Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 2
58 Himnaför Jesú. »1 því hann sagði þetta, varð hann uppnuminn að þeim ásjáandi, og skv nam hann frá aug- um þeirra« P.gj. I, 9. Þegar frelsarinn sá, að sá tími var í nánd, að hann skyldi fara heim til föð- ursins aftur, þaðan sem hann var kom- inn, fór hann að leiða athygli lærisveina sinna að því, er framtíðin bar þeim í skauti sínu. Umhugsunin um andstreymi það, er yfir þá mundi dynja, eftir að hafa misst persónulega bandleiðslu hans sem leiðtoga síns, olli lærisveinunum hryggðar; en til þess að hughreysta þá sýndi hann þeim fram á, að burtför hans væri þeim ávinningur; »því« — sagði hann, — »fari eg ekki, mun Iluggar- inn ekki koma til yðar, en þegar eg er farinn, mun eg senda hann til yðar«. H^I’essi orð voru ráðgáta fyrir hina undr- andi lærisveina. Hvernig var hægt að hugsa sér, að nokkur annar gæti fyllt sæti hans meðal þeirra eða gjört eins mikið fyrir fiá, eins og hann hafði gjört? Hver annar en hann mundi geta mettað hinn hungraða mannfjölda með nokkrum brauðum og fiskum? Hver annar en hann mundi geta læknað sjúka og lífgað dauða, látið daufa heyra og blinda sjá, eða geta látið æðandi öldur hafsins hlýða sinn: bendingu ? Höfðu þeir ekki stöðugt notið fræðslu af hans hjartnæmu og blíðu orðum, og höfðu þeir ekki í hans nafni útrekið illa anda? Hvers vegna ættu þeir að óska nokkurrar breytingar? Ef að hann nú ætlaði að yfirgefa þá, eins og hann sagð ist verða að gera, hvernig gátu þeir þá framvegis orðið færir um að leysa af hendi slík yfirnáttúrleg verk, sem nær- vera hans hafði gjört þi hæfa til að framkvæma ? En þrátt fyrir allt þetta, taldi Jesús þeim trú um, að það væri þeim til góðs að hann færi frá þeim. Wí ef hann ætti að halda áfram persónulegri simvístmeð þeim, þá hlyti nærvera hans að vera bundin við einn stað í senn, og af því mundi leiða, að ef einhver óskaði að finna hann, þá gæti sá hinn sami orðið neyddur til að takast á hendur langa ferð til þess. Hinsvegar yrði þeiin sendur heilagur andi í stað hins, og hann mmdi af öllum er til hans æsktu, ávallt og al- staðar vera að finna. A hérvistar árum frelsirans sáu hann allir, bæði heilagir og synd- ugir; en andinn, sem er staðgöngu- maður hins uppstigna frelsara hér á jörðunni — hann sést að eins með trúaraugum guðsbarna. Hinn vantrúaði heimur þekkir ekki þenn- an himneska gest og , veitir hon- um því ekki viðtöku; — það eru að eins hinir trúuðu, er finna til nærveru hans. Hjá þeim,sem 1' lifjndi trú tileinka sér lausnarstarf Jesú, tekur andinn sér/ bústað, og fyrir hans tilstyrk verða þeir færir til að bera s'gur úr býtum yfir heiminum og holdsins freistingum. Eins og lærisveinarnir voru fyrir per- sónulega viðkynningu og umgengi við Jesúm Krist tengdir nánum böndum við heiininn, eins hcfur Jesús, eftir að hann fór frá þeim, séð svo um, að þeir fyrir nærveru heilags anda væru tengdir hin- um sömu innilegu vinböndum og ættu aðgang til hans, þar sem hann er. þess- vegna: allt sem Jesús Kristur í nærveru sinni var fyrir lærisveina sína, það sama er hann enn í dag sérhverjum þeim, er leitar hans með aðstoð heilags anda, sem guð gefur oss, engu s'ður en hann gaf oss sinn eingetinn son. Kristur var að enda þrjátíu og þriggja ára dvöl sina hér, og við honura blasti

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.