Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 5
61 far um að kynnast skapferli og hjartalagi meðbræðra sinna. Gerðu menn sérljósagrein fyrirástæðum annara, væru, án efa, færri og mild- ari dómar feldir yfir þeim, enella er. — f“að er sorglegt hve sumir eru fljótir að áfefla þann sem að einhverju leyti hefir brotið iögin, án þess að taka tillit til þess undir hvaða kringumstæðum brotið er Iramið, en þó skal eg ekki lara frekar útí þetta því um það verður að skrifa með varasemi, því þótt margir brjóti lög, að eins þegar nauðsyn kref- ur, þá eru líka margir, sem skáka þar í henn- ar valdi að ástæðulausu. Jeg ætla hér að minnast á eina hlið mann- lítsins og ekki þá björtustu. Það er fjelags- leysið, sem hvervetna í heiminum veldur stór- tjóni, ekki einunngisfyrir einstaklinginn, heid- ur einnig fyrir heil þjóðfélög. F.f til vill er ófélagsskapur hvergi ekis tilfinnanlegur eins og hér á íslandi, enda álít eg að hann eigi mestan þátt í því að íslendingar eru svo langt á eftir öðrum þjóðum með ýmsar fram- farir. Allir þeir sem komnir eru til vits og ára, þekkja blessun þá, sem góður féiags- skapur og samtök hafa í för með sér; jafn- framt þekkja allir það tjón, sem félagsleysi og einræningsskapur bakar þeim sem ekkert vilja meðsamtök og samvinnu hafa. Samvinna er svo afarnauðsynleg fyrir fátæka einyrkja sem ekki hafa ráð á að borga vinnu- eða kaupafólki. í’að er mjög leiðinlegt, að þegar margir einyrkjar búa í nágrenni hver en taka þó ekkert tillit hver til annars, enda er líka afkoman ljós vottur þess. Heyskort- urinn á vcrin er oft sorglegur vottur um einræningsskap og félagsleysi. Að hugsasér allar þær áhyggjur og sálarkvalir, sem pfna fátækan einyrkja á vorin þegar ekkert heystrá er til að gefa fénaðinum sem á að halda lífinu í honum og fjölskyldu hans. Það dregur ekki úr bágindunum aðgeta ásak- að sig fyrir slíkt, sjá að þetta hefði getað verið allt öðruvísi, ef samtök og félagsskapur hefði verið á milli hans og nágranna hans, hefði hver verið toðinn og búinn t’l að hálpa með ráðum og dáð og hver hefði fundið ánægju og sælu í því að vera önnur hönd síns nábúa. — Meðan engin tekur tillit til þarfa og nauðsynja annara, verður lífið yfir höfuð, enkum byrði sem einstaklingurinn hnígur undir hjálpar og vonarlaus. — Þaðeru víðsvegar um heiminn dýraverndunarfélög sem banna illa meðferðá dýrum og eru slík félög vottur þess að til eru góðir og göfugir menn, sem ekki þola að varnarlausum skepn- um sé misboðið; en mannverndunarfélög eru færri. Vér getum sagt að lögin verndi líf og réttíndi rr.anna, en þau eru ónóg í því efni. Mannverndunin verður að lifa og þró- ast í hjarta hvers einstaks mánns; þaðan verður að streyma kærleikur og hluttekning út til þeirra sem bágt eiga. Slíkt mundi gera gott og verða þakklátlegar meðtekið en ýms málamyndalög sem oft eru toguð og teygð, fólum troðin og farið í kringum, og eru, ef til vill. aldrei tekin af hyllunni. Politik i Frækornum. Menn sjá ofsjónir nú í kosningabrask- inu og taka stundum vin fyrir óvin og óvin fyrir vin, ekki að tala um að sam- vízkur sumra politiskra pennastarfsmanna virðast vera reknar í útlegð og mega ekki láta á sér bera fyr en eftir kosning- arnar. Svo kallaður »bindindismaður«, sem ritar í síðasta tbl. Austra, þykist sjá »Hafnarstjórnar«-merki í Fræk. no. 7 í aðsendu greininni frá herra Sig. Jóhanns- syni um al þingiskosningarnar og bindind- ismálið. Auðvitað er þetta hið kostulegasta bull í Austra. Svarið frá herra Sig. Jóhannssyni hér 1 blaðinu sýnir það sanna í málinu, hvað honum viðvíkur. Og hvað snertir ritstjórn Fræk. skal það tekið fram, að politik liggur fyrir utan svæði blaðsins, nema að því leyti, sern hún kann að koma í samband við kirkjuleg og siðferðisleg mál, svo sem t. d. fríkirkjumálið og bindindismálið. Fræk. sterdur hjartanlega á sama, hvort Valtýingar eða and-Valtýingar verða kosnir til þings, ef þeir á annað borð cru góðir menn. Og það eru auðvitað margir góðir drengir til í báðum flokk- unum. Svar til »bindindismannsins< í Austra Einhver, semnefnir sig »bindindismann«, hefur heilsað upp á mig t síðasta Austra útaf greinarstúf, sem eg skrifaði í Fræk. um þingkosningar og bindindismál. Höf. dróttar því fyrst að mér, að eg hafi skrifað greinina í þeim tilgangi að »agitera» fyrir Valýingum, en ekki af rækt við bindindismálið. Eg get ekki skilið, hvernig höf. finnur það út. Reynd- ar er hægt að skilja það á einn hátt, og hann er sá, að hvar, sem einhver haldi fram einhverjum úr þeim flokki sem nyt- sömum hæfileikamönnum, þá sé það

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.