Breiðablik - 01.08.1909, Page 6
38
BREIÐABLIK
Leiðtog"arnir sáu hættuna, en
stýrðu beint út í hana. Þeim var
svölun að þessu í bili og um þá
svölun gfátu þeir ekki neitað sér.
Þeir héldu þeir gæti kúgað sam-
vizkur manna. En þeim brást
bog"alistin.
Skýr leikmaöur lét sér um munn fara :
Að hugsa sér þá óhæfu, að húrra saman
fáeinum fáráðlingum utan af landi, eins
og mér og mínum líkum, og láta þá
greiða atkvæði um, hverju almenningur
manna eigi að trúa !
Sú ör hneit við hjarta. En alt þetta
verður til góðs á endanum. Svo mátt-
ug er höndin hans, sem stendur við
stjórnvölinn og sýrir öllu vel. Það verð-
ur til þess, að annað betra rís upp á
rústum þess, er hrinur.
Kirkjufélagið sér að sér, bætir ráð sitt,
lagfærir það, sem lagfærast þarf. Annað
veifið er gefið í skyn af þeim, sem vörn
halda uppi fyrir hönd þess, að þetta sé
alt misskilningur af hálfu minnahlutans.
Engan hafi átt að meiða né styggja, því
síður kúga. Alt hafi verið eintómt
frjálslyndi—kærleikur.
Það er ávalt hægðarleikur að leiðrétta
misskilning. Og þegar það er gjört
nízkulaust og af einlægum hug, má ætíð
búast við, að leiðréttingunni verði vel
tekið.
Rósebery lávarður flutti brezkum
blaðamönnum hvaðanæfa utan úr heimi
nýlega ágæta ræðu. Hann talaði um
hergagna og drápsvéla-æðið með þjóðun-
um, bryndrekana, og spurði : Hve nær
mun þeirri brjálsemi linna?
Þeirri spurningu svaraði hann svo :
Þegar alþýða landanna rís upp og segir :
Hættið þessari fásinnu! og tekur um
leið fyrir kverkar henni. Þá verða þjóð-
irnar til þess neyddar að hætta að her-
væðast hver gegn annarri og eyða brauði
barna sinna fyrir drápsvélar.
Það verða leikmenn með heilbrigða
sjón og heilbrigðan sklning á lífinu og
trúarbrögðunum, sem hér taka í stýris-
tauma, oggjörast björgunarmenn vestur-
íslenzks kirkjufélagsskapar.
Þeir snúa snekkjunni í réttara horf
áður hún lendir í síðasta skerjagarðin-
um.
Njóti þeir björgunarmenn heilir handa !
KRISTUR
OG GAMLA TESTAMENTID.
/ —
A síðastliðnu kirkjuþingi voru dá-
litlar trúmála-umræður um gildi heilagr-
ar ritningar. En úr þeim varð minna
en skyldi, sökum þess að málshefjandi,
síra Kristinn K. Ólafsson, flutti langt
erindi, sem tók mikinn tíma.
Aðal-efni þess erindis og aðal-sönnun-
in fyrir bókstaflegum innblæstri ritning-
arinnar, er vitnisburður Krists um gamla
testanientið. Þar var lengi aðal-varnar-
garðurinn og í áliti hitma gcmlu var hann
órjúfandi. En nú er fyrir löngu svo farið,
að hann kemur ekki að neinu haldi.
Eigi er furða þó frelsarinn vitniígamla
testamentið, þar sem þar voru gevmdar
trúarhugmyndir þjóðarinnar allar. í er-
indi þessu er tekið fram, að í fjallræðunni
einni sé 14 vers úr g. t. beinlínis tilfærð,
og um 40 vers, sem bendi þangað. Lát-
um svo vera. Hins hefði höf. átt að geta
um leið, að einmitt í fjallræðunni er hvað
eftir annað vitnað til g. t. til að hrekja
það, nema setningar þess úr gildi og setja
annað fuilkomnara í staðinn. Hann nem-
ur hefndarlögmálið (lextalionis) úrgildi:
Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
(Mt5362M2i243M242°5M 1921). Hann sagði:
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt
elska náunga þinn og hata óvin þinn.
En eg segi yður: Elskið óvini yðar o.s.
frv. (Mt5« 44). Vitaskuld hefir því verið
hreyft á móti þessu, að það standi hvergi
í Móse-lögmáli,að maður skuli hata óvin