Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 4

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 4
52 BIRKIBEINAR Alt stafrófið er svo læst í erindi þessi lítil tvö,“ Eða um gildi tölustafanna: „Sig mest merkir hinn fyrsti, man tíu kvað annar, hundrað þýðir hinn þriðji, þúsund fjórði — vel grunda! Tíu þúsund tel fimmta, tel hundrað þúsund sjötta, sjöunda mér klerkar kenndu að kalla þúsund þúsunda." Mér dettur í hug ein vísa svo að segja ný, eftir Guðm. sáluga Þorláksson magister, þar eru talin upp flestöll sagnorð í íslenzku sem höfð eru um það, að ala afkvæmi. Hún er svona: „Kæpir selur, kastar nier, konan fæðir, ærin ber, fuglinn verpur, flugan skítur, fiskur hrygnir, tíkin gýtur.“ Minna mætti á alt fingrarímið, og loks hefir barnaspurningum verið snúið í ljóð, til þess að krökk- unum gangi betur að læra þær. Af því sem ég hefi nú sagt um gleði manna af rímlistinni og gagnsemi hennar, hlýtur það að vera sjálfsagt, að hver maður, sem kominn er til vits og ára, kunni meira og minna af bundnu máli, enda er það svo. Nú er það auðvitað, að þótt það sé margt, sem manni dettur í hug, og þarf að koma orðum að, þá er það þó afar oft — og all- oftast — eitthvað það, sem hann hefir bæði hugsað og talað fyrri og aðrir á undan honum. Sömu hugs- anirnar og hugsanasamböndin endurtaka sig æ ogei- líflega, og hvað er þá eðlilegra, en að þeim sé lýst með sömu orðatiltækjunum, sem maður hefir notað áður og lært af öðrum oftast nær? Og hvað er eðli- legra, þegar um það er að ræða, að velja hugsunum sínum orðabúning, en að grípa til þess búnings, sem bæði er handhægur, af því að hanu liggur sífelt ofar lega í minni manns, og þykir líka fallegur? Báða þessa kosti hefir hið bundna mál til að bera, og því er sem er, að það verður mörgum manni tungutamt, — að bregða fyrir sig, ef hann kann eitthvað af því sem við á að nota í það og það skifti. Þegar svo er komið, þá er rímið, rímaða málið, farið að smeygja sér inn í hið óbundna mælta mál og móta það eftir sinum reglum, og það eru einmitt þessi áhrif rímsins á algengt óbundið mál, sem eru aðalefni orða minna hér í kvöld. Óbrotnustu og augljósustu áhrifin eru sem sagt þau, þegar höfð eru upp svo og svo mörg orð úr bundnu máli og menn nota þau orðrétt í daglegu tali, — „taka sér skáldsins orð í munn“, eins og það er kallað. Eins og áður er sagl, eru orðin nokkurn veginn laus og liðug í mæltu máli; það má alloft- ast færa þau ýmislega til aftur og fram fyrir hvort annað, og eins hafa skifti á þeim og öðrum orðumr sömu merkingar. En útaf þessu getur þó brugðið. Þegar einhver viss röð af orðum, eitthvert orðasam- band eða setning, sem einhver hefi]1 sett saman og aðrir tekið upp óbreytta, — þegar hún er búin að ganga lengi mann frá manni og mann fram af manni, þá er eins og orðin storkni saman í þessari vissu röðr svo að ekki er hægt að hagga þeim úr þessum stell- ingum. Allir kannast við þessi rígskorðuðu orðasam- bönd, og nota þau meira eða minna. Þau eru köll- uð ýmsum nöfnum: Málshættir, talshættir, orðskvið- ir og spakmæli, og eru til í öllum tungumálum. Sum- ar af þessum setningum hafa fengið þessa hefð og þenna óbreytanleik, af því að þær hafa verið svo vel og viturlega sagðar að efninu til, einkennilegar eða minnilegar, að þær hafa verið varðveittar eins og þær voru upphailega, og ekki þótt Idýða að breyta þeim, en þegar nánar er að gáð, eru þær margar — í íslenzku mikill meiri hluti þeirra — meira og minna rímað- ar, og þaðan kemur þeim fesfan í forminu. Sumir málshættir eru blátt áfram heilar og hálfar vísur und- ir ýmsum bragarháttum og um marga af þeim vila menn hvaðan þeir eru komnir. Heil syrpa er t. d. tekin úr Hávamálum: „Vesæll maðr ok illa skapi hlær at hvívetna“. „Afhvarf mikið er til ills vinar, þótt á brautu búir en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr of farinn“. Þessir vísuhelmingar eru báðir málshættir. „Halur er heima hver“. „Lítilla sanda, litilla sæva, lítil eru geð guma“. „Að kveldi skal dag Ieyfa“. „Svo er auður sem augabragð, hann er valtast- ur vina“. „Deyr fé, deyja frændur o. s. frv“. Og þótt menn vili ekki um upprunann, þá seg- ir þó rímið til sín. Eg skal leyfa mér að grípa uj>p nokkur dæmi af málsháttum, sem eru heil vísuorð. eða meira: „Margur heldur mann af sér, mátulega dyggvan'L „Allir fengu eitthvert pund, ójafnt þótt það væri“- Þetta eru 2 ferskeytluhelmingar. „Lengi skyldi góðan graut á gólfi hræra“. er fyrri partur af afhendingu. Sömul. þetta.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.