Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 1

Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 1
leðilegt sumar! Það andar svo hlýtt yfir öldnr og láð! Lækirnir fossa, það leysir úr hlíðum, lifnar í brekkum, á grundunum víðum. Það andar svo hlýtt yfir öldur og láð! Frjóangi gægist af grundu glaður á vorsins stundu; hann gáir til veðurs: „Ó, vor! ó, sumar! Vaknið af dvala, sprund og gumar! Vaknaðu sóley, fífill og fjóla! Farðu nú, Þröstur, að syngja’ út um hóla! Það andar svo hlýtt yfir öldur og láð!“ Og vorgolan dátt stígur dans yfir sæ! Brotsjóir smækka og bálviðrin lægjast, brímgarðar lækka og straumrastir hægjast. Því vorgolan dátt stígur dans yfir sæ! Formaður lítur um ljóra — líst honum ei að slóra —, hann gáir til veðurs: „Ó, vor! ó, sumar! Vöknum af dvala hafsins gumar! Togum og keypum á haföldum háum! Hraustir ef erum, við þorskinum náum, Því vorgolan dátt stígur dans yfir sæ! Og sólin skín glatt yfir grund, yfir dal! Ljósgeislar kyssa — það lifnar við haginn, lautirnar brosa um vorlangan daginn. Því sólin skín glatt yfir grund, yfir dal! Búandinn litur um ljóra — líst honum ei að slóra —, hann gáir til veðurs: „Ó, vor! ó, sumar! Vöknum af dvala, sprund og gumar! Plægjum og sáum og handleikum herfi! Harðneskju-vetrarins drekkum nú erfi! Því sólin skín glatt yfir grund, yfir dal!“ Já, sumarið efli vorn drengskap og dáð! Plægjum og sáum og siglum og keypum! Sjálfseignargnoðum af stokkunum hleypum! Svo sumarið efli vorn drengskap og dáð! Fjallkonan talar frá tindi: „Takið til starfa’ í skyndi! Og græðið mín sárin, ó, synir, dætur! Samtaka þjóð ei bugast lætur! Myndið því fóstbræðra máttuga bandið, er megnað fær sérhvað. Ó, ktæðið landið!“ Já, gleðilegt sumar um lög og um láð! B. Þ. Gröndal.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.