Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 4
148
F R Æ K 0 R N.
frumatriðum kenningarinnar vm Krist.
„Þess vegna viljum vér sleppa, að
útlista fyrsta grundvöll Krists lær-
dóms, og halda áfram til þess, sem
fullkomnara er, að ekki förum vér
aftur að leggja gi undvöllinn til lær-
dómsins um afturhvarí frá dauðum
verkum, um trúna á guð, um lær-
dóm skírnarinnar, handanna uppá-
leggingu, upprisu hinna dauðu og
hinn eilífa dóm„ (Hebr.6,1.2.). Post-
ulinn vill ekki útlista þessi kenning-
aratriði nákvæmar hér, því að bræð-
urnir, sem bréfið var skrifað til,
höfðu haft næg tækifæri til að kynna
sér þau áður. Lærdómur skírnarinn-
ar er eftir þessu kristilegur lær-
dómur, sem allir verða að tileinka
sér, engu síður en lærdóminn um
afturhvarf og trú.
Það er því augljós skylda vor, að
kynna oss kenningu ritningarinnar
um skírnina, og nota bibliuna, sem
hinn eina rétta leiðarvísi til að fara
eftir, þegar um ágreining um þetta
atriði er að ræða. Postulinn nefnir
hér fyrst afturhvarf og trú, því næst
skírn og handauppáleggingu, og að
siðustu upprisu dauðra og hinn eilífa
dóm, og í þessari röð koma þessi
atriði stöðugt í biblíunni og hinum
fyrstu kristnu söfnuðum. Upprisan
og dómurinn geta ekki komið und-
an trúnni, og skírnin getur það ekki
heldur, eigi hún að vera í samræmí
við guðs opinberaða orð.
Skírðir til fylqdar við Móses. „Pví
eg vil ekki dylja fyrír yður, bræður,
að feður vorir voru allir undir ský-
inu, og að þeir allir fóru yfir um
hafið, og voru til fylgdar við Móses,
allir skírðir í skýinu og hafinu“ (1.
Kor, 10,1.2.). Hér er skírnin notuð
til að útskýra stöðu ísraelsmanna í
rauða hafinu, þegar Móses leiddi þá
yfir um það. Þeir voru „undir ský-
inu“, þegar þeir gengu gegnum hafið;
þeir voru þannig umkringdir af vatni
á allar hliðar, og eftir að þeir stigu
upp úr hafinu fylgdu þeir Móses sem
leiðtoga sínum. Pannig á einnig
sérhver trúaður maður að stíga upp
úr skírnarlauginni til þess að fylgja
Kristi.
L.eó Tolstoy.
Tolstoy greifi er ef til vill merk-
asti rithöfundur nútímans, og sem
mann má telja hann meðal hinna
mestu, sem hafa verið uppi.
Hér viijum vér stuttlega minnast
ásöguhans. Hannerfæddur28. ág. 1828
og er því fullra 70 ára.
Snemma missti hann foreldra sína,
en hann ólst upp hjá ættingjum sín-
um og fekk góða menntun. Varla
hefur nokkrum á yngri árum hans
komið til hugar, að hann myndi verða
það sem hann varð. Ekki ber