Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 7

Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 151 Fjöldinn. Er 'trú þín og líf í samkvæmni við trú og líf fjöldans? Ef svo er, þá vara þig! Syndaflóðið kom yfir fjöld- ann á dögum Nóa. Á dögum Abra- hams var fjöldinn hjáguðadýrkendur. Á dögum Mósesar fórst fjöldinn á eyðimörkinni. Á dögum Eiia dýrk- aði fjöldinn Baal. Á dögum Krists hafnaði fjöldinn frelsaranum og kross- festi hann. Á dögum Lúthers var fjöldinn rómversk-kaþólskur. — Á vorum tíma hefur fjöldinn skin guðrækninnar, en afneitar henn- ar krafti. 2. Tím. 3, 5. „Þú skalt ekki fylgja fjöldanum í því að gjöra það, sem illt er.“ 2. Mós. 23, 2. Kaþólsk hjátrú. Frakkneskur greifi var beðinn um að koma út í fjósið; ein af kúnum hans hafði fengið næpu í háisinn og var nær dauða. Hann segir sjálfur frá: „Vinnumaðurinn gat eigi tekið næpuna frá kúnni. En þá lofaði eg í huga mínum að gefa 5 francs til hins heilaga Antoníusar. Varla var eg búinn að því, fyr en vinnumaður minn sagði. „Þarna gleypti hún næp- una!“ og kýrin var hér um bil strax góð aftur. Látið sjálfbyrginga hlæja að þessu, ef þeir vilja, en þeir munu þó ekki geta tekið frá mér trúna á hinn heiga mann, eða þakklæti mitt til hans.“ — Það er slík trú, sem kaþólskan vill innræta mönnum, þar sem hún nær að festa rætur. Skal það verða hér á landi? Börn (Irykkjumaiinsiiis. Ef böl drykkjuskaparins næði að eins til drykkjumannsins sjálfs, þá væri þessi löstur ekki eins voðalegur og hann er. Börn drykkjumannsins eru sjaldan frísk. Eftirfarandi tölur eru eftir lækni, sem hefur kynnt sér 12 bindindisfjölskyldur og 12 drykkju- mannsfjölskyldur: Drykkjum. Bindindism. Börn 57 61 Dauðir yngri en 1 viku 25 6 Fábjánar 5 0 Dvergar 5 0 Flogaveikir (Epilepsi) 5 0 Sjúkir af St. veitsdans (sinateygju kvilli) 1 0 Vanskapaðir 5 0 „Kerold.u ^itt a| hverju. Danska kirkjuráðið, sem Estrup stofnaði árið 1883, er ekki lengur til. Eitt af því fyrsta, sem nýja danska stjórnin gerði, var að aftaka það. Til þess hafði hún auðvitað fullan rétt, fyrst það var stofnsett án laga

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.