Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 6
BREIÐABLIK
186
deildunum við almennu mentaskólana eru
ekki færri en 552, alls 1053; er það 92
fleira en í fyrra.
Þegar athöfninni sjálfri er lokið, er ár
hvert fengánn til þess einhver ágætur
ræðuskörungur og oftast ágætur skóla-
maður um leið, að flytja ræðu við þetta
hátíðlega tækifæri. Eru þeir oft til þess
kvaddir langar leiðir að. I þetta sinn var
til þess fenginn Canon Cody frá Toronto,
maður sérlega málsnjall og fróður og
fyrirtaks kennari. Ræða sú, sem hann
flutti, kom flestum saman um, að hefði
verið sú bezta, er hér hefir heyrzt við
sama tækfæri, enda var hún hverjum
manni mikils virði, sem heyrði og hug-
leiddi.
,,Það er munur, óskaplegur munur,
milli þess, sem rétt er,og þess, sem rangt
er. Þegar til langframa Iætur, er rétt-
lætið máttugt, en ranglætið aflvana.
Gáfur eru ekkert í samanburði við göfugt
lunderni. Göfugt lundarfar er uppspretta
allrar atorku. Þér haldið út í heiminn
eins og þjónar ríkisins, þjónar meðborg-
aranna, þjónar þess tíma og þeirrar kyn-
slóðar, er þér heyrið til. Dýrlegasta
nafnbótin er sú, sem Gregorius VII. tók
sér : Servus servorum Dei — þjónn
þjónanna drottins. “
Hvar sem vér vorum með innlendum
mönnum þenna dag var viðkvæðið sama:
j ,,Enginn hefir jafn-mikla ástæðu til að
þykjast af þjóð sinni og þér!“ Síðast
var það margendurtekið af dr. Sparling í
samkvæmi í húsi hans, þegar athöfnin
í leikhúsinu var um garð gengin. Svo
mikla eftirtekt hafði það vakið, hve vel
íslendingar Ieystu prófin af hendi. Hvar-
vetna höfðu þeir hlotið verðlaun eða
heiðurspening. Engum dylst hér lengur,
hvílíkum námshæfileikum þeir erugæddir.
Undir niðri má samt við því búast, að
dómar sé nokkuð misjafnir. Einn nem-
endanna heyrði í leikhúsinu mælt af ein-
hverjum að baki sér: ,,Þessir íslending-
ar eru á undan við prófin; en úr því heyr-
ir enginn þeirra að nokkuru getið. “
Fremur er það óvingjarnlega mælt Og
líkt því hugarfari, sem innlendum mönn-
um er of gjarnt að bera í brjósti gagnvart
útlendingum.
Tíminn, síðan Islendingar tóku að út-
skrifast frá skólum hér, er naumast svo
langur, að til þess verði ætlast, að þeir
fáu hafi enn unnið mikil afreksverk. Verð-
laun fyrir ágæta frammistöðu í lífinu
hljóta fæstir fyrr en eftir margra ára
þrautseiga þjónustu. Islendingum er líka
naumast jafn-sýnt um og öðrum að þeyta
lúður fyrir sjálfum sér og trana sér hvar-
vetna fram. En samvizkusamlega gegna
þeir vanalega skyldustörfum sínum og
eru þar naumast eftirbátar annarra.
í trúnaðarstöðum lífsins eru þeir sjald-
an mestir afburðamenn, sem mest láta
yfir sér. Skyldurækni og yfirlætisleysi
eru fegurstu dygðir í fari hvers manns.
Og það er von vor, að af þeim komi jafn-
mikið fratnífari skólagenginna Islendinga
hér vestan hafs og innlendra keppinauta
þeirra.
En þegar vér sátum þarna í leikhúsinu
og virtum fyrir oss alla þessa viðhöfn og
alla þá almennu hluttöku, sem þarna var
sýnd, hvernig kepst var við af háum og
lágum að gjöra daginn að sönnum heið-
ursdegi hinna ungu námsmanna og gjöra
sóma þeirra sem mestan, um leið og
háleitustu hugsjónir mannlífsins voru
brýndar fyrir þeim, gátum vér eigi var-
ist, að láta annan dag renna oss í hug, er
vér vorum staddir við álíka athöfn í
latínuskólanum í Reykjavík og vorum
sjónarvottar að þeim kulda og því hlut-
tökuleysi, sem þar átti sér stað. Það var
eins og sú athöfn kæmi helzt engum við
og væri eigi álitin eftirtektaverð að neinu
leyti.
Ósjálfrátt kom fram í huga vorn mynd-
in af vakandi þjóð og sofandi þjóð. Og
oss langaði til að hylja ósjónu vora og
fara í felur.