Breiðablik - 01.08.1909, Síða 5
BREIÐABLIK
37
vina sinna, —hjartagóðra manna,
sem ekki vildu, að presturinn
þeirra færi að bera vonarvöl.
Á öðrum stöðum eru menn
meira tvískiftir. Sjálfsagt eru í
öllum söfnuðum einhverir, er þeim
skoðunum fylgja, er fyrirdæmdar
voru á kirkjuþingi. Sums staðar
kunna þeir að vera í minnahluta.
Þar má telja víst, að einstakling-
arnir allir, sem standa vilja við
skoðan sína og eigi vera svo lítil-
þægir að blóta í laumi, segi sig
úr söfnuði, til að mótmæla eins
sterklega og þeim er unt því
hafti, sem lagt hefir verið á sam-
vizkufrelsi þeirra. Ekki skyldi
þeir taka sér nærri, þó þeir
með því misti tilkall til eigna
safnaðarins. Slíkir smámunir
ætti hvergi að vera þrösk-
uldur í vegi. Þegar svona er
ástatt, þjónar sá guði bezt, sem
hiklaust stendur við sannfæringu
sína, þótt hann að einhverju leyti
leggi út í óvissu.
En koma má í veg fyrir, að
söfnuðirnir klofni, svo framarlega
þeir, er tylgja meirahluta á kirkju-
þingi að málum meti samheldi
safnaðanna og framhald kristilegr-
ar starfsemi á hverjum stað meir
enn kirkjufélagið og fylgi bræðr-
um sínum og systrum, sem reknir
hafa verið út úr kirkjufélaginu,
þangað til það bætir ráð sitt.
Þeir, sem reknir hafa verið,eiga
ekki á neinu völ. Því um það að
falla frá skoðunum sínum talar
enginn. Þeim er nauðugur sá
kostur að fara, eins og stendur.
Hinir eiga á tvennu völ : Að
vera kyrrir í kirkjufélaginu og
missa svo og svo mikinn hóp úr
söfnuði, sem víða myndi lama eða
gjöra að engu starfsemi safnaðar-
ins í framtíðinni. Eða fylgja
þeim, sem reknir hafa verið út úr
kirkjufélaginu og halda safnaðar-
starfseminni bróðurlega áfram eins
eftir sem áður og er það auðvitað
réttast. Þann kost munu söfn-
uðirnir taka, hvar sem þeir fá að
ráða sér sjálfir.
En víðar eru ráðríkir prestar,
en á Frakklandi, sem náð hafa
tökum og neyta þeirra óspart, en
fátt um leiðtoga á móti, svo safn-
aðarviljinn er læstur læðingi, er
hann fær eigi af sér slitið. Þá
er fríkirkjuhugmyndin illa komin
í kút.
Vandamál mikið er hér á ferð-
um og sársauki töluverður fylgir.
Hér er um veglegasta félagsskap
að tefla, sem upp hefir risið með
Vestur-íslendingum. Það er sárt
að verða að gjöra sér í hugarlund
að svo geti farið, að hann sé nú í
þann veg að gliðna sundur, og
fara í mola. Fari það svo, verð-
urþað eðlilegafleiðingþess,hvern-
ig sá félagsskapur hefir farið að
ráði sínu.
Hvað reið á yfirlysing þeirri,
semgerðvar? Hverju góðu gat
hún til leiðar komið ?
Engu,— engu nema illu, eins
og augljóst er orðið. Uppskeran
er nú smám saman að koma í ljós.
Og hún fer ávalt eftir sáningunni.