Frækorn - 27.03.1902, Blaðsíða 3
35
sé guðs orð. Hún talar sannleika. Menn-
irnir eru einmitt slíkir, sem hún lvsir
!>eim.
Hefði biblían ekkert annað verið en
manna Orð, þá hefði hún vafalaust verið
allt öðruvísi, en hún er.
Hefði hún. t. d. verið rituð af nokkrum
lærðum mönnum, endurskoðuð af nokkr-
um frægum guðfræðingum 'og út gefin
af klerkafélagi, þá hefðum vér aldrei
heyrt neitt um ofdrykkju Nóa, ósannsögli
Abrahams, vansæmi I.óts, þrætu Páls og
Barnabasar, afneitun og svardaga Péturs
o s. frv.
Þessir útgefendur mundu án efa hafa
sagt, þegar þeir komu til frásagna um
slíka viðburði:
^Það er ekki gagnlegt að segja neitt
frá þessu. Það er svo löngu liðið. Það
mun einungis skaða efnið«
Og svo hefðum vér fengið æfisögur
íullkominna manna í staðinn fyrir sögur
um auma syndara, eins og vér erum.
Og hvað hefði með því verið áunnið?
Vér mundum hafa lesið þær og sagt:
»Þessir menn voru fullkomnir. Eg
óska að eg gæti lifað eins og þcir; en
það er ómögulegt.«
En þegar hinn alvaldi lælur skrifa æfi-
sögur manna, þá verður þar að eins sann-
lcikurinn skrásettur.
Hjá oss mönnum er það svo vanalegt,
að syndir, sem höfðingjar og mikilsháttar
menn drýgja, eru ekki nefndar, meðan
yfirsjónum fátæklinga er haldið á lofti
í björtustu ljósi.
I guðs orði er það allt á annan veg.
Guð gefur oss ekki rafnið á ræningjan-
um á krossinnum eða á föllnu konunni,
sem þvoði fætur frelsarans, tlé heldur á
konunni, sem farisearnir ákærði, henni,
sem Jesús sagði við : »Eg sakfeili þig
ekki, far þú héðan og syndga þú ckki
framar. «
En hann tekur Davíð konung niður frá
hásætinu, klæðir hann í hárklæði og ösku
og neyðir fram úr hjarta hans þetta ang-
istaróp:
»Miskunna mér, guð, eftir þinni gæzku,
og afmá mínar yfirtroðslur eftir þinni
miklu miskunsemi.«
Þegar hann svo hefur öðlast fyrirgefn-
ingu og er orðinn hreinsaður, hvítari en
snjór, þá lætur guð skrásetja þénnan
myrka kafla um fall hans; hann gengur
inn í söguna og verður spottaður af
guðsafneiturum um þrjú þúsund ára tíma-
bil — en á sama tíma lesinn af réttlætis-
hungrandi og þyrstandi syndurum til
fullvissn um, að frelsun er möguleg fyrir
þá. Niðurl.
Dans.
Er alls konar dans skaðlearur ok synd-
samleeur?
— o—
Þar sem þér segið »allskonar«, þá cr
það yðar meining, að dansi geti verið ým-
islega háttað, og er það rétt álitið. Satt
að segja hefur mér oft þótt það leitt, að
kunna ekki að dansa. Því eg hef oft
verið svo hrifinn af gæzku guðs og af
því að mcga heita barn hans, að eg hef
óskáð að geta látið gleði mína í Ijósi á
þann hátt. En eg kann ekki að dansa
og vcrð því að láta mér nægja með að
syngja. Slíkur dans mundi ekki vera skað-
legur né syndsamlegur, heldur þvert á
móti meðmælingarverður.
En hinn vanalegi dans. — 1 sjálfu sér
getur dansinn naumast talist syndsamleg-
ur. Samt sem áður getur hann auðveld-
lega orðið valdur að synd og skaða, þar
sem hann,eins og ástæða er til að ætla,
drcgur hugann frá alvarlegri störfum, mið-
artilað sljóvga mótstöðuafl æskulýðsins
gegn freistingunum og loks, þegar hann fer
fram um nætur í rykugum herbergjum.
Sannkristinn maður hlýtur vegna samvizku
sinnar að halda sér frá öllu því, sem
annaðhvort stríðir beint á móti guðs orði
eða er þannig háttað, að álíta vcrður, að
Kristur hefði ekki viljað taka þátt í þvi
með honum, ennfrcmur því, sem vekur
hneyksli eða getur miðað til að trufla trú-
arlíf annara eða leggja fyrir þá freisting-
ar. »Lagið yður ekki eftiröld þessari,«
er áminning til hins trúaða.
Bíblían talar hvergi um það, að hve
miklu leyti dans, rpil, sjónleikir eða því
um líkt sé syndsamlegt. Ur þvf verður
sómatilfinningin að skera. Annars talar
guð skýrt og greinilega um það, hvað vér
eigum að gjöra og láta ógjört. Og boð
hans eru ekki þung. Látum öss þcsa