Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 16

Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 16
48 BIRKIBEINAR inum (þ. að tala íslenzka tungu og halda fornum menn- ingarsiðum vorum). Gakk þú, skrælingi, um götur höfuðstaðarins og !hygg að auglýsingum á götuhornum. Þar af munt þú mega læra margan fróðleik. Þar sér þú concert en ekki skrælingjaorðið samsöng; þar sér þú sálu- hjálpar fest, en ekki hátíð; þar sér þú Ködudsalg en ekki kjötbúð. Og margt sér þú fleira. sem oflangt yrði að telja. En finnst þér eigi sem þú horfir móti upprennandi sólu, er þú kemur að þeim miklu upp- eldisstofnunum, er bio nefnast. Fyrst er þá nafnið Það er ekki skrælingjaþefur af því. Aðrar þjóðir nefna þetta biographtheater meðal annara nafna. Þetta er grískusletta dregin af orðinu ftóog (= líf) og ypcKpý (= [skrift], málverk) og ttécupov (= leikhús) |). e. kvikmyndaleikhús. Nú er það sjálfsögð hæverska fyrir oss, er tölum þó enn að mestu leyti íslenzku, sem er skrælingjamál í augum fyrnefndra velgjörðar- manna þjóðarinnar, að sýna það í framkvæmd, að vér þykjumst eigi enn til þess færir að beita svo löngum menningarorðum sem aðrar þjóðir1). Fyrir því tök- um vér aðeins fyrsta hluta orðsins og köllum bio. Og menn fara á bio (þ. e. lífið). En auk þessa fagra nafns, munt þú sjá þar auglýsingar á einu menningarmálinu, dönsku, sem á fá orð óskæld frá því, sem áður var, er sú þjóð var svo raunalega stödd, að hún talaði sama mál sem vér. Þar sér þú muninn. Og miklir gæfumenn eru þeir; sem nú eru að al- ast upp! Því að nú koma á hverju ári danskir lista- menn til þess að vekja eftirtekt þeirra á öllum þess- um menningarlindum og sérstaklega kenna þeim að fara á bíó. Þvi að listamennirnir haf hér talandi bíó; (sbr. Aladdin og Oliver Tvist, er þeir sýndu hér). Eða að hugsa sér þá hamingju að geta komið aurum sínum á réttan stað og þurfa eigi að láta þá renna til islenzkra leikanda. Hver veit nema Eyjólfur hressist, ef þessu fer fram- Egomet. Athuglð auglýsinguna um islenzka fánann. i) Höfum vér þar stórþjóðina Dani til fyrirmyndar, sem tiafa gert bil úr autamobil. Gjalddagi Birkibeina er í júlí ár hvert. Réttarstaða íslands. Hin síðari ár hefir mest borið á dönskum mála- flækjumanni, er ritað hefir um réttindi íslands, eða réttleysi. Er það næsta undarlegt, hversu mikið hefir verið um hann rætt hér á landi. Þvi að hans nafn er á hvers mans vörum, en fáir sem engir nefna þá Lundborg og Gjelsvik, er telja oss eiga fullan rétt til sjálfstæðis og fullveldis. Eða á Knud Berlin alla sína frægð bér á landi samverkamanni sínum að þakka, Valtý í Eimreiðinni? Víst er um það að Valtýr féll í stafi og kallaði upp yfir sig: hér verður eigi í móti mælt. Nú kann þó sú breyting að verða á þessu, að minst verði á nafn Einars Árnasonar i þessu máli; því að alla dagana má vænta þess, að Knytlingar láti hann sæta ónáð sinni og atyrðum fyrir þá dul, sem hann ætlar sér, að knésetja þá alla og rekja „Knútinn“ allan upp. Einar hefir nú fyrir nokkru lokið við allmikið rit um réttarstöðu íslands. Fekk hann fyrir verðlaun úr sjóði Jóns Sigurðssonar. Er nú bókin fullprent- uð og kemur út með þjóðvinafélagsbókunum. Þetta er efalaust þarfasta og bezta bókin, sem út hefir komið á þessari öld og þótt lengra væri leit- að. Ef almenningur les hana og Ríkisréttindi Islands þá er auðgert fyrir hann að verjast munnskálpum Knytlinga og knytlingabræðra, sem telja oss réttlausa. Ein hin sjálfsagðasta fjárveiting á þingi verður sú, að leggja fram nægt fé til þess að bókin geti kom- ið út á þýzku. Alt í grænum sjó heitir gamanleikur, er stúdentar sýndu í Reykja- vík. Var þar hin bezta skemtun, því að gamanið var græzkulaust. En það slys vildi til að Einar Hjör- leífsson lét bæjarfógeta banna að leika áfram, af því að hann þóttist verða hart úti. Ætla rná að þetta hefði eigi komið fyrir, ef hann hefði sjálfur séð leik- inn. Blaðadeila allmikil er orðin úr þessu máli, og fyrirlestrar tveir hafa verið haldnir um það, er hvor- tveggja mun verða gefinn út. Verður þá tækifæri til að geta nánar aðalatriða. Stefnan í leiknum var að henda gaman að „bræð- inginum“ og „grútinum“ og þeim mönnum, sem orð- ið hafa tví- og þrísaga í frelsismáli þjóðarinnar á árs- fresti. Og sæmir það vel ungum námsmönnum að lemja þá menn svipuólum háðsins, sem bregðast hug- sjónum sínum og annara. Einkum í slíku máli. Félagsprentsmiðjan.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.