Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 14
194
BREIÐABLIK.
þig að sjá um fyrir mig, og mig lang-ar
til að tala um það við þigf meðan eg hefi
vald á hugsan minni. Eg hefi enga
bókfærslu haft eins og- þú veizt,því minn-
ið var gott; það verður enginn peninga-
rekstur að mér látnum og engum skuld-
um eftir að kalla.
,,En fólkið í Drumtochty er ráðvantog
verður að troða að þér peningum og mig
langar til að segja þér vilja minn. Ef
fátæk kona á hlut að máli, segðu henni
að hafa þá, og kaupa sér herðaklut fyrir
peningana,og getur þá verið,að hún hugsi
til gamla læknisins sem snöggvast. Ef
megandi maður á í hlut, getur þú tekið
við helming þess, er hann býður, því
Drumtochty-menn hafa skömm á harð-
drægum viðskiftum, þegar svo er ástatt;
og þurfi einhver læknis-hjálpar, en hafi
ekkert að borga, sjáðu þá um,að hann sé
ekki látinn deyja hjálparlaus, þegar eg er
kominn burt. “
,,Engin hætta á því, Vilhjálmur, með-
an eg er á lífi. En hvað verður úr okkur,
þegar þú ert ekki að rétta hjálparhönd á
neyðartímum ? Hætt við,að okkur gangi
illa við einhvern ókunnugan, sem eigi
þekkir einn frá öðrum.“
,,Það er fyrir beztu, Pétur, og þið skilj-
ið það öll innan skamms. Eg hefi vel
vitað, að dagar mínír voru taldir, og að
þið ættið að fá yngri mann. Eg reyndi
að kynna mér nýjar læknisaðferðir eins
vel og eg gat, en hafði lítinn tíma til að
lesa og alls engan til langferða. Eg er
síðasti maður gamla skólans og eg veit
eins vel og nokkur, að eg var eigi eins
lipur og hæverskur og læknar í borgum.
Þið gjörðuð ykkur að góðu, hvernig eg
var, og enginn bar mér nokkuru sinni á
brýn,að eg væri kotungmenni. Nei, nei,
þið hafið verið mér skelfing góð og um-
burðarlynd öll þessi ár. “
,,Vilhjálmur, ef þú heldur þessu bulli
áfram“, tók Drumsheugh fram í, hásum
rómi, ,,fer eg út úr húsinu; eg þoli það
ekki. “
,,Það er sannleikur, Pétur, en við verð-
um að halda áfram, því mér er óðum að
hnigna. Gefðu henni Janet þá húsmuni,
sem hún þarf í húsið sitt,og seldu alt ann-
að til að borga fyrir líkkistu og greftran.
Ef að nýi læknirinn verður ungur maður
og ekki sérlega ríkur, getur þú látið hon-
um eftir bækurnar og verkfærin; það yrði
ætíð ofurlítil hjálp. En eg vil ekki
láta selja Mósu, því hún hefir þjónað mér
trúlega og dugað mér vel. það eru einn
eða tveir seðlar í skúffunni, og ef þá
þekkir einhvern, sem vildi lofa henni að
kroppa og standa í fjósi þangað til hún
kemur á eftir húsbónda sínum------”
,,Nú reiðist eg, Vilhjálmur,” hreytti
Drumsheugh út úr sér; ,,Það er reglu-
lega illa gjört af þér að tala svona — við
mig. Hvert myndi Mósa fara nema til
Drumsheugh ? Hana brestur hvorki haga
né jötu á meðan hún tórir; dalbúum myndi
undarlegt þ}'kja að sjá annan niann koma
Mósu á bak, enda skal enginn snerta
gðmlu hryssuna. “
,,Taktu mér það ekki illa upp, Pétur,
því eg átti von á þessu; en þú veizt, að
við erum ekki sérlega hraðmæltir og
segjum ekki alt, sem í hjarta býr. “ Jæja,
þetta er alt, sem hvílir mér á hjarta; alt
annað fel eg þér. Eg hefi hvorki börn né
buru til að smevgja mér niður. En ef
Tómas Mitchell eða Saunders standa
nærri og er ekki móti skapi að taka í
taug, meinaðu þeim það ekki, Pétur.
Þeir eru báðir menn, sem harka vel af sér
og eru fámæltir, en Tómas hefir göfugt
hjarta, og lakari menn ertt í dalnum en
Saunders.
,,Það er að síga á mig höfgi og eg efast
um að geta fylgst með bráðum; vildir þú
lesa ofur lítið fyrir mig,áður eghnígídvala.
Þú finnur biblíu móður minnar ádragkist-
unni, en þú verður að koma nær rúminu,
því nú heyri eg hvorki né sé eins vel og
þegar þú komst.“
Drumsheugh setti upp gleraugun og
leitaði eftir huggunargrein, en ljósbirtan