Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 3
BIRKIBEINAR 51 stöfu í hverju visuorði. Nú liggur aðaláherslan í ís- lensku ætið á fyrstu samstöfu í hverju orði, og auk ]íess heimtar meining málsins oft vissar áherslur. Ef þetta fellur nú ekki saman við áherslu þá, sem rím- ið krefur, ])á verða spjöll á, tökum t. d. ferskeytluna: „Að yrkja kvæði óláu bjó eftir ílestra sögu. Gaman er að geta hó gjört ferskeytta bögu.“ Rímið heimtar áherslu á 3. samstöfuna, „skeytt“ í „ferskeytta“, en það er öfugt við rétta áherslu orðsins. Þessara tveggja tegunda rims verður vart í skáld- skap flestallra þjóða 3. kemur rím fram í hendingum, sem kallaðar eru. Viss orð eða samstöfur í hverju vísuorði verða að ríma sem ka'dað er, við orð eða samstöfur í öðru visuorði á tilsvarandi stað. I vísunni, sem ég fór með áðan, rímar t. d. bjó við pó og sögu við bögu, og svo á að vera i ferskeytlu, 7. samst. í 1. og 3. v. o. og 5. og 6. samst. í 2. og 4. v. o. eiga að hafa sama hljóð. Þessar samhljóða samstöfur eru kallað- ar hendingar, — aðalhendingar ef hljóðstafurinn i þeim báðum er sá sami, eins og hér, en skothendingar, ef sinn hljóðstafur er í hverri, en sömu samhljóðendur á eftir, eins og t. d. vest á móti fœst. — Þessa kyns rím er og algengt í öðrum málum, einkum þeim sem skyldust eru íslenskunni. 4. eru stuðlar og höfuðstafir, sem kalla mætti einu nafni ljóðstafi. Algengasta reglan um þá er sú, að í stöku visuorðunum, 1., 3. o. s. frv., séu valdar 2 áherslusamstöfur á vissa staði, sem báðar byrja á sama staf, og heita þeir stuðlar, og svo byrji 1. sam- stafa í næsta visuorði líka á sama staf, höfuðstafnum. Þetta sést á ferskeytlunni þeirri áðan, þegar þess er gætt, að hér eru allir hljóðstafir metnir sem einn og sami stafur. Y í „yrkja“, ó í „ólán“ og e í „eftir“ eru Ijóð- stafir í fyrra vísuhelmingaum, en g-in þrjú í hinum síðara. Þessa tegund ríms erum vér Islendingar því sem næst einir um. Vér erum víst hagorðasta þjóð í heimi, það er að segja að vor á meðal kunna fleiri að kveða vísur, en i nokkru öðru landi, og það er ekki gott að segja, hvort vér viljum hafa örðugri rímreglur en aðr- ar þjóðir af því að vér erum það, eða vér erum það af því, að vér höfum þessar örðugu rímreglur. Það hefir sannast á þeim, sem búið hafa til rím- reglurnar og beitt þeim, sem latneska skáldið Hora- tíus segir: „Et prodésse volunt et delectare poetæ“. Það er útlagt: Skáldin vilja bæði gleðja og gagna. Það er list, eins og áður er á vikið, að binda mál í rimi, svo að vel fari, og allri list er svo háttað, að hún gleður mannsandann. Ég býst við því, að flest- ir af tilheyrendum mínum kannist við það, hvilík nautn er að heyra gott kvæði vel fram flutt. Þetta eitt væri auðvitað nægilegt til þess, að rímlistin ætti full- an rétt á sér. En hún gerir meira en að gleðja, hún gagnar lika. Því gagni lýsti Magnús prestur í Lauf- ási svo: „Kvæðin hafa þann kost með sér, þau kynnast betur og lærast ger; en málið laust af munni fer.“ Það er alkunna, að kvæði lærast fljótar og mun- ast betur, en sundurlaust mál, og gætir þess þeim mun meira, sem rímið er meira og strangara. Þetla er líka auðskilið. Ef menn kunna bragreglurnar, þá minna þær þá á sjálfkrafa. Það er t. d. ekki lítil hjálp, ef maður hefir gleymt 2. eða 4. vísuorði af ferskeytlu, að vita altaf á hvaða staf það á að byrja og á hvernig löguðu hljóði það á að enda; ég tala nú ekki um ef líka er hending inni í því miðju. Þótt maður sé búinn að steingleyma heilum visuhelm- ingi af sléttuböndum eða hagkveðlingakætti, þá má oft fikra fyrir sér með þvi að reyna ýms orð, sem rima við orðin í þeim helmingnum, sem maður man, þangað til vísan er komin, laukrétt. Þessa gagnsemi rímsins hafa menn séð og fært sór drjúgum í nyt, einkum fyr á öldum, meðan lítið eða ekkert var rit- að, og alt varð að leggja á minnið. Lög og ann- að, sem nauðsynlegt var að kunna, færðu fornmenn í rímaðar þulur, og sér þess víða merki. Ein af slík- um þulum eru griðamál Hafurs i Grettissögu. Að vísu erum vér nú hættir að ríma lögin, en ótalmargt hefir síðan verið bundið í ljóðum með því eina augn- amiði, að hjálpa mönnum til að muna það. I ótal vísum og þulum er talið upp ýmislegt, sem hvert barn þarf að læra og kunna, svo sem það, hve margir dagar eru i hverjum mánuði: „Ap., jún., sept., nóv. þrjátiger, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber, og frekar einn, þá hlaupár er.“ Ennfremur stafrófsröðin: „A, b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, k, 1, m, n, ó, einnig p, ætla’ eg q þar standi hjá. R, s, t, ú, v eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.