Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 08.07.1918, Qupperneq 3

Fréttir - 08.07.1918, Qupperneq 3
FFETTIR 3 NÝTT! Árni Eiríhson hefur nú fengið aftur birgðir af sínum alþektu ódýru amerísku vörum. F'lúneliö hvíta og mjúka. JBómesíiö loðna innan. Vinnuskyrtudúkinn voðfelda. Kjóla- og svuntudúkana fallegu. Léreftiö áferðarfallega. Smellurnar stóru, góðu. • Hárnetin yfir alt höfuðið. Silkitvinnakeflin mislitu. með rósabekknum. Aluminiums hárgreiöurnar. Óbrotgjörnu höfuökambana. Stál-fingurbjargirnar sterku. Salernis-pappírinn góða og með liraölijöli og ÍO ára verksmiðju- ábyrgð. JF'réttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöað viö fjórdálka blaðsiður. A( {jreiðKlnn er fyrst um sinn í bakhúsi við Gutenberg. • Við ang'lýsing'um er tekið á af- crreiðslnnni og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Beykjavík. Ritstjóri til bráðabirgða: Guðm. Guðmundsson, sliáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjulega kl. 4—5virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald frá 1. síðu.) gaf út ljóðabók þegar hún var 16 ára gömul. Var það safn af kín- verskum kvæðum sem hún hafði þýtt, og hafði hún svo mikið ímyndunarafl að engu var líkara í þýðingum hennar, en að hún hefði sjálf komið til Kína og átt þar heima um langan aldur. Á seytjánda árinu giftist hún og átti mann sem Catulle Mendés hét; var hann gott skáld, og mun það hafa dregið hugi þeirra saman fremur en sönn ást; nokkuð var um það, að hjónabandið fór út um þúfur og skildu þau eftir nokkurn tíma. Judith var því orðin lifandi manns ekkja langt fyrir innan tvítugt, en aldrei giftist hún síðar. Eftir að Judith var skilin við mann sinn, fór hún að gefa sig við málverkum og ýmsum fögrum listum og sýndi þar frábæra hæfi- leika. En hún hætti ekki að skrifa; hún ritaði hverja skáldsöguna á fætur annari, alls um 20. Auk þess samdi hún nokkur leikrit og mörg bindi af ljóðum, sem annáluð eru fyrir málfegurð. Er sagt að hún muni hafa haft fullkomnara vald á bókmentamáli, en nokkur annar maður eða kona er samtímis henni var uppi. Judith Gautier gerði íleira en að semja sögur, leikrit og ljóð; hún skrifaði ósköpin öll af greinum í timarit og samdi fjölda marga rit- dóma. Hún var lífið og sálin í beimi fagurra lista, svo sem söng og bókmentum. Dómar hennar þóttu frábærlega sanngjarnir og lærdómsríkir og dáðust menn að því almennt, hversu mikið hún komst yfir að lesa og dæma, auk þess er hún ritaði sjálf. Starfsþrek hennar var svo að segja takmarka- laust, og var hún auk þess nokkurskonar átrúnaðargoð þjóð- arinnar. Ekki var mannsbarn til i Parísarborg sem ekki þekti Ju- dith Gfcutier, og allir voru stoltir af því, að Frakkland skyldi eiga slika konu. En þrátt fyrir álit bennar, upphefð og frábæru vin- Saeldir, var hún lítillát eins og ^arn og laus við alla tilgerð; hún ^afði sterkasta viðbjóð á öllum °pinberum virðingarmerkjum og var mest ein. Hún átti kastala þar sem hún hafðist við meiri hluta ævi sinnar, allaði hún það »Filabeinskastal- aun«. Var þar alt einstaklega blátt áfram og óbrotið, þrátt fyrir það þótt þangað kæmu helztu þjóð- böfðingjar heimsins. Sérstaklega heimsóttu hana mörg stórmenni frá Kína. Pegar þeir komu til Parísarborgar, létu þeir það aldrei hjá líða að heimsækja konuna, sem hafði gert landið þeirra kunnugt í bókmentum og leikritum. Yu-Keng, sendiherra frá Kína, komst þannig að orði um hana: »Þegar hlustað er á rödd hennar, hljómar hún eins og rödd furuskóganna; hún berst fram í tímann og mun heyrast að eilífu«. í framkomu oe svip Judith var eitthvað leyndardómsfult og þess vegna var það, að málari sem Sargent hét, málaði mjmd af henni sem gyðju blómanna og aðra þar sem hún situr á grænum lækjar- bakka. Bezt þekkist Judith Gautier í Vesturheimi og víðar vegna leikritsins er hún samdi í félagi við Pierre Loti, »Dóttir himinsins«, og er kínversk- ur leikur. Þau höfðu komið sér saman um að gera þetta, en Pierre Loti vildi ekki fara burt frá fiski- þorpinu Rochefort þar sem hann átti heima, og Judith Gautier vildi ekki fara úr »Fílabeins-Kastalan- um« sínum. Þau sömdu því leik- inn í félagi með bréfaskiftum. »Voröld«. Hvað er í tréttum? Hörmolegt slys. Það slys bar til að Járngerðar- stöðum í Grindavik 3. þ. m., að húsfreyja þar, Valgerður Sœmunds- dóttir, hrapaði ofan í þvottalaug og druknaði. Maður hennar, Kristján H. Sigurðsson, var ekki heima er slysið bar að höndum. Hafði hún verið ein að þvotti við laugina, en laugin er í djúpum hraunkatli, og hefur henni að líkindum annað- hvort skrikað fótur á klöppinni, eða fengið aðsvif. Valgerður sál. var 48 ára gömul, valmenni hið mesta í hvívetna, greind vel og góðsöm við alla, og dýravinur með afbrigðum. Er frá- fall hennar mjög harmað þar í héraði. Hún var systir Bjarna Sæmundssonar adjunkts í Menta- skólanum. Kappleiknr. í kvöld kl. 9 keppa Víkingur og skipsmenn af Islands Falk og má búast við góðum leik. Sjálfsala (automat) er nú sett á Hotel Island við dyrnar á Nýja Bíó. Fá menn þar sælgæti, vindla og vindl- inga frá R. P. Leví gegn því að leggja í sjálfsöluna 1 kr. eða 25 aura. og sést nánar á vél þessari hvað fæst fyrir gjaldið. Kassi er þar hjá til að kasta i umbúðum. Norðanstormnr er hér í dag og fylgir kuldi tals- verður. Annarsstaðar á landinu er ekki eins hvast. í Vestmannaeyj- um er logn. Tveggja og þriggja stiga hiti var í morgun á Gríms- stöðum, Akureyri og Seyðisfirði. Hreinsunarddur. Grein eftir Gunnar ritstj. Björnsson, þýdd af séra Jakob Kristinssyni. Getur það verið að framför mannkynsins hafi náð hámarki sinu og að nú sé öllu farið að þoka niður á við og aftur á bak? Á nú svo að fara að kofagrenið og gryfjan og hellirinn verði íbúð- arstaðir manna öðru sinni? Á gylling siðmenningarinnar að skafast burt, og eigum vér nú aft- ur að halda frá hibýlum vorum morgun hvern með hatur í hjarta- stað, og hverfa heim að kveldi með hendurnar ataðar í blóði ná- grannanna? Á vigfimin að verða mesta og mikilvægasta starf mannanna enn þá einu sinni? Á hatrið að hylja jörðina eins og ógrynnis flóð? Hafa kenningar Krists, prédik- aðar í 19 aldir, engan árangur haft? Er djöflinum ætlað að vinna? Ef goldið væri jákvæði við þess- um spurningum, myndi það koma af stað hellidembu af mótbárum. En hver einasti maður, sem nokkuð hugsar, mun við það kannast, að tákn tímanna gefa fylstu ástæðu til slíkra spurninga. Þrátt fyrir alt sunnudagahjalið um Krist hefur sjálfselskan setið á konungsstóli í lífi einstaklinga og þjóða allar þessar aldir kirkjunnar og musteranna. Sjálfselskan hefur jafnvel laumast inn í musteri miskunnseminnar og kærleikans, og borið fram á altarið gjafir, sem áttu rætur sínar að rekja til ágirndar og óhreinna hvata. Kærleikurinn hefur verið hafður að yfirhöfn og trúarbrögðin að verkfæri. Falsið eða yfirskinið hefur verið algengur viðskiftamiðill, en hinn ósvikni gjaldeyrir guðsríkis hefur verið fyrirlitinn og fótumtroðinn af flestum. Taklu, hremdu, hrifsaðu — hafa verið einkunnarorð mannkynsins. Fyrir sakir fárra peninga hafa menn verið myrtir. Fyrir sakir gulls og gróða hafa menn verzlað með dygð og heiður konunnar. Fyrir sakir frægðar og valda hafa menn logið, svikið og stolið. Fyrir sakir landa hafa valdhaf- arnir stofnað til stór-slátrunar saklausra þegna sinna. Fátæklingunum hefur verið haldið í fátækt, svo auðmennirnir ættu hægra með að kúffylla fjár- hirzlur sínar. (Frh.)

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.