Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 1

Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 1
Heimilisblað með myndum. RITSTjjRI: DAVIO ÖSTLUND. 3. ársranyur. Seyðisfirði 15. maí 1902. 8. tölublað. Ferðalag i Afriku. fað er ekki að eins hér á Islandi, að það er erfitt að ferðast. Menn hafa ekki alstaðar annarstaðar gnægð af góðum veg- um, hestum og vögnum; ekki alstaðar eru heldur til eimreiðar, rafmagnsvagnar og önnur góð ak- færi nútímans, sem vér svo tilfinnan- iega söknum hér á Islandi. frátt fyrir það-, hve oss vantar mikið í þessu tiI- liti, mundi oss et- laust brcgða við, ef véí yrðum að flytja oss yfir til Afríkur þar sem úlfaldinn er hið eina, sem menn hafa sér til léttis við samgöngur. Hjá oss ama hriðar, vetrarhörk- ur og í tormar —, þar kvarta menn undan hita og þorsta — , hjá oss eru straum- hörðu fljótin svo oft til fyrirstölu —, en þar er það einmitt hið gagnstæða, sem er í vegi fyrir ferðamanninn: þar er vatnsleysið það versta. Mjög langar eiðir verður maður oft að faia án þess ð r :t i fun dið vatn. Eitthvert stærsta svæðið á jörðu, sem þannig er varið, er eyðimörkin Sahara í Afríku. Hún er meir en 6o mílna löng og um 20 mitna breið. Hvergi í þessum stóra landflaka er eitt einasta fljót. Víða er enginn grásvöxtur, en eyðitegir sandar margra mflna langir. Hingað og þangað eru þó tré, sem tengja rætur sínar djúpt niður í jörðu og fá þar vætu. Ferðamaðurinn á úlfaldanum fagnar, þegar hann eygir slíkan lund. Þar cr hvíld, þar er skuggi, og þar er von um að finna vatn. A einstökum stöðum eru þessir lundar mjög stórir, og heil þorp geta verið byggð við þá. Skáldið séra Valdemar Briem lýsir í einu af kvæðum sínum slíku ferðalagi og gleðinni yfir að ná til slíks staðar, í þessum orðum: »I'á ferðast menn um Suðurálfu sanda, þar sólin brennur, ljúf er fró í því að finna þar á grónum grasblett standa, einn grænan pálmalund að hvílast í, einn grænan lund að hvílast í.« Úlfaldi.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.