Breiðablik - 01.08.1909, Side 11
BREIÐABLIK
43
VITNISBURÐUR
NÝJU GUDFRÆDINNAR UM KRIST.
VÉR erum orðnir því vanir, að láta
þaö klingja í eyrum, aö nýja
g'uðfræðin sé ekkert annað en únítara-
trú og Kristsneitan. Vér erum hætt-
ir að taka oss það nærri og hugsum með
sjálfum oss: Hvað sakar sá blindi dóm-
ur? Vér vitum sjálfir hverju vér trúum,
en þeir ekki. Þeir verða í hvert sinn
lakari menn og verri fyrir ósannindin, en
vér ekki. Ummæli þeirra hin illu ætti
að styrkja trú vora á frelsarann en ekki
veikja. Því þeir vita ekki, hvað þeir
tala.
Nú ber svo vel í veiðar, að einn helzti
maður í hópi nýju guðfræðinganna á
Þýzkalandi, og það þeirra fremstu, pró-
fessor Heinrich Weinel við háskólann í
Jena, birtir eina rækileguslu ritgjörð,
sem eg hefi lengi lesið í tímariti, í Hibbert
Journal, um trúarlíf á Þýzkalandi nú á
dögum. Hann gjörir þar grein fyrir
öllum stefnum og straumum í guðfræði
og heimspeki og kennir þar margra
grasa. En af flestum álítur hann eitt-
hvað sé að læra. Margan kafla úr rit-
gjörð þessari hefi eg sterka Iöngun til að
þýða, en verð að neita mér um sökum
rúmsins, nema þenna, sem hér fer á eftir,
og gefur góða hugmynd um afstöðu nýju
guðfræðinganna til frelsarans. Höfund-
urinn talar fyrir skoðanabræður sína.
,,Oss hefir Jesús Kristur gefiS lífsitt, Ijómand;
góðleik og kærleik langt út yfir takmarkaðar
siSferðis hugmyndir mannanna ; svo fyrir oss er
engtnn annar vegur fær, en að lifa fyrir þessa
hug'sjón og trúa á þann guð, sem birt hefir sjálf-
an sig í Jesú. Œtlunarverk vort er því það
að vitna um þetta nýfundna líf eins vel og oss er
unt. Vér berum nú ekki lengur fram kenningar
um Krist, heldur Krist sjálfan. Sjálfan hann
samt sem áður, ekki eins og trúargrein eða lóg'-
mál, heldur eins og leiðtoga og lausnara, eins
og hann leiðir sjálfa oss og frelsar. Vér prédik-
um ekki kenningu hans í sögulegum smáatriðum,
heldur instu auðlegð anda hans — hvernig hann
leitar hinna útskúfuðu, glötuðu og þjáðu,—náð
hans og sannleik, hreinleik hugarfars hans,
sjálfsfórnar-þrá hans og löngun til að þjóna öðr-
um. Og alt þetta flýtur beinlínis at þeirri guðs-
trú, sem telur ekki á fingrum sér og hártogar
ekki, heldur verður vör við kærleik guðs bæði
í regni og sólskini einmitt vegna þess, að það
fellur jafnt yfir ráðvanda og óráðvanda. Að
vera fullkominn í þeirri trú, að leyndardómur
lífsins birtist eins og Kærleiksríkur vilji í slíku
tilsýndar óréttlætis-gerfi — það er kristindómur.
Og þenna kristindóm höfum vér fram að bjóða,
ekki lengur blandinn gömlum og úreltum hug-
myndum um heiminn eins og í gömlu trúgreina
kerfunum, heldur innilega samþýddan nýjustu
heimsþekkingu, og þess vegna lausan við á-
steytingarsteina, sem gömlu trúfræðikerfin brutu
skip sín f spón við. Þetta segi eg, höfum vér
fram að bjóða samlöndum vorum, ekki eins og
með valdboði eða einustu úrræði—en vér tölum
um það, sem vér höfum lært að þekkja. Hver-
jum sem vill ljá oss eyra og veita þessarri æðstu
hugsjón og þessarri stærstu blessan viðtöku úr
vorri hendi, honum viljum vér þjóna. “
YFIRLÝSINGAR.
I.
Frá Vatna-söfnuöi 1. ág. 1909.
Sökum þess vér getum ekki viöurkent
Sameininguna, hvorki lyrr né síðar, sem
óskeikult trúvarnarrit eöa dómstól í öll-
um ágreiningsmálum kirkjufélagsins, né
heldur fallist á árásir hennar á móöur-
kirkjuna á íslandi, og
Sökum þess vér fáum ekki aðhylst
þröngsýni meirahluta, er fram kom á
síöasta kirkjuþingi, en aðhyllumst þær
rýmri trúarskoðanir, sem haldiö var fram
í tillögu minnahluta,
Lýsir Vatna-söfnuður yfir því, að hann
segir sig úr hinu ev. lút. kirkjufélagi ís-
lendinga í Vesturheimi.
II.
Winnipeg, 3. ág. 1909,
Til forseta hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi.
Þar sem eg á síðasta kirkjuþingi var
sviftur rétti til að fylgja þeim skoöunum,
sem eg hefi opinberlega gjört grein fyrir
og flytja þær, án þess sannað hafi veriö
af guðs orði, játningarritum kirkju vorrar
eða grundvallarlögum kirkjufélagsins,
að eg hafi í nokkuru brotið, segi eg hér
með sambandi mínn viö kirkjufélagið
slitið. Virðingarfylst
F. J. Bergmann.