Breiðablik - 01.08.1909, Page 4
36
BREIÐABLIK
hann í faðm. Hans verk vill hann
vinna, að heimboði hans vill hann
sitja. Þetta velur hann hiklaust.
Hinu hafnar hann.
En nú kemur kirkjufélagið til
hans og segir: Hvað gjörir þú
maður? Þú hafnar og velur í ritn-
ingunni. Slíkt er óhæfa. Þar er
alt jafnt frá guði. Alt orð, talað
af vörum sjálfs hans. Skyldir þú,
ormurinn, hafna nokkuru, sem
hann hefir talað ? Það er hugar-
burður einn og hégilja, að það
gjöri þig sjúkan. Láttu þér verða
jafn-gott af því öllu.
Hverju fær hann þá öðru svarað
en þessu: Reynslan er ólygnust.
Eg trúi henni,en ekki þér. Og fái
eg ekki að verða þér óáreittur
samferða fyrir þessa sök, bið eg
þig að fara þína leið, og eg fer
mína.
Þá breytir kirkjufélagið um róm
og segir: Vertu ekki svona fljótur,
heillin, þú mátt gjöra það í laumi.
Við gerum það allir í laumi. En
þú mátt ekki láta það komast upp,
ekki segja nokkurum manni frá
því, að þú sért að velja og hafna,
því við viljum um fram alt vera
rétt-trúað kirkjufélag. En þér er
velkomið að gjöra það í laumi.
Upp á þá skilmála skulum við
verða samferða !
Á að ganga að þeim boðum ?
Getur þú fengið þig til þess fyrir
þig og barnið þitt? Það var blót-
að í laumi í fyrstu kristni á íslandi
og þótti ekki göfugt. Þegar þú
værir að rækja helgustu þörf sálar
þinnar, værir þú að blóta; þegar
þú værir að velja og hafna til
eilífs lífs fyrir þig og barnið þitt,
skyldi sú athöfn ekki eiga meiri
rétt á sér en það að bera út nýfædd
börn og eta hrossaslátur átti íforn-
öld ?
Er hér eigi skörin komin upp í
bekkinn, að því er óeinlægan
kristindóm snertir?
Að slíkum boðum fær enginn
maður gengið með nokkura virð-
ingu fyrir sjálfum sér. , Heiðvirð-
ur maður álítur slíkt langt fyrir
neðan sig í borgaralegum efnum.
í andlegum efnum er það sálar-
háski.
Öllum þeim, sem hafa fyrir-
dæmdu skoðanirnar og réttlausu
og standa vilja við þær, er því
nauðugur einn kostur: Sá að
fylgja dæmi safnaðanna, sem þeg-
ar eru gengnir út.
Það kann að hafa einhver óþæg-
indi í för með sér. En það væri
þá engin dygð að standa viðsann-
færingu sína, ef engin óþægindi
væri samfara. Öll slík óþægindi
snúast ávalt í margfaldan ávinn-
ing.
Þar sem hingað til hefir verið
gengið út, hafa menn verið nokk-
urn veginn sammála. Á einum
stað tókst prestinum að kljúfa brot
út úr söfnuðinum eftirað hann var
genginn út, ekki vegna skoðan-
anna, því það getur engum sálu-
hjálparatriði verið að standa í
kirkjufélaginu, heldur með því að
vekja meðaumkvan og brjóstgæði