Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 5

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 5
BIRKIBEIN AR 53 „Eftir lifir mannorð mætt, þó að maðurinn deyi“. „Af máli má manninn þekkja" geta verið 2 v. o. úr fornyrðislagi. — „Elli fellir alla eikina þá bleiku“. 2 v. o. úr dróttkvæðu, og svo mætti lengi telja Eg skal ekki fara út í það hér, að giska á hve marg- ir af þessum og þvílíkum málsháttum heyra til hverj- um bragarhætti, þó komast sjálfsagt langflestir undir fornyrðislag og svo ferskeytluna. Ekki heldur hitt, hve margir og hverjir eru teknir beint úr kvæðutn — margir þeirra eru auðvitað brot úr kvæðum, sem annars eru löngu gleymd — eða rímaðir svona ein- stakir útaf fyrir sig, viljandi eða óviljandi, hverjir þýdd- ir úr öðrum málum, hversu gamlir þeir séu o. s. frv. Alt slíkt væru sérstök rannsóknarefni, og þau um- fangsmikil og merkileg, en skifta eigi svo miklu máli hér. Það sem hér skiftir mestu er það, að málshætt- ir eru rimaðir til þess að þeir munist eða munast af því að þeir eru rímaðir, eða hvorttveggja, og af því að þeir eru svo margir og mikið notaðir, hafa þeir áhrif á málið. En fyr er nú gilt en valið sé. Fyr mega nú málshættir vera rímaðir en þeir séu hreint og beint og visupartar. Stundum eru í þeim hend- ingar, en vantar stuðla og höfuðstafi, t. d. „Á allra lukku finna menn sína hrukku". Aftur eru aðrir, og þeir eru mýmargir, sem að- eins eru stafrímaðir, en ekki meira, t. d. „Að engu þykir skassinu skömm, nema að falda illa og fara vel“. Þetta kemur ekki heim við neinn bragarhátt, og engar hendingar eru í því, en allir finna ljóðstafma í orðunum „skass“ og „skömm“ og „falda“ og „fara“. Til þess að komast að einhverri, nokkurn veginn réttri niðurstöðu um það, hve mikil brögð væru að rími í islenzkum málsháttum, hefi eg farið yfir alla þá sem byrja á A i þeim söfnum, sem eg hefi haft und- ir höndum, meira vanst mér ekki tími tii, þeir voru einir útaf fyrir sig um 750. Og niðurstaðan varð sú, að ég varð var við rim i fullum 2/3 hlutum þeirra (nánar tiltekið í 517 á móti 241.) Þetta er nú að vísu svo í öllum málum, að fjöldinn allur af málshátt- um eru rímaðir, einmitt líka af því sem áður er sagt, að margir þeirra eru upphaflega úr kvæðum, en hvergi er það eins og i islenzkunni. Það væri fróðlegt, að benda á það, hvernig Grikkir og Rómverjar, sem þó ekki notuðu stafrím né hendingar i skáldskap sínum virðast eins og hafa haft rænu á því, að velja sam- an orð, sem byrja á sama staf, eða eru lík að hljóð- um til i rnálsháttum sínum, svo að það minnir all- mjög á Ijóðstafi hjá oss. Þannig t. d. „Fasces sunt falces“, sem er svipaðrar þýðingar og málshátturinn „Vandi fylgir vegsemd hverri“, eða „Major pars meliorem vicit þ. e. a. s. meirihlutinn bar af hinum betri. En ég vil ekki fara lengra út í þá sálma, þvi að þeir sem ekki skilja málin hafa þess ekki not. I þeim málum þar sem fleiri tegundir ríms tiðkast í kvæðum, ber auðvitað enn þá meira á því í málsháttum. Svo er t. d. um Þýzku og Dönsku, enda er Danskan ein af dætrum Norrænunnar og hefir erft allmikið af máls- háttum þaðan. En hún er fyrir löngu búin að týna Ijóðstöfunum úr kvæðum sínum, og hefir því ekkert eignast af stafrímuðum málsháttum langalengi, en á meðan höfum vér hlaðið þeim niður öld eflir öld, bæði heimaunnum og aðfengnum (þýddum), og erum enn að því. Eg skal nefna það til dæmis, að vísuorðin: „Ekki er holt að hafa ból hefðar uppi á jökultindi“, munu nú mega teljast vera orðin málsháttur. Ann- að sem ég heyrði nyrðra og vissi engar heimildir á, fékk eg að vita hvernig til var orðið þegar ég las á dögunum sögu Bólu-Hjálmars, sem nú er nýprentuð Þar eru sögð nokkur dæmi um orðheppni Hjálmars og er það eitt; að manni hafði orðið mismæli, sagt að einhver væri á leiðinni „upp“ til glötunarinnar; þá hlógu menn, en Hjálmar hljóp undir bagga með manninum og sagði: „Hærri er snaran, en höfuðið‘3 Rímað er þetta, þótt það sé ekki tekið upp úr kvæði og svo er um fleira. Málshættirnir eru sjálfstæðar setningar, sem hafð- ar eru yfir eins og tilvitnanir, og kemur það oft glögst fram, þegar menn bæta aftan við þá eða fram- an: „eins og þar stendur“, eða „sannast hið forn- kveðna“, en áhrif hins bundna máls á hið óbundna ná lengra og dýpra en það, að hið síðara vitni ein- ungis í hið fyrra, eins og gcrt er í rímuðum máls- háttum, og þess vegna hverf eg nú frá þeim. Ég hefi farið þar fljótt yfir sögu og aðeins tekið örfá dæmi, en það ætti að nægja, af því að rímið í þeim hlýtur að liggja öllum í augum uppi. Hitt krefur meiri athugunar, sem smærra er. Eins og menn vita eru svo mörg orð í málinu sem byrja á hverjum staf um sig í stafrófinu, flest- um þeirra, og svo mörg, sem eru lík að hljóðum, að ekkert sérstakt þarf undir að búa þótt tvö eða fleiri orð, sem þannig ríma saman lendi í nágrenni hvort við annað í einhverri setuingu. Þetta er svo algengt að menn taka oft ekki eftir ríminu. Meira að segja það er hægt að hafa yfir heilar bögur, án þess rímið

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.