Frækorn - 15.03.1900, Side 8
48
F R Æ K 0 R N.
af öpum kominn í öndverðu. En hér um
bil tveim árum seinna kom það alveg
óyggjandi í ljós, að halar þessara villi-
manna væru dýrahalar, sem þeir höfðu
bundið við sig sem skraut til hátíðabrigða
Það reið apakenningunni að fullu.“*
Þess ber að gæta, þegar menn vilja
krjúpa á kné fyrir hjáguði vorra tíma,
því, sem menn nefna vísindi, að það er
töluvert umbreytanlegra en hjáguðir heið-
ingjanna, sem voru úr tré eða steini. Yér
eigum að varast að segja skilið við hina
gömlu opinberun, sem hefir staðist óhögguð
í baráttunni fram á þenna dag, og taka í
staðinn mannakenningar um þá hluti, sem
gerst hafa fyrir þúsundnm ára.
2. Regdel, tengdafaðir Mósesar. V. lj. segir,
að „í 2. Mós. 217 og 3, 1 eigi sér mót-
sögli stað þar sem tengdafaðir Mósesar er
á fyrra staðnum nefndar Regúel, en á
síðari staðnum Jetró.“ — Ekkert er þó
að segja um þessa „þversögn“ annað en
það, að tengdafaðir Mósesar gat ósköp vel
heitið báðum nöfnunum. Erik Nyström
doktor í guðfræði segir um þetta:
„Regúel. Líklega hinn sami sem
Jetró. Hann er nefndur Regúel í 2. Mós.
2, 18 og í 4. Mós. 10, 29, sem að líkind-
um hefir verið hið eiginlega nafn hans,
meðan Jetró („hans hátign“) var tignar-
titill.“**
Þeasi „þversögn" er hér um bil eins
alvarleg eins og það mundi vera að skrifa
um konung Egyptalands, sem hét Ramses,
og nefna hann Faraó, sem er það nafn,
er ritningin altaf hefir á honum. (Þó er
Faraó að eins titill). (Framh.)
* Miiller-Eggen: „Et Blik paa vor
tid.“ Kristiania 1891, bls. 290, 291.
** T)r. Erik Nyström: Biblisk Ordbok,
Bls. 179.
íjiift og Jiefla.
„LJóslð" og Gyðlngarnlr. V. Ij. flytur i síð-
asta tbl. fréttir um það, sem reyndar fyr
hefir heyrst, nl. að sumir Gyðingar hafa
í hyggju að hætta við að halda heilagan
hinn sjöunda dag vikunnar, meðal annars
af þeirri ástæðu, að þeir missa árlega
fleiri miljónir króna með þvi að þeir geta
ekki verzlað á þeim degi. — Það lítur út
fyrir að þessi fregn gleðji ljóss-málgagnið
meira en sú hreyfing, sem um tíma hefir
verið uppi á Rússlandi meðal Gyðinga um
að taka trú á hinn krossfesta Jesúm Krist,
því að á þá hreyfing hefir blaðið enn ekki
minst einu orði. — Það er ekkert fagn-
aðarefni, að Gyðingar eða aðrir menn falla
frá orði guðs lifanda. Og ef ritstj. Y. lj.
vill trúa orði drottins í Jer. 17, 21—27,
þá getur hann þar fengið vitneskju um
það, að ef Gyðingar hefðu haldið hvíldar-
dag drottins betur heilagan, en þeir hafa
gert, þá mundu þeir enn í dag sitja sælir
og öruggir í Jerúsalemsborg. Yér leyfum
oss að tilfæra fáein orð af þessum spá-
dómi: „Svo segir drottinn: . . . helgið
hvíldardaginn eins og ég hefi boðið feðr-
um yðar .... Ef þér hlýðið, segir drott-
inn, svo að þér berið enga byrði í Jerú-
salems hlið á hvíldardegi, vinnið enga
vinnu á honum, þá skulu um þetta hlið
inD ganga konungar og fyrirliðar, sem
sitja í Davíðs hásæti, á vögnum og hest-
um, þeir og þeirra fyrirliðar, Júðamenn
og Jerúsalems innbúar;og þessi staður
skal eilíflega byggður vera . . . En
ef þér gegnið mér ekki að halda hvíldar-
daginn og enga byrði að bera í gegn um
Jerúsalems hlið á hvíldardegi, þá mun ég
eld kveikja í borgarhliðinu, sem eyðileggi
Jerúsalemshorg og slokkni ekki.“ Vegna
óhlýðni þeirra rættust hin síðari orð þessa
spádóms, en ekki hin fyrri.
Útg. og ábyrgðarm.: David 0atlund, Reykjavlk
Aldarprentsmiðj a,