Frækorn - 27.03.1902, Page 2

Frækorn - 27.03.1902, Page 2
34 Er biblían innblásin af guði? — o— Krh. 2. Biblían hefur hin beztu áhrif á þá, sem lesa hana. Arið 1793, á tíma stjórnarbyltingar- innar frönsku, var bibh'an bönnuð á Frakk- landi. Hún var þar álitin að vera upp- sprctta andlegrar og tímanlegrarkúgunar, og að það væri bezt að uppræta hana algerlega. Fn hvernig lór pað? Úsiðsemi og saurlífi, synd og alls konar lestir mögnuðust svo, að þingið neyddist fám árum seinna til að viðtaka lög aftur, sem innlærðu biblíuna að nýju, og síðan hefur hún einnig verið um hönd höfð þar. Mér kcmur til hugar saga, sem ég las nýlega : Ungur maður, guðsafneitari, var fyrir nokkrum árum á ferð í Vesturheimi. Hafði hann fylgdarmann, föðurbróður sinn, sem var bankastjóri. l’eir komu seint á kvcldi til lítilfjörlegs kofa, sem var við veginn. Af því að langt var til byggða, og mennirnir, sem þeir fengu að gista hjá, voru einbúar, og [ieini var með öllu ókunnugt um, hvort þeir voru illir menn eða góðir, voru þeir mjög hræddir um líf sitt. I húsinu voru tvö hcrbergi; var þeim vísað til antiars þeirra, og urðu þeir ásáttir um, að hinn ungi mað- ur skyldi halda vörð til miðnættis með hlaðna skammbyssu í hendinni, en þá skyldi hann vekja föðurbróður sinn, og ætlaði hann svo að halda vörð til morg- uns. Gamli maðurinn fór að hátta. Hinum varð á að gægjast gégnum rifu t hurðinni, og þá sá hann húsráð- anda, sem var veðuitekirn, gamall mað- ur, klæddur bjarnarskinnum, taka bók af hyllunni -- bókin var biblían—, og eftir að hafa lesið um stund, féll hann á kné og baðst fyrir. þcgar ungi rnaðurinn hafði séð þetta, fór hann úr frakka sínum og bjó sig til að hátta. Föðurbróðir hans leit á hann forviða og sagði: »Eg hélt, að þú mundir vera á fótum og halda vörð.« »það er engin þörf á því; það er góður maður sem býr í þessu húsi; hann les biblíuna, og hann biður. Hér er engin hætta.« Eg held, að menn munu vera mér samdóma, þegar eg segi, að engin önn- ur bók en ritningin hefði getað tekið frá þessum unga afneitunarmanni hræðsluna og sannfært hann um,að hann væri óbultur. Og hvers vegna? Vegna þess, að biblian er guðinblásin bók, hetur hún ætíð og alstaðar bætandi, göfgandi og mildandi áhrif á þá, sem hana lesa. 5. Innihald biblíunnar er sönnun fyrir innblæstri hcnnar. Fyrst og fremst vil eg minnast litið citt á samhljóðun biblíunnar. Vér köllum bibh'una »eina bók«,enþó cr hún í raun og vcru sett saman af öó bókum, eftir 30 til 40 höfui’da. Biblían er skrifuð af konungum, liöfð- ingjum, skáldum, vísindamönnum, hcim- spekingum, hirðurum, fiskimötinum, stjórn- vitringum, af mönnum, sem hafa lært i Babylón, í Jerusalcm hjá rabbtnum og í Egyptalandi. Margar aldir liðu frá þeim títna, að fyrsti partur þessarar bókar var skrifað- ur til hins síðasta. Og þó er hið full- komnasta samband tnilli ritanna. Bækur Mósesar og guðspjöllin eru svo nákvæmlega samhljóða, að Kristur gat sagt nteð fullum rctti, að cf Gyðingarnir vildu trúa Móse, þá mundu þeir lika trúa á sig. Spádómsorðið í nvja testamentinu og spádómar gamla testamentisins eru svo sviplíkir, að enginn getur t. d. Icsiðlóan- íels bók og Opinberunarbókina án þess að finna, að sami andi talar í þcimbáð- um. Og eins er um allar bækurnat i bibliunni. Enn fremur vil eg benda á, að biblían talar óskertan sannleika. Guðsafneitarar tala oft liti|svirðandi um þá menn, sem vér lesum um f biblíunni, »Nói drakk sig ölvaðan«, segja þeir, Davíð drýgði hór og var hluttakandi í morði; Salomon dýrkaði hjáguði og hafði margar konur; Pétur afneitaði drottni sinum og Júdas seldi hann fyrir 30 silfurpenninga. Já þessir, sem biblían talar um, þeir voru fínir menn !« Og þó vil eg segja, að þetta finnst mér einmitt sönnun fyrir því, að biblían

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.