Birkibeinar - 01.07.1912, Síða 8

Birkibeinar - 01.07.1912, Síða 8
56 BIRKIBEIN AR synjað ráðahagsins. Tók hann þá til sinna ráða og nam hana hrott. Fór hann með hana i skóg þann er liggur við Dóm. Var þar þá engi bygð áður, en hann gerði sér borg eina rammbyggða við stein þann er nú heitir Gammasteinn. Bjuggu þau þar síðan. Fæddist þeim brátt sonur og unnu þau honum mik- ið. Eitt sinn fór riddarinn á veiðar sem hann var vanur. Fann hann þá mey eina tvævetra sofandi undir runni einum í skóginum. Hafði hann hana heim með sér og ólst hún þar upp hjá þeim að Gammasteini. Var jafnan ástúðlegt með þeim fóst- ursystkynum og mátti hvorugt af öðru sjá. Pin er aldur færðist yfir þau og þau náðu fullum þroska, þá feldu þati ástir saman. Voru þau saman öllum stund- um og þar kom, að mærin fann að hún var barns- hafandi. Féll henni það allþungt, en þó vonaði hún að elskhuga sínum mundi auðnast að fá samþykki foreldra sinna til þess að ganga að eiga fóstursystur sína. En þó dróst þetta úr hömlum, því að aldrei gaf gott færi. Maður er nefndur Brúni frá Hvassasteini. Var hann vinur og samherji Ottós riddari. Hafði spell- virki einn, Rekkur frá Rofasteini, rænt konu hans þungaðri fyrir átján árum. Og settist nú sá hinn sami öðru sinni að borg Brúna. Þá sendi Ottó son sinn vini sínum til hjálpar. Var hann fús til farar- innar, því að hann hafði aldrei farið í hernað fvr og hugði g tt til að vinna sér nokkuð til frægðar. En meðan hann var að heiman varð móðir hans þess vör að fósturdóttir hennar var þunguð. Var hún í engum efa um það, hver valdur væri að því, og sagði rnanni sínum frá, hversu komið var. Bað hún hann að lofa þeim að eigast og bæta svo yfir brot þeirra. En ekki var mærri því komandi. Var hann hinn reiðasti og fór með meyna svo sem hún væri kven- djöfull og hefði tæ]t son haus til lags við sig. Lét hann misþirma henni og fleygja henni niður í dýpsta kjallara borgarinnar. Þar varð hún léttari og ól með miklum kvölum sveinbarn. En fyrir þá sök að hún þóttist yfirgefin af guði og mönnum, sló hún sveinin- um við dýflizuvegginn svo að hann lét lífið Þá kom til hennar hvítklædd kona og mælti: „Mikil er óhamingja þín, en fyrir ævalöngu varð mér hið sama, að eg varð barni ínínu að bana. Lagði þá örlagadísin á mig að eg skyldi vera á hvíldarlausu reiki, uns svo færi sem nú er orðið. Hefir þú nú leyst mið af hólnii. Munt þú nú koma i minn stað og eigi Ieysast fyr en skírlíf kona, sem aldrei hefir fiogið neitt óhreint í hug, nefnir þig þrisvar með nafni um mið- næturskeið og þó óttalaust.“ Féll mærin þá til jarðar af ofurharmi og var örend. En um sama bil birtist svipur hennar riddaranum, fóstra henn- ar, og sagði honum að ætt hans mundi verða fyrir ósköpum. Tðraði hann þá harðneskju sinnar og skundaði hann nið- ur í dýflizuna, en fann hana þar örenda og slíkt hið sama nýfætt barn hennar. Lét hann gera útför þeirra virðulega. Nú er að segja frá syni hans. Hann fór sem ætlað var og Iagði til orustu við spellvirkjann og vann á honum ágætan sigur og tók hann höndum. Sagði þá Rekkur frá því, að hann hefði borið út dóttur kon- unnar er hann rænti frá Brúna á Hvassasteini. og var það mær sú, er Otto riddari hafði fundíð í skóg- inum og alið upp síðan. Varð hinn ungi maður þessu feginn, því að nú vissi hann að sér inundi eigi verða fyrirmunað að ganga að eiga unnustu sína, er það var vitað, hversu vel hún var ættuð. Hélt hann því næst heimleiðis fullur sigurgleði og góðra vona. En er hann sá heim til Gammasteins, sá hann að þar blakti sorgarfáni yfir borginni. Þótti honum það ills viti og hleypti inn í borgina, en þá kom þarlík- fylgdin í móti honum. Engi tök voru á því, að leyna hann hinu sanna. Formælti hann þá foreldrum sín- um og féll í ómegin, En er hann raknaði við, hafði hann nfist vitið. En alt fram á þenna dag reikar hin hamingju- lausa mær, er kvölda tekur, við Gammastein og ber dáið barnið á handlegg sér.

x

Birkibeinar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.