Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 08.07.1918, Side 1

Fréttir - 08.07.1918, Side 1
> DAGBLAÐ 70. blað. Beybjarík, mánudaginn 8. júlí 1918. 2. árgangnr. Knattspyrnukappleikur kl. 9 í kvöld milli Víkings og- Islands Falk. Brezk lilöð og tímarit útvegar Viðskiftafélagið. Sími 701. Kirkjustræti 12. Ragnar £nnðborg hinn sænski ríkisréttarfræðingur og góðkunni íslandsvinur hefur enn ritað bók mikla og merkilega á þýzka tungu, er út er gefin í Berlín á þessu ári og nefnist: »Z\vei um- strittene Staaten-bildungen und eine allgemeine Uebersicht úber Staaten mit begrenzter Souveránitát. — Ein Beitrog zur Frage Sou- veránitát und Nicht-Souveránitát, von Bagnar Lundborg.« í\ e.: Tvær ríkjamyndanir, sem um er deilt, og heildar-yfirlit yfir ríki með tak- mörkuðu fullveldi. — Greinargerð ú fullveldi og ekki-fullveldi. Bók þessari er skift í 3 kaflá: I. Réttarstaða Kroatíu-Slawoníu. II. Réttarstaða fslands. III. Ríki með takmörkuðu fullveldi. — Fylgiskjöl og registur er prentað síðast og öll er bókin rúmar 140 bls. í stóru 8vo. Síðar verður ítar- lega ritað um bókina í blaði þessu. En í þetta sinn skal nægja láta, að birta niðurstöðu þá er höf. kemst að um réttarstöðu ís- lands nú (bls. 97) og er hún þessi: vísland er nú að lögum réttum (de jurej fullvalda ríki í einvörð- ungu þjóðréttarlegu sambandi, per- sónusambandi, við Danmörku. Eng- in önnur tengsl eru til, sem tengja bœði þessi ríki saman, en persóna konungsins (a: konungurinn sjálfur) og þetta kónungsfélag er í hvorugu ríkja þessara tveggja sameiginlega viðurkent eða staðfest, hvorki með lögum né samningi. Pað byggist á Gamla sáttmála, þar sem er í sið- ^tu málsgrein gert ráð fyrir því, Qð skilnaður geti átt sér stað.«. Hit þetta alt er afar ljóst og skilnjerkilega ritað við stoð fjölda hinna beztu heimildarrita, sem höf. er von og vísa. íjálfverk -- kák. Hálfverk er það alment nefnt sem illa er frá gengið, ekki verð- ur nema að hálfum notum eða varla það. En því miður hafa flest verk verið með þessu marki brend, er unnin hafa verið hér á landi fyrir almanna fé. Gegnir þar mjög öðru um verk, er ein- stakir dugnaðarmenn hafa í ráð- ist. En þau eru flest miklu minni háttar. Og þessi hálfverk, þetta kák í öllu, stafar miklu frekar af smá- sálarskap og nurlunarhætti fjár- ráðamanna landsins: þings og stjórnar. Lítum bara á vegagerð- ina ára-tugum saman, — enda- laust kák, áratug eftir áratug, ein- tóm hálfverk, er soga í sig mil- jón á miljón ofan, en koma ekki að hálfum notum á við stórar samgöngubætur, er gera hefði mátt fyrir sama fé, ef miklu af því hefði verið varið til þeirra í upphafi, þótt játað skuli, að ekki hafi því fé með öllu verið á glæ kastað. Hafnargerðir, — lendingabætur, — opinber stórhýsagerð, — alt hálfverk. Reykjavikur-höfn skal undantekin þeim dómi að sinni, því að hún er ekki enn nema eðlilegt hálfverk — ekki búin öllum þeim tækjum og hafnar- aðbúnaði, er til mun ætlast. Ræktun landsins er enn hálf- verk og minna þó, — tillög til stuðnings og eflingar sjávarútgerð af hálfu hins opinbera sömuleið- is. Póstsamband utanlands og innan sömuleiðis, einkum þó innanlands og samgöngur með ströndum fram. Margt fleira mætti telja, en svona er það í öllu og einu. Óforsjálni og vanhyggni stingur hverju þingi svefnþorn, er til fjárframlaga kemur, hvort sem um verklegar eða andlegar fram- farir er að ræða. Svo verður að líta á sem þing- ið sé spegill þjóðarinnar og þjóð- in hafi þá fulltrúa, er hún á skil- ið. En stundum verður manni að efast um að það sé allskostar rétt. Allmargir ætla, að hinir betri rnenn dragi sig ^einatt i hlé og vilji ógjarnan á þingi sitja, og um sum kjördæmi er það kunnugt, að þau eiga betra mannval en það er þau velja til þingsetu. Og svo mun jafnan fara, þar til þing- seta er gerð þegnskylda að lög- um, sem ætti að verða sem allra fyrst. Vafalaust mátelja, að bæði það þing, sem nú situr, og enda ýms undanfarin þing séu rétt spegil- mynd fullveldisskoðana þjóðarinn- ar, enda hafa kosningar bæði nú síðast og áður verið á þeim bygð- ar, og áreiðanlega þessar síðustu. En þar fyrir getur þingið í öðr- um málum, t. d. innanlands- framkvæmda og mentamálum verið spéspegill af þjóð og þjóð- arvilja. Þjóðbarlómurinn mikli, að vér getum ekki í nein framfara-stór- ræði ráðist fyrir fátækt, hefur að vísu legið hér lengi í landi, en hvergi verið háværari en í ræð- um sumra þingmanna. En með dáð og dugnaði hefur þjóðinni vaxið svo fiskur um hrygg fyrir framtakssemi einstak- linganna og aukna samvinnu, að nú er hann með öllu ástæðulaus — þegar alt gengur að eðlilegum hætti og ekki eru sérstök tíma- bundin vandkvæði á eins og nú. Er nú vonandi að hálfverkin hverfi smámsaman úr sögunni. Hver styrkveiting til atvinnubóta og framkvæmda verði svo vitur- lega trygð og svo rífleg að hún verði að fullu gagni, — þeim ein- staklingum þjóðfjelagsins, er styrk- ur er veittur til ákveðinna starfa, verði gert unt með honum að leysa þann starfa rækilega af hendi og alþjóð til auðnu og vegs. Og æskilegra væri, meira gagn og sómi listum, bókmentum og vísindum þjóðarinnar að þeir, er styrks njóta — sem til þessa hef- ur venjulega marist gegnum þing- ið þrátt fyrir óvitaorð og eftirtölur — fái hann svo ríflegan, meðan þeir eru í fullu fjöri, og starfs- kraftarnir ólamaðir, að þeir geti unnið andleg stórvirki, — en það geta þeir þvi að eins, að þeir þurfi ekki að hafa ritstörf og list- ir í hjáverkum. Öll hálfverkin þurfa^að hverfa — hálfa eftirlitið (eða eftirlitsleys- (Overland) Sími 1SS@. ið) með starfsmönnum þjóðarinn- ar af hálfu hins opinbera, stjórn- ar og þings, — laga- og við- bótarlaga- hrákasmíðarnar, sem gera alla lagaframkvæmd illfram- kvæmanlega, — alt þetta enda- lausa kák á kák ofan í einu og öllu, sem þinginu er til vanvirðu og þjóðinni til tjóns. Judith Gautier. Ein hinna allra merkustu nú- tíðar kvenna heimsins er nýlega látin, 67 ára gömul, hún var frakk- nesk og hét Judith Gautier. Fáum konum eru af náttúrunn- ar hendi veittir eins miklir hæfi- leikar og atgerfi, og fáum auðnast að ávaxta jafnvel stór pund og henni hefur tekist. Judith var dóttir manns er Theophile Gautier hét, sein var talinn einhver allra fullkomnasti rithöfundur síðustu kynslóðar og konu hans, hinnar frægu dans- meyjar Grisi. Af móður sinni hafði hún erft frábæra fegurð, tígulegan vöxt, djúp og dreymandi, brún augu og hár sem var dökt og mikið eins og dökkur skógur; frá föður sínum hafði hún hlotið svo miklar gáfur til bókmenta, ritstarfa, skáldskap- ar og málaraíþrótta, að hún hefur átt fáa sína líka. Fegar Judith var 14 ára gömul þýddi hún á frönsku »Eureka« eftir Edgar Allan Poe. Litlu síðar vildi það til að faðir hennar hitti úti á götu kínverskan dreng alls- lausan og i vandræðum, fór hann með piltinn með sér og ól hann upp. Af þessum pilti lærði Judith kínverska tungu svo vel að undrun sætti. Varð það til þess, að hún

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.