Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 26.06.1918, Side 3

Fréttir - 26.06.1918, Side 3
F R.E T TIR 3 frá SBÍurvigstöívunum. Austurríkismenn flýja í óreglu til baka yfir Piava alla leið frá sjó að Montello og reka ítalir flóttann. Ráíhcrrafunínr i ^ðfn. Ráðherrar Norðurlanda setjast á ráðstefnu í Kaupmannahöfn á morgun. Vcrkamcnn i £onðon. Innan skamms halda verkamenn fund mikinn með sér í London. Fréttir. Kosta 5 anra eintakið í lansasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Ang'lýHingaTerð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöað viö Qórdálka blaðsíður. Aígreiðslan i Sölutnrninnm iyrst um sinn. Við anglýsingnm er tekið á af- gTeiðslnnni og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Reykjavík. Ritstjóri til bráðabirgða: Guðm. Guðmundsson, Sími 448. ‘ Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald frá 1. siðu.) hvers vegna mönnum þeim hefði verið veittur aðgangur að bókum félagsins, er væri að kaupa hluta- bréfm vestra, og hvort meiri hluti íslenzkra hlut- hafa æskir þess, að Vestur-íslend- ingar hætti hlutdeild sinni í fé- laginu. Ut af þessu spunnust all-miklar umræður á fundinum. Eggert Claessen lýsti yíir þvi, að stjórnin sem slík ætti engan þátt að leyni- kaupunum vestra og hefði engum veitt aðgang að bókum félagsins, enda væri öllum auðvelt að fá vitneskju um það, hverjir eignast hefði bréf þar í upphafi, því að það hefði verið auglýst jafnóðum í vestanblöðunum. Enn fremur tóku til máls Pétur kaupm. Ólafsson, Sigurður Jóns- son keunari, Benedikt Sveinsson, Magnús Sigurðsson, Sigurður Egg- erz ráðherra, Jón Porláksson, Gísli Sveinsson og Brynjólfur Bjarnason kaupm. Málstað Vestur-íslendinga studdu þeir Sigurðarnir og Benedikt og Magnús. Bentu þeir á, hversu for- göngumenn málsins vestra hefðu lagt sig í líma að safna hlutafé og hversu landar vorir hefðu þegar orðið drengilega við, meðan alt var í óvissu um hag og fram- kvæmdir félagsins. Öðrum þjóðum þætti mikið i húfi að hafa sem traustust bönd við landa sína í öðrum ríkjum og álfum. T. d. hefði verið stofnað eimskipafélag í Svíþjóð skömmu fyrir styrjöldína, með lágum hlutabréfum, svo að sem flestir mættu eignast og safnað til meðal Svía heima og í Vestur- heimi, einmitt í því skyni að halda uppi ferðum milli Sviþjóðar og Norður-Ameríku og tryggja þar með vináttubönd og samheldni þjóðarinnar beggja megin hafsins. — Pótti það miður drengileg að- ferð að gera héðan menn út í pukri til þess að sanka saman bréfum meðal einstakra landa vestra nú, þegar sýnt væri að fé- lagið gæti borið sig, enda auðsjá- anlega gert«í þeim einum tilgangi að bola V.-ísl. út úr félaginu, því að í sama mund var nóg af hluta- ^réfum falt hér heima. hað gægðist upp hjá Eggert Claessen við umræðurnar, að sumir ur stjórn félagsins væri sjálfír sem einstaklingar viðriðnir leyni-erindis- reksturinn um hlutakaupin í Vest- urheimi, þótt stjórnin »sem slík« væri það ekki. Að lokum var borin upp tillaga frá Sigurði Eggerz þess efnis, að fundurinn teldi áframhaldandi sam- vinnu við Vestur-íslendinga œskilega. — Var tillagan samþykt með 9733 atkv. gegn 7761. Þá var og borin upp tillaga frá Pétri A. Ólafssyni á þá leið, að fundurinn teldi æskilegt, að allir hlutir í félaginu yrði eign búsettra manna hér í landi og skoraði fundurinn því á stjórnina að greiða fyrir sölu hluta, sem Vestur-ísl. kynnu að vilja selja og bjóða þá hér út. — Samþ. með 11666 atkv. gegn 6076. Þess er að gæta, að mikill hluti atkvæðanna var í fárva manna höndum, einmitt þeirra, sem við undirróðurinn eru riðnir. En ef miðað væri við tölu fundarmanna eða hlutaeigenda í landinu mundu að eins sárfá atkvæði hafa stutt svo lélegan málstað. Fundarmaður. Ordsending. Herra G. Eiríkss stórkaupm.l Vér þökkum yður innvirðulega mikilsverðar upplýsingar i grein yðár i »Vísi« í gær um vínanda- pöntun yðar frá útlöndum. Pér játið sem sé það, er vér sögðum hvergi i fréttagrein vorri, að þér hefðuð pantað umræddar 50 tunn- ur vínanda, (sbr. orð yðar í grein- inni: »þegar eg1) hafði svo selt sendingu þessa hér gerði eg eins og eg hafði umlalað við samband mitt í Khöfn i febrúarmán. verksmiðjunni aðvart um að síð- 1) Leturbreytingin alstaðar vor. Ritstj. asta sending væri seld og bað hana gera ráðstafanir til að senda hingað með fyrstu ferð o. s. frv.«) — og pantað þœr án þess að leita fyrirfram samþykkis um- sjónarmanns áfengiskaupa. Fyrir þessar upplýsingar ásamt öðru í grein yðar erum vér, og vafalaust þá eigi síður lögreglan, þakklát yður. Þér lýsið yfir því og undirstrikið það, að til yðar hafi ekki verið sendur einn peli af vínanda. Þetta þykir oss mjög svo merkilegt, þar sem bæði var sending þessi merkt yður á farmskrá og tunnurnar sömuleiðis; enda gat lögreglan eigi annars bendlað yður við þær. Hitt skiftir engu máli, þótt einnig hafi verið á vínandatunnum þess- um einhver undirmerking til um- sjónarmanns áfengiskaupa, og allra síst eftir birting skýrslu yðar í gær um pöntun yðar á þessum vínanda. Skoðun yðar um það, hve þýð- ingarmikið eða eigi það virðist vera, hvort umrædd vara er pönt- uð hjá umsjónarm. áfengiskaupa, áður en hún fer af stað til lands- ins eða eftir að hún er komin hingað, skulum vér eigi deila um við yður. En tæplega hyggjum vér að góðir lögfræðingar og rétt- sýnir mundu fallast á hana. Yður til hugnunar skal oss á- nægja að geta þess, að oss datt ekki í hug að þér hefðuð ætlað að flytja þessar 50 tunnur til yðar (?: til eigin notkunar). Oss datt ekki í hug að ætla, að þér þyrft- uð svona mikið áfengi einn. En eftir yðar eigin játningu í grein- inni hafið þér áður, með milli- göngu yðar, hjálpað öðrum um vínanda, bæði mengaðan og ómeng- aðan, og það höfðum vér enda heyrt getið um fyrri. Þér staðfestið og eins og fleira umsögn vora um að lögreglan hafi lagt hald á umræddar tunnur, þar sem þér segið að hún hafi þær »undir umsjón sem stendur«, vegna þess að þær séu ekki pantaðar gegnum umsjónarm. áfengiskaupa. Það er þjóðræknislegt og fallegt af yður að benda á, eins og þér gerið i enda greinar yðar, að á- reiðanlega sé um eitthvað þarfara að Qasa en það, að ofmikið berist hingað af vörum sem nauðsynleg- ar eru landsmönnum, þótt oss satt að segja, virðist hálfbroslegt að tala um »ofmikið af nauðsynja- vöru« í þessu sambandi. Og blað vort mun líka óhikað taka ýmis- legt af þessu »þarfara« til umræðu, því að bæði fyrr og síðar hefur margt það borið við og verið að- hafst í landi þessu, er eigi hefði átt að liggja í þagnargildi. Með tilhlýðilegri virðingu. Ritstjóri „Frétta“. Samninganefndin íslenzka. Ilt er það og óviðurkvæmilegt, að nokkrir utanþingsmenn skuli reyna að veikja traust á henni meðal manna í umtali, þótt i hálfkveðnum svörum sé. Slikt er að óreyndu ástœðulaust og óhæfa mikil. Væri hitt sæmra að borgar- búar í höfuðstað landsins gerðust öruggur bakbjarl hennar með því að lýsa yfir á opinberum fundum eindregnum vilja sínum í fána- og fullveldismálinu, er vér efumst eigi um, að yrði mikill styrkur góðum árangri samninga-umleitana þeirra, er nú heQast. Hrað er í íréttum? f Friðgeir Guðmundsson skipstjóri á ísafirði andaðist í fyrra dag eftir langa legu úr blóð- eitrun. Mokafli er svo mikill í ísafjarðardjúpi alla leið inn að Múla, að elztu menn muna eigi dæmi til slíks. Á Alþingi er til umræðu i dag i efri deild lýðskólinn í Bergstaðastræti og skemtiskattur. í neðri deild barna- fræðsla, kirkjugarður á Stokkseyri, kjötþurkun, bráðabirgðalaunavið- bót simamanna og Mentaskólinn. Fundi hefur nú efri deild haldið 50 og neðri deild 55. Ms. Úifur kom frá Ólafsvík í gærkvöldi. Yeðrátta. Logn um alt land, nema á Seyð- irfirði vestan kaldi. Alskýaður hira- inn, regn á Akureyri og Rvík. Hitinn frá 9—17,3 st. Skemtiskatturinn. Allsherjarnefnd efri deildar hafa

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.