Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 15
birkibeinar
47
Samgöngur.
Síðan er eg ritaði um það mál hefir ýmislegt
breyttst.Menn hafa stofnað íslenzkt eimskipafélag og
byrjað að safna hlutum og hefir gengið allvel. Is-
lendingar vestan hafs liafa tekið vel i málið og sett
nefnd til þess að semja við nefndina hér heima.
Þeír menn verða hér á ferð í þessum mánuði.
Auslan hafs hefir og orðið sá hlutur, er breytt
getur þessu máli. Eimskipafélag íslands ætlaði sér
að sigla til Kaupmannahafnar, vegna þess að vér
sætum nú afarkostum, er vér þurfum að flytja að
oss þýzkar vörur. Nú hefir Björgvinjarfélagið bætt
úr þessu. Það flytur nú með góðum kjörum, 5 króna
álagi á smálest, vörur frá Hamborg, Hollandi, Aust-
ur-Englandi, Rússlandi hingað til landsins. Er hér
dæmi, hver munur er á þessum kjörum og þeim, er
vér verðum að sæta hjá því „sameinaða“. Landsím-
inn þarf að flytja hingað einangrara, spyr félögin,
hvað flutningur kosti og fær svar; sameinaða heimt-
ar 64 kr. fyrir smálest, Thore 52 kr. en Björgvinjar-
félagið 31 kr.
Bæði er nú að sjálísagt er fyrir hvern mann að flytja
allar vörur sínar frá Þýzkalandi þessa leið, og að þetta
sparar íslenzka félagínu ferðir austur undir Rússland.
Gæti það nú látið sér nægja að fara til Liverpool
beina leið og fara þeim mun oftar. Má og gera ráð
fyrir að sú verði niðurstaðan á stofnfundi í vor.
En hvað sem öðru líður, verðum vér að eignast
skipin.
Skipalaust eyland er ánauðugt land.
Bækur.
Páll Þorkelsson: Samtalsbók (Guide islandais-framjais) 8 blbr,
XVI + 251 bls. Rvík 1913.
Páll Þorkelsson er þjóðhagi á gull og silfur;
hann talar létt og rétt tungur helztu menningarþjóð-
anna og auk þeirra dönsku; hann er hinn mesti
áhugamaður um marga hluti, en þó einkum frakk-
neskar bókmentir og tungu. Siðan þjóðhátíðarárið
1874 eða þar um bil héfir hann safnað af kappi til
íslenzk-franskrar og fransk-íslenzkrar orðabókar og
vinnur að því enn. Auk þessa gaf hann út í Kaup-
mannahöfn samtalsbók (guide) 1893. Þessa bók gef-
ur hann nú út aftur mikið aukna og endurbælta.,
Hefir þetta verið hið mesta yfirleguverk, því að f
samtalsbókinni er orðasafn yfir helztu hluti og hug-
myndir, sem fyrir koma í daglegu tali. Þar eru með-
al annars „nokkrar spurningar til að leggja fyrir skip-
brotsmenn" á frönsku og ensku. Enn er allmikill
kafli um framburð á frönsku og íslenzku og ýmsir
höfuðkaflar úr orðmynda og beygingarfræði þeirra
mála. — Höfundi væri þá að nokkru goldin fyrir-
höfn og kostnaður ef menn vildi nota þetta hand-
hæga kver til þess að létta sér viðskifli við Frakka
ef þeir þurfa við þá að eiga, eða ef menn ferðast til
Frakklands.
Nœstu liarðindin eftir Guðmund Björnsson,
8 bl.br. 61 bls. Rvik 1913.
Þetta er fróðleg, vel rituð og mjög þörf hug-
vekja til landsmanna, að standa eigi berskjaldaðir
fyrir, þegar „landsins forni fjandi“ kemur næst og
bannar alla flutninga með ströndum fram. Þeir menn
munu skilja þetta kver ljóslega, sem konmir voru úr
barnæsku 1882. — Guðnmndur vitnar og til Torfa i
Ólafsdal, sem hefir ritað af miklum áhuga og langri
reynzlu um sama mál í 4. hefti Búnaðarritsins 1912
og víðar. Vafalaust verður þessu máli hreyft á þing-
inu, sem í hönd fer, því að fulla nauðsyn ber til
þess, er harðinda verður því meiri von sem góðæri
helzt lengur. Hver búandi maður ætti að lesa þessi
rit þeirra Torfa og Guðmundar með athygli og sýna
í verki að hann hafi skilið nauðsyn sína og landsins^
Hver veitj nema
Eyjólfur hressist.
Framar í þessu hefti Bb. er fyrirlestur um enda-
skifti á mannanöfnum. Er þar getið að nokkru
þeirrar hugarstefnu, er telur það skrælingjahátt, að
vér höldum óbrjáluðum íslenzkum nöfnum. Þykir
þeim frami í því, að gleypa nú forna latneska siði
með þeim hætti og svo lagaða sem þeir bárust hing-
að í lok einokunartímans, þá er þjóðverjar höfðu melt
þá fyrst og búið þá Dönum til neyzlu, en Danir meltu
á ný, til þess að þeir yrði oss ætilegir. Þar var þes^
og getið að bæjarstjórnin hefði risið öndverð við
„menningarstarfi(!)“ þessara manna. En margt vill
verða þeim til bjargar, og er því eigi að vita, nema
Eyjólfr hressist.
Hér verður fæst af því talið, en nokkurs verður
þó að geta, svo að menn viti, hverjir nú vinna að
því göfuga verki að frelsa oss undan skrælingjamark-