Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 26.06.1918, Side 4

Fréttir - 26.06.1918, Side 4
4 FRETTIR L borist tilmæli úr ýmsum áttum um að skemtiskatturinn gangi til stuðn- ings listum og líknarstarfsemi og er hún þeim tilmælum sinnandi. Synódus hefst í dag. Fgrirlestur séra Magnúsar Jóns- sonar dócents um Jóhannesar guð- spjall er í dómkirkjunni í kyöld kl. 8l/»- ^ar er almenningi aðgangur heimill. Úr erlenðum blðtum. Vesáríus er tekinn að gjósa og gýs ákahega. Fólk flýr alt úr grend \ið fjallið og flytur alt sem forðað verður úr skemtistöðum þeim, er reistir eru undir hlíðum þess. Sér eldinn og reykinn langt af hafi utan og fylgir myrkur mikið og móða af öskufalli. Krenréttindamálið í Ungyerja- landi. Nefnd manna hefur fjallað um það að veita konum kosninga- rétt í þingi Ungverja. Lauk störf- um hennar svo að 4. þ. m. feldi hún það með 11 atkv. gegn 9 að veita konum jafnrétti þeirra. Tisza greifi, er nú er talinn verða muni forsætisráðherra þar í landi, greiddi atkvæði gegn jafnréttindatil- lögunni. einu, sönnun þess, að enn þá ríkti andi Krists í hugum mannanna. Organisti í 70 ár. Nýlega er látinn í Abergavenny á Skotlandi maður nokkur, C. C. Caird að nafni, 86 ára gamall, er verið hefir kirkju-organisti í 70 ár. Var hann afburða hæfileikum gæddur og gerðist organisti í St. Jóhannes- kirkju í Edinborg 16 ára gamall, en siðar var hann organisti í mörg- um öðrum kirkjum. Skátaruir í Póllandi. Þjóðverjar hafa tvístrað öllum skátafélögum i Póllandi og víðar þar sem herstjórn þeirra hefur blandað sér í mál manna í löndum þeim, er þeir hafa tekið. Bera þeir við, að upp- reistarhugur og óhlýðni hafi gert vart við sig meðal skátanna. Dr. Sun Yat Sen hinn alkunni stjórnmálamaður í Kinaveldi hefur nú sagt lausu embætti sínu sem allsherjaryfirmaður i hinni svo- nefndu bráðabirgðar-herstjórn í suðvestur-hluta ríkisins. — Þykir þetta tíðindum sæta, með þvi að það sé sönnun þess, að Sun Yat Sen fái þar engu tauti við komið spillingu þá og stjórnleysi í hví- vetna, er þar liggur í landi. En honum höfðu menn treyst manna bezt til að koma þar lagi á og kyrð. Nýr LAX fæst nú og framvegis í Matarverzlun Tómasar Jönssonar Laugaveg 2. 200 áriamaðkar og- 10 öskjur af grammofón- nálum óskast til kaups. A.v.á. Bann. Hér með er öll umferð um túnið á Laugalandi stranglega bónnuð. Gripir sem koma kunna þar í túnið verða tafarlaust teknir fastir og afhentir lögreglunni. Reykjavík 25. júní 1918. Páll Ólafsson. cTCaitar Rarlaugar og Röíó 6öð Wilson Bandaríkjaforseti hélt nýlega ræðu, þar sem hann ávarp- aði sveit »rétttrúnaðarmanna«, svo nefnda. Spáði hann því, að endur- fæðing hugsjónarstefnunnar yrði afleiðing heimsófriðarins. Kvað hann það fyrirbrigði, að 20 þjóðir berðust gegn »makt myrkranna« í AfmæMort, fjölbreytt úrval á Laugavegi 43 B. fást ásamt massage, sunnudaga ekki siður en virka daga, á Hotel Island. Sími 394. Viðtalstími kl. 12-6. tÆassagQÍœRnir Suémunöur <3átursson. Friðfinnur L. Guðjónsson. Prentsmiðjan Gutenberg Um Hindenburg'. Lif hans og störf. (Frh.) XIV. llit útlendinga á Hindenhnrg. Við því er að búast að mikið hafi verið rætt um Hindenburg síðan ófriður byrjaði. Flestir viðurkenna yfirburði hans. En merki- legt er að líta á, hversu óvinirnir meta Hind- enburg og þó einna merkilegast, hvaða álit Rússar hafa á honum. Englendingar og Frakkar hafa reynt að draga úr gildi Hind- enburgs; Rússnesku þjóðinni er mjög kært að geta litið upp til mikilmenna veraldarsögunnar, og hefur þessa alla tíð gætt. En þeir menn, er gæta eiga mikilsverðra starfa og Jeysa verk sitt lélega af hendi, verða fyrir háði og gysi. í ófriðnum milli Rússa og Japana voru þeir Kuropatkin og Rosdjestwensky flota- foringi einna hlægilegustu mennirnir í opin- beru lífi Rússa. Háðbros lék um varir manna, ef minst var á þá. Aftur á móti báru þeir mikla virðingu fyrir japanska toringjanum Kuroki, vegna dugnaðar hans. Og sama máli er að gegna um Hindenburg. Hvert manns- barn á Rússlandi veit, að Hindenburg ger- sigraði rússneska herinn, þó að stjórnin rússneska gerði sitt til að reyna að draga dulur á það. Engin óvild hefur verið á milli rússnesku og þýzku þjóðarinnar, og til voru þeir Rússar er æsktu þýzks sigurs, vegna þess að þá myndu þeir losna undan ánauð- aroki rússneskra valdhafa. Margir álitu hann vera bjargvættinn, er Ieysti hlekkina af þeim. En Rennenkampf hefur sætt sömu örlögum o« Koropatkin meðal þjóðarinnar. Margar sögur eru sagðar af Hindenburg í rússnesk- um blöðum. Ein er sú, að Hindenburg sé sterkasti maðurinn í veröldinni og að hann taki Ágúst Saxakonungi hinum sterka fram að kröftum. Önnur sagan er sú að hann geti brotið gullpening í sundur milli fingranna. Flestar eru þó frásagnirnar um feikna áhrif þau, er hann hefur á herinn, og er honum líkt við Wallenstein. Forustu hans sé það að þakka, að herinn hafi óbilandi sigurvissu og ráðist því á óvinina með fullri fyrirlitningu dauðans. Og þessu sé eingöngu að þakka, að herdeildir Hindenburgs sigri Rússa, þótt þeir séu margfalt mannfleiri. Ógurleg skelf- ing gagntók Rússa eftir fyrstu sigra Hinden- burgs og má líkja ógn þeirri er stafaði af nafninu Hindenburg við ótta Rómverja við Hannibal. þeir hugðu fyrst, Rússar, að Hind- enburg væri nafnið á hverju leyndardóms- fullu örlagaafli. Rússar, er dvöldu í Berlín, héldu fyrst, að Hindenburg væri nafnið á stórri fallbyssu, áþekkri þeirri 42 cm. Fyrstu fregnirnar í rússneskum blöðum hermdu það, að Hindenburg væri nafnið á herópi Austur- Prússanna líkt og húrra bjá öðrum Þjóðverj- um. Aðrir sögðu, að Hindenburg væri nýtt hertæki, áður alveg óþekt og bætt var við, að Rússar væru í þann veginn að komast að þessu leyndarmáli og þá myndi öðruvisi fara. Ensku blöðin »Daily Mail« og »DaiIy Mirror« sögðu frá því, er Hindenburg var gerður að yfirhershöfðingja, að ófarir Þjóð- verja í PóIIandi hafi verið svo miklar og að þýzka þjóðin hafi ekki trúað sigurfregnum þjóðverja, og því hafi keisarinn neyðst til að gera Hindenburg að yfirhershöfðingja. En þá hlyti almenningsálitið í þýzkalandi að breyt- ast, því enginn yrði gerður að yfirhershöfð- ingja, nema sigurvegari, og því hlyti þjóð- verjar að draga þá ályktun, að.Hindenburg hafi sigrað í raun og veru. En annað blaðið bætti því við, að tilnefningin hafi verið gerð til þess að hræða Rússa. Raunar meta mörg ensk blöð Hindenburg að verðleikum og er hægt að lesa margar skringilegar lýsingar á Hindenburg í þeim. »Hindenburg soppleikari« var nafnið á sögu, er stóð í »Times«. (Frh.)

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.