Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 6

Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 6
150 FRÆKORN. manna, sem urðu að vinna baki brotnu, en líða þó skort á þörfum sínum. Þeir áttu ekkert af því, sem við köllum þægindi. En samt iifðu þeir og vildu lifa. Máske þeir í öllum sínum einfaldleika ættu vísdóm, sem vér hámenntaðir menn og heimsspek- ingar þekktu ekki. Tolstoy komst að þeirri niðurstöðu, að ef hann vildi læra að skilja þýðing lífsins, ætti hann ekki að fara til þeirra, sem voru þreyttir af lífinu og voru nær að drepa sig, heldur ætti hann að ganga til þeirra, sem vildu lifa og fundu, að lifið væri þess vert, að menn lifðu því. Og til þeirra fór hann. Og hann fann, að það, sem gjörði lífið bærilegt fyrir fátæka manninn, var einmitt það, sem vér skynsömu mennirnir skoðuðum bölvun í líflnu, þ. e. vinnan, hin óbrotna vinna, vinnan fyrir mat- inn, vinnan, sem heldur öllum við, með því að hún er undirlag alls; hún var það, sem veitti liflnu innihald, gleði, ánægju. Þessi hugsun varð að frelsun fyrir Tolstoy. En samt var vinnan ein ekki nægileg til að skilja hið minnsta í líflnu. Tolstoy lærði enn þá eitt af fátæklingunum, það, sem gefur vinn- unni sína þýðingu, nefnilega trúna. Trúin var það, sem í raun og veru gjörði lifið þess vert, að þvi yrði iifað, Þetta var^ Tolstoy svo Ijóst, að hann furðaði á því, að hann hafði ekki áður séð það. Nú varð það honum mest um að gjöra, að finna þessa trú, að flnna guð, sem hann áður hafði misst í andvaraleysi sinu. Hann átti í miklu andlegu stríði til þess. En einn fagr- an vormorgun skildi hann allt. Hann gekk og hugsaði og gat eigi fundið guð, og þó var það guð, sem var líf- ið sjálft, líf hans og líf alls. Hverju var þá að sækjast eftir? „Hér er hann, sá guð, sem þú getur eigi lif- að án. Að þekkja guð og að lifa er eitt og hið sama. Guð er lífið“. Þessi hugsun var honum eins og hið skærasta sólarljós, og þetta ljós hefur fylgt honum siðan. Síðan 1883 hefur hann hætt algjör- lega að eiga við hinar svo nefndu fögru listir, til þess að helga sig hinu góða. Allur munaður er bannlýstur frá heimili hans. Hann notar föt eins og fátæknr vinnumaður, lifir í öllu svo einfalt sem unnt er. Kaffi, te, áfengi, tóbak, og jafnvel kjöt hefur hann sagt skilið við. Hann vinnur baki brotnu eins og fátækur vinnumaður. Og á tómstund- um sínum ritar hann; og heimurinn les með ákefð hvert orð hans. Tolstoy er hvoi'ki meira né minna en spámaður. Bækur hans eru ekki eiginlega skáldverk, þótt listin sé á hæsta stigi í þeim; bækur hans eru prédilcanir, sem hinn æruverðugi öld- ungur er að halda fyrir heiminn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.