Frækorn - 01.11.1901, Side 4

Frækorn - 01.11.1901, Side 4
164 FRÆKORN. reynsla ber það og með sér, að slik efni og alkohol hljóti að vera eitruð. Ef vér þá verðum þeirrar skoðunar, að biblían kenni það, að vín, sem alkohol er í, sé skaðlegt, þá ber vís- indunum og reynslunni saman við hana í því efni. Biblian talar umtvennskonar vín. Það er að vísu satt, að biblían tal- ar um áfengt vín, en hitt er jafn- áreiðanlegt, að hún talar um óáfengt vín. Byrlari Egypta-konungs kreisti þroskaðar þrúgur í bikar Faraós og gaf honum. l.Mós. 30, 10. 11. Kon- ungar Egyptalands drukku hin beztu vín ógerð og sæt úr þroskuðum ávöxt- um. Frelsarinn drakk einnig af „ávöxtum vínviðarins“- með lærisvein- um sínum. (Lúk. 23, 18), þegarhann át með þeim páskalambið „á dögum hinna ósýrðu brauðanna" (7 v.). Á þeim dögum notuðu Gyðíngar ekkert súrdeig eða nokkuð það, sem ger var í (2. Mós, 12, 19; kap. 13, 7). Forn- ir sagnaritarar tala oft um áfengt vín og afleiðingar þess, en einnig um sætt vín og hina góðu kosti þess. Sætt vín. Alkoholið, sem er í áfengum drykkj- um, kemur því til leiðar, að menn verða drukknir; en af ógerðu vini verða menn ekki ölvaðir. Alkohol myndast við gerð, en án hennar ger- ir sætt vín engan ölvaðan, þar sem alkoholið vantar. Allt, sem þarf til þess að vernda vín frá vínanda eða að svífa á menn, er að vernda það frá gerð. Sagan sýnir Ijóslega,- að forn- menn gátu á fleirí vegu varið vin frá gerð. Það var helzt með þessu móti: 1. SuSu. Til þess að sætur vökvi gerist, verður hann að vera blandað- ur ákveðnum hlutum af vatni. Ef nokkru af vatninu er náð í burtu, getur ger ekki myndast. Það má með suðu; og þessi aðferð var almennt höfð í fornöld. Ferski saflnn úr þrúg- um var soðinn, þangað til alimikið af vatninu hafði gufað upp. Stund- um héldu menn áfram að sjóða saf- ann, þangað til hann var orðinn að sírópi. Þessa sömu aðferð notum vér þann dag í dag til þess að geta var- ið epla-, áhorntrés og sykur-reyrs-safa fyrir skemdum. Þessi safl myndi vera fljótur að gerast og fi-amleiða vínanda, ef hann væri ekki soðinn. En þegar hann er orðinn að sirópi má geyma hann sætan svo lengi sem vill. Pliníus og Virgil segja, að Róm- verjar hafi geymt vín þannig. Plinius lýsir víni, sem var varðveitt þannig; það var mjög sætt og þykkt sem hun- ang, þó að það væri jafnvel 200 ára gamalt. Aristoteles talar um vín frá Arkadíu, sem var svo þykkt, að það varð að skafa það irman úr skúm- flöskunum og leysa upp í vatni. „Mishna (safn af gömlum ritum,

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.