safna því, sem mest er vert um Hjálmar. Sá sem skynbragð ber á þetta gleypir ekki við öllu ómeltu, óhróðri og kynja- sögum, en þessu er fólki hættast við að halda á lofti Illdeilur Hjálmars eru að vísu einn þáttur í sögu hans en ekki er slíkt einhlíttt til þess að þekkja manninn. Sá sem vill og vit hefir á að safna til ítarlegrar sögu um Hjálmar, reynir að afla sér vitneskju um margt fleira sem þörf er á að vita til þess að skiija mann- inn. Þó að hitt liggi lausara, verður hann að toga þetta upp úr fólki, sem til þekkir. Símon Dalaskáld kemur sjálfur óþarflega mikið við söguna. Ur hófi keyrir í sögulok þegar þar er prentað lofkvæði til hans eftir sonardótturson Hjálm- ars. Úr því að þetta þótti nauðsynlegt, er óhæfi- legt að þar skyldi ekki koma vísa eftir Lárus Lárus- son, sem ekki er þó nema dótturson Hjálmars. Sú vísa er svo. Simon Dala-dröllungur, drottins valinn nautspungur, einatt falar eldgríður á honum talar hrútskjaftur. Þetta má ekki gleymast þegar bókin verður gef- in út aftur. Brynjólfur frá Minnanúpi hefir fylgt um of heim ildum Símonar. Viðaukar hans og lagfæringar, sem bókin raunar ekki greinir frá, virðast mjög fáar, nema hvað málið er slétt í annálastíl, liprara þó ogfelldara en hjá Gísla Konráðssyni. Bókin er þvi skemtileg aflestrar, þó að leiðindi séu að öllum þeim aragrúa af ættartölum, sem áríðandi hefir þótt að hrúga inn í bókina, jafnvel manna sem lítt eða ekkert koma við söguna. Bólu-Hjálmars saga er ekki nema drög til bókar um hann, þó að margt sé þar, sem gott er að ekki glataðist. Aldarhætti lýsir hún vel innan vissra tak- marka. Þar stendur hún þó langt að baki Kambs- ránssögu Brynjólfs, sem er ólíkt betri bók. Heyrst hefir. að Brynjólfur hafi nú um hríð verið að safna til sögu Vatnsenda-Rósu. Vonandi er það satt, og væntandi að Brynjólfi takist vel. Hann er maður fróður og skynugur og eljan óbrigðul. J. Sig. Áskrifendur Birkibeina eru beðnir að gæta þess, að gjalddagi blaðsins er i þessum mánuði (júlí). Gammasteinn. Eg var á ferð í Saxlandi fyrir mörgum árum. Kom eg þá þangað sem heitir Gammasteinn. Hann er milli Geyer, Thum og Ehrenfriedersdorf á hæð einni mikilli úti í skógi. Er hann alleinkennilegur, því að þar rísa níu tindar um hundrað fet á hæð, allir úr forngrýti, og er til að sjá sem þeir væru hlaðnir af jötnum. Liggja forngrítisbjörgin svo hvert ofan á öðru og sýnist eigi ugglaust að hrynja muni^ ef fljótt er til litið. Ferðamenn koma mjög á þenna stað, því að víðsýni er allmikið af klettinum. Sér þaðan allt til Fichtelberg og Keilberg; er sitt fjallið hvoru megin við landamærin milli Saxlands og Bæ- heims. Sér og til flestra hæstu staða í Erzfjöllum allt umhverfis. £r talið einna fegurst að Gamma- steini þar um sveitir. Nafn sitt dregur steinninn af því að gammar hafa haft þar hreiður sín, og er nafnið „Greifenstein" á þýzka tungu. Ymsar þjóðsögur eru við stein þenna bundnar, og þótti mér einkum mikið koma til einnar af þeim. Hafði eg í hug að gera hana að yrkisefni, þótt eng- in framkvæmd hafi þar á orðið. En eg set hana hér, ef vera kynni að einhver vildi taka hana til með- ferðar, sem svo er hagur á yrki, að samboðið sé efn- inu: Riddari enn er nefndur Otto frá Gammstöðum. Hann var hirðmaður Wladislaws hertoga í Bæheimi, er uppi var á elleftu öld. Riddari þessi lagðist á hugi við tiginborna mey, en er hann bað hennar, var

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.