Frækorn - 15.03.1900, Page 1
Braeður, livað sem satt er og sömasamlegt, hvað réttvíst er, hvað sklrlíft er, hvað elskuvert er eða gott afspurnar,
hvað dygðugt er, hvað lofsvert er, gefið því gaum.“
— Fil. 4, 8. —
1900. REYKJAVÍK 15. MARZ. 6. BLAÐ.
^Gorgun eilífðorinnor.
Lag: „Ég man þá tíð.u
Sá kemur dagur, þá í dýrð ég skal
hjá drottni vakna með hans leystum lýðum;
og frelsaður í fögrum himins sal
ég fæ hann sjá og hlýða’ hans rómi blíðum.
Ó sæla gleði’ í vorum fagra stað,
þá söngurinn yið hástól lambsins hljómar.
Með hug og von vér höldum því á stað,
er heyrir trúin, — sem þá fjarlægt ómar.
Vor Jesús leiðir vini sína víst;
hans vemd um nótt sem dag þá yfirskyggir.
Og andans sverð, hans orð, bregst allra-sízt,
í öllum þrautum það oss veginn byggir.
Æ, bíð þú drottins; — undurstutt er tíð;
þðtt æði stormur, ólgandi sé dröfnin,
á lífsins morgni hverfur hel og stríð.
Lít himins til; þar blasir friðarhöfnin.
Skapti S. Halldör88on.
— Hvað er líf, sem deyr? Gröfinsvarar:
Horfin von! Nei, segir Kristur, líf, sem deyr,
er hveitikornið í jörðu. Því verður sáð í
forgengilegleika, en það rís upp í óforgengi-
legleika; því verður sáð i veikleika, en það
rís upp í krafti. Ég er upprisan og lífið.
Hver, sem trúir á mig, hann mun lifa, þðtt
hann deyi.—Hvílík orð mitt í forgengileg-
leikanum! Ég ímynda mér, að fyrir þessum
orðum hafi fjöllin skolfið, nóttin orðið björt,
og innileg frelsisandvörp farið gegn um alla
tilveruna. — Zach. Topelíus.
Jíf Þans ^ncegð.
J6h. 1. 16—18.
Eftir Otto Witt, fyrverandi prest á Zúlúlandi.
Það er orð fult náðar og sann-
leika, að maður er til, sem er full-
komnaður, sem vér getum komist í
samfélag við — maður, sem heflr
hjarta fyrir oss, af því að hann hefir
þolað vor kjör og þess vegna — af
því að guð hefir í honum sameinað
alt það, sem náð og dýrð heitir —
getum vér án hliðsjónar til nokkurrar
verðskuldunar vorrar komist til hans
og meðtekið í honum alt, sem hýr í
guði.
Alt — náð, sannleikur, kærleikur
og réttlæti —- hefir hann sameinað í
honum, í manninum Jesú Kristi, hann,
sem sjálfur er guðs sonur, geisii hans
dýrðar og ímynd hans veru, hann,
sem fyrir óréttláta menn var tekinn
og krossfestur, hann, sem dó fyrir
vorar misgerðir, og er uppvakinn til
vorrar réttlætingar, svo að vér meg-
um hafa traust og von til guðs.
„Af hans gnægð.“ „Enginn hefir
nokkurn tíma séð guð; sá eingetni
sonurinn, sem er í föðursins skauti,
hann hefir sagt oss af honum,“ Og