Breiðablik - 01.05.1907, Qupperneq 16
196
BREIÐABLIK.
þaö er einhvers staðar hérna fram undan
eða aftur undan..“
„Stöðug, greyið, stöðug; far þú nú
ekki á kaf; við erum í snjófönn, en þú
mátt ekki sökkva ; komstu nú á fætur —
þarna ert þú á veginum aftur.
,,Nú, það er niðdimm nótt og ill er hún
við okkur bæði,en vesalings konan myndi
deyja, ef við berjumst ekki áfram. Svona
er það; eg veit vel, hvað eg er að segja.“
Við verðum að yfirgefa veginn og fara
út á mýrina. Sandie getur ekki yfirgefið
konuna til að koma til móts við okkur.
Gá þú að þér, greyið, og far þú ekki
ofan í gjóturnar.
,,Þarna er húsið, svart í snjónum.
Sandie,— maður,þú gjörir okkur hrædd.
Eg sá þig ekki bak við vallargarðinn.
Hvernig líður konunni ?“
Eftir dálitla stund tók harn aftur til
máls :
,,Þú ert nærri uppgefin, Mósa, og
sjálfur er eg það líka ; við erum bæði að
verða gömul og næturferðirnar eiga ekki
vel við okkur.
,,Við komumst nú bráðum heim ; þetta
er svarti skógurinn og það er ekki langt
þaðan. Við förum nú bráðum í bólið,
Mósa.
,,Þarna er ljósið í eldhúsglugganum ;
Það er ekki að furða,þó þú hneggir. Það
hefir ver.ið ljóta ferðin ; eg er uppgefinn,
greyið,eg er kominn í dauðann, “og rödd-
inn smá-dó út.
Drumsheugh hélt hönd vinar síns, sem
smá-þrýsti hans; og meðan hann hafði
ekki augun af honum, kom breyting yfir
andlitið á koddanum hjá honum. Þreytu-
drögin hurfu, eins og guð hefði strokið
hendi sinni yfir,og friðurinn varð meiri
og meiri kring um lokuð augun.
Læknirinn hefir gleymt striti seinni ára
og er liorfinn aftur til drengjaáranna.
Drottinn er minn hirðir;
mig' mun ekkert bresta.
hafði hann fyrir munni sér, þangað til
hann kom að síðasta versinu, þá nam
hann staðar.
Gæskan og* líknin líf mitt alt
mig leiðir, hvert eitt skref,
,,Mig leiðir —og — og — og— hvað
lcemur svo. Mamma sagði eg ætti að
vera búinn með það, þegar hún kæmi
heim. Eg kem áður en þú ferð að hátta,
Villi, en þú fær engan koss, nema þú
verðir búinn með sálminn.
,,I húsi g’uðs — um eilíf ár, — eg —
hvernig er þetta ? Eg get ekki munað
næsta orðið. Eg, eg, —
,,Það er of dimt að lesa og mamma
kemur bráðum.“
Drumsheugh, sem nú var í öngum
sínum, hvíslaði honum í eyra:
,,Eg athvarf— Vilhjálmur“
,,Svona er það,svona er það alt. Hver
sagði það?
,,I húsi guðs um eilíf ár
cg athvarf stöðugt hef.
,,Nú er eg búinn og nú fæ eg kossinn,
þegar mamma kemur; egvildihún kæmi,
því eg er þreyttur og nn’g langar til að
sofa.
,,Þarna er fótatakið hennar, — og hún
heldur á ljósi í hendi sér; eg sé það gegn
um hurðina. Mamma, eg vissi, að þú
myndir ekki gleyma drengnum þínum,
því þú lofaðir að koma, og eg er búinn
með sálminn minn.
,,I húsi g'iiðs um eilíf ár
eg athvarf stöðugt hef.
,,Kystu mig, mamma, því eg hefi verið
að bíða eftir þér og bráðum er eg sofn-
aður. “
Gráleit dagsskíman gægðist inn til
Drumsheugh, sem enn þá sat og hélt í
kalda hönd vinar síns. Hann blíndi á
arininn; eldurinn hafði dáið út og skilið
eftir hvíta ösku. En friðurinn á ásjónu
læknisins var friður þess, sem genginn er
til hvíldar frá loknu dagsverki.
BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri
menning. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259
Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Olafur S
Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs-
ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone
4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. —
Borgist fyrirfram.
Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar