Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.05.1902, Blaðsíða 4
6o er hinn venjulegi tímareikningur er við- hafður. telja svo til, að Jesús hafi verið skírður árið 26—27, en eg skil ekki, hvernig á því stendur, þar sem Lúkas segir (3,23), að Jesús hafi verið »hér um þritugur að aldri« við skírn sína. Ætti því árstalið fyrir skírnina að vera 30 e. Kr., finnst mer. Viljið þér ekki gera svo vel að útskýra þetta, sem óneitanlega virðist að vera mótsögn? — Investigator. Þetta skýrist ofurhægt með því að minna á, að tímareikningurir.n, sem rl- mennt er viðhafður, er mistalinn um það, sem hér greinir á um. I rauninni var Jesús fæddur 3 — 4 árum fyrir byrjnn hins kristilega tímareiknings. Svo stóð nefnilega á, að á hinum fyrstu öldum kristninnar var tíminn ekki reikn- aður frá fæðingu Krists, heldur venjú- lega frá byggingu Rómaborgar. Flestir sagnaritarar miðuðu sínar áratölur við þennan viðburð. En á 6. öld e. Kr. bjó rómverskur ábóti, Dionysius Exigus, til hinn kristna tímareikning, sem síðar var viðtekinn um allan hinn kristna heim. Hann lét þá Krists fæðingu vera byrjun tímareikningsins og miðaði allt við hana. Viðburðir, sem ge'ðust á undan fæðingu Krists, reiknuðust út svo ög svo mörgum árum f. Kr., en viðburðir eftir læðingu Krists, svo og svo mörgum árum e. K. Seinni tíðar rannsóknir hafa þó sýnt ómótmælanlcga fram á það, að Dionysiusi ábóta skjátlaðist um 3 — 4 ár í útreikningi sínum, svo að fæðing Krists ætti að hafa verið sett svo miklu fyr í reikninginn. Þannig eiu t. d. í rauninni nú 1905 ár síðan Kristur fædd- ist. Samt sem áður hefur þetta enga veru- lega þýðingu, þar sem skekkjan leiðrétt- ist fyllilega með því, að það, sem vantar okkar megin fæðingu Krists (3 — 4 ár), er of mikið öðru megin (d: á undan) fæð- ingarhans. Með tilliti til þeirra viðburða, sem um er talað í áður r.efndri grein í Frækornum yrðu hinar leiðréttu áratölur þessar: Skipunin (Dan. 9, 25 ) útgekk 453 f. Kr. Kristur skírður (Lúk. 3, 23.) 30 e. - alls 483 ár, eða nákvæmlega sami árafjöldi, seni þá Velliðan. Brot úr fyrirlestri eftir P. S. l’egar maður les mannkynssöguna og virðir fyrir sér mannlífið yfir höfuð, þá vill jafnan bera meira á skuggunum en geislunum. — Hveivetna er að lesa um sorgir og tár, stríð og sár. Og þegar maður nú tekur tillit til þess, að allir rn.enn á öllum tímum berjast fyrir því, að láta sér líða vel, þá verða skupg- arnir að hræðilegum vofum, sem eins og gera gys að baráttu mannanna f'yrir lífsgleðinni. J>að virðist óeðlilegt að oftast skuli lífið reyn- ast gagnstætt óskum og vonum manns, og eg hefi þá trú, að skaparinn vilji, að öllum líði vel, og eg er þess full viss, að öllum mönnum gæti ljðið vel. Nú verður eðlilega spurningin þessi: Hvers vegna líður þá ekki öllum vel? Það ersorg- legt, að svarið verður þannig, að þeir, menn- irnir sjálfir, eiu sök í því, ?ð þeim getur ekki liðið vei, en þá mun svarið vera rétt. Það er með öðrum orðum þannig: »Mennirn- ir eru ekki eins og þeir ættu að vera « vér skulum láta hugann fljúga til fjarlægra staða, þar sem stríð og styrjafdir geysa. Vér skulum heimsækja vesalings Búana, sem verða að berjastfyrir frelsi sínu og hníga á orustu- vellinum fyrir grimd og ofbeldi drottrunar- gjörnustu þjóðar á Norðurlöndum. Vér skut- um b»ra sem snöggvast líta inn til ekkn^nna og föðurleysingjanna, sem gráta þar beiskum tárum saknaðar og gremju, saknaðartárum yfir ástvinamissinum og gremjutárum yfir ranglætinn og grimmdinni sem við þau er b<“itt. Gæti þetta ekki gengið öðruvísi til? Jú, vissulega, et' mennirnir væru svolítíð ó- eigingjarnari og drottnunargjarnari. —Vér skulum heimsækja rússnesku fangelsin í Síberíu og virða fyrir oss vealings fangana. Sumir þeirra, ef til vill meiri parturinn, Iíða þar fangelsisvistina saklausir. Feir mega Ííða hrakninga, ofsóknir, fangelsi og jafnvel hrömulegan dauða fyrir lognar sakargiftir sem á þá eru bornar af öfundarmönnum þeirra. Það má kannske segja, að litla þýðingu hafi að vera að tala um slíkt, að maður geti nú minna en að bæta úr því; en það er mín skoðun, að nauðsynlegt sé að líta við á mann- lífið i heild sinni og gera sér Ijósa grein fyrir hvernig það í raun og veru er. Fess svartara og sorglegra sem það birtist oss, þess meiri og sterkari hvatir fáum vér, eða ættum að fá, til að gjöra það bjartara og gleðiríkara hver.fyrir öðrum. Margur maður ber í hjarta sínu sára sorg, sem enginn ve>t urp, eða vill vita um. Slíka sorg værioft auðvellt að lina, ef menn gerðu sér meira far um að skyggn- ast eftir ástandinu innifyrir, gerðu sér meira

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.