Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 10

Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 10
42 BIRKIBEINAR Josef Calasanz Poestion. Fáum mðnnum á Island jafnmikið að þakka sem Poestion. Bann varð fyrstur þýzkra manna til þess að vekja eftirtekt mentaðra þjóða á nýjum bók- mentum vorum, Það er alkunna, að menn hafa lengi dáðst að fornritum vorum og dáðst að íslenzk- um rithöfundum á blómaöld landsins. En yfir við- leitni vorri á síðustu öld, yfir hinum nýja árroða yfir íslenzkum bókmentum hvíldi þung fyrirlitningar þögn. En þá hóf Poestion sitt mikla starf í þarfir Islands. Og síðan hefir hver ágætismaðurinn á fæt- ur öðrum farið að hans dæmi svo víða sem þýzk tunga drotnar. Teljast þeir nú í tugum og hafa ný- JOSEF CALASANZ POESTION. 7. JÚKÍ 1858-7. JÚNl 1918. Iega gert með sér félag („íslandsvinafélagið“). Það má segja um Poestion að sá veldur miklu, sem upp- hafinu veldur. En hann hefir ekki heldur gert það endasleppt. Því að engan einn mann vitum vér hafa ritað svo mikið og svo framúrskarandi vel um bók- mentir vorar sem hann. Hann hefir þýtt úr íslenzku: sögu Friðþjófs ens frækna; frásögnina um Tyrfing, sverð Angatýs; ís- lenzkar þjóðsögur; pilt og stúlku og auk þessa sæg af íslenzkum kvæðum. Eru þýðingarnar allar mjög vandaðar. Einkum er það lofsvert, hve vel hann nær kvæðunum. Þetta eitt er mikið verk og hefir vakið mikla eftirtekt á andarstarfi íslendinga, en þó er miklu meira um vert, hversu ágætlega vísindabæk- ur hans eru samdar, þær er fjalla um íslenzk fræði. Þar undir tel'eg kennslubók hans í forníslenzku, mál- fræði og lestrarbók með orðasafni; l’assonance dans Ia poesie norraine, um ljóðstafi í íslenzkum skáldskap; ísland og íbúar þess; og enn hinar ágætu bækur um nýjar bókmentír vorar: Islandische Dichter der Neuzeit (íslensk skáld nýrra tíma); Eislandblúten (Islandsblóm, kvæðasafn með fróðlegum inngangi um menning og bókmentir); Zur Geschichte des is- lándischen Dramas und Theaterwesens (saga íslenzks leikritaskáldskapar og leiklistar); Steingrímur Thor- steinsson, íslenzkt skáld og menningarfrömuður. Þess- ar síðasttöldu bækur eru hver annari ágætari, og bera allar vott um óþreytandi elju höf., þar sem hann hefir orðið að fá mikinn hluta heimildanna með bréflegum fyrirspurnum til ótal manna á íslandi, og um frábæra glöggvi, að vinna svo glögg og áreið- anleg verk úr svo varhugaverðu verkefni, þar sem bera þarf saman svör og sögusagnir svo margra manna; og þær bera og vott um að hann hefir meira vald yfir þessu efni en nokkur annar lifandi maður. Höfuðverkið er skáldatalið (Islándische Dichter). Ber það (og eins leiksagan) auk þess, sem fyr var talið, vott um sjaldgæflega mikla vísindanákvæmni. Fæ eg eigi betur séð en að rétt sé um þessa bók dæmt í þýzku blaði, er segir um hana eftir dómhörð- um séfræðingum, að hún sé „feiknamikið afreksverk, sem seint muni fyrnast.“ Bók þessi er hin eina bókmentasaga íslands á síðari tímum, og munu vafa- laust líða ennþá tugir ára, áður önnur komi jafngóð, Enda verður hún uppsprettulind hverjum þeim, er við þetta efni fást. Poestion hefir rutt þeim braut með þessu verki og hefir með því hlaðið sjálfum sér lofköst þann, er lengi stendr óbrotgjarn í bragar túni. Nú verður Poestion sextugur 7. juní næstkom- andi. Er því nú tækifæri fyrir íslendinga að sýna honum að þeir meti nokkurs ágætt slarf hans. Og víst mundi það gleðja hann, þótt liann hafi eigi ætlað sér það til auðs né upphefðar1). „Rás við- burðanna“, eða ofbeldi öðru nafni, ræður því, að íslenzka ríkið getur engum manni sóma sýnt. En fyrir því höfum vér aðra vegi til þess að sýna mönnum að vér kunnum þeim þakkir. *) Til skýringar má þess geta, að hann varð að kosta 1000 kr. til rits síns um Stgr., í stað þess að t'á ritlaun. Og svo er um fleira.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.