Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.10.1901, Blaðsíða 3
FEÆKOEN. 147 Hann var mælskumaður mikill, vel að sór í ritningunni og talaði af brennandi andagift, gerði hann því marga að lærisveinum, þótt ekki þekkti hann enn nema skírn Jóhann- esar (Pgj. 18,25.). Síðan ferðaðist hann til Korintuborgar. En meðan hann var þar, kom Páll til Efesus og hitti tóif af lærisveinum hans. Peir voru skírðir, en svo ófróðir, að þeir höfðu ekki svo mikið sem heyrt, að heilagur andi væri til, því síður að þeir þekktu verkanir hans. Hann spurði þá: „Upp á hvað eruð þér þá skírðir?“ f’eir sögðu: „Upp á Jóhann- esar skírn“. Páll svaraði: Að vísu skírði Jóhannes með iðrunarskírn, því hann sagði fólkinu að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesúm Krist. Þegar þeir heyrðu það, létu þeir skíra sig í nafni drottins Jesú. Og sem Páll hafði lagt hendur yflr þá, kom yflr þá heilagur andi (Pgj. 19, 3.-6.) Menn þessir höfðu verið skírðir, og voru nú skírðir aftur, auðsjáan- lega af þeirri ástæðu, að postulinn gat ekki viðurkennt skirn þá, er þeir höfðu hlotið, sem rétta kristilega skírn eða samsvarandi því, er fyrir skipað var. Þeir höfðu að vísu heyrt nokkuð um Krist og höfðu játað syndir sínar; þeim hafði verið dýft niður í vatn og þeir aftur stigið upp úr því (og þetta er meira, en hægt er að segja um flesta kristna menn nú á tímum); en skírnin hafði ekki verið í fullu samræmi vjð til- skipun guðs og þeir höfðu eigi feng- ið næga þekkingu á honum; þess vegna gat postulinn ekki víðurkennt skírnina sem rétta kristilega skírn. Lærisveinar þessir voru ekki skirð- ir af Jóhannesi skírara, því þaðan, sem þeir áttu heima, voru hér um bil i 30 mílur þangað sem Jóhannes prédikaði og skírði, og nú voru liðin meira en 23 ár siðan hann dó. En ritningin getur þess eigi, að neinn hefði vald til að skíra með skírn Jóhannesar, eftir að hann dó. Þeir voru því ekki skírðir af Jóhannesi, heldur af manni, sem engan rétt hafði til að skíra slíkri skírn, og sem þar á ofan skírði með skírn Jóhann- esar eftir að hún var ógild orðin. Fáfræði þeirra um heilagan anda sýnir og, að Jóhannes hafði hvorki kennf þeim né skírt þá, því hann vitnaði með berum orðum um heil- agan anda (Matth. 3,11.; Mark. 1,8.; Jóh. 1.33.). í biblíunnu er ekki talað um end- urskírn, því hafl maðurinn einu sinni hlotið rétta skírn, má ekki endurtaka hana. En frásagan bendir á það, að sú skírn, sem eigi er í fullu sam- ræmi við fyrirskipun guðs og að dæmi Kærists og postulanna, hún er ógild, og má ekki skoða hana sem skírn. Lœrdómurinn um skírnina er eitt af

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.