Frækorn - 04.11.1902, Page 2

Frækorn - 04.11.1902, Page 2
130 F R'Æ K O R N. strengi i sálu hans, svo að þeir bljómuðu allt til grafarinnar. Hann var fyrst prestur nokkur ár; þá kynntist hann mörgu heimili,sem komið var i eyði af löstum, leti og 'irbirgð. Hann sá eymd fólksins i sjúkrahúsunum, dýflÞs- unum og sjálfum munaðarleysingjastofun- um Hann kenndi í brjósti um f’flkið. Hann lángaði innilega til að b eta kjör þess. Letin, fáfræðin og hugleysið sýndust honum helztu orsakir böls þess, »Það ríður á því að sannfæra menn um, að það sé undir þeim sjálfum komið, hvort þeim verði bjargað úr bölinu eða eigi. Þeir þurfa umfram allt að trúa á mátt sinn og meginn og vilja hjalpa sér sjálfir, og þá hjálpar guð þeim sannarlega*, segir hann. 1’að var fleira en trúræknin ein, sem S. hafði fratn yfir aðra mannvini. Hann hag- aði s'num skóla svo með tilstyrk konu sinnar, að hann yrði sem likastur heimili; svo hjarta og hugur hvers eins var opið fyrir öðrum. Við þetta vöndust börnin á innilegt félagslíf óg það varð þeim síðar mikill styrkur í lífsins stríði. Hann leiddi börnin inn í elskulegt heimilisl f. Þar voru sagðar sögur á samfundum. S. ritaði Maurabókina eða leiðarvísi til að ala börn upp 'kynsamlega, og Krabba- bókina (ilað sýna óskynsamlegt uppeldi. Hann vill, að kennari sé hneigður til kennslustarf-ins, að börnum sémest kennt munnlega og á máli þeirra sjálfra, vill að sögur séu kenndar fyrst, þvi góður sögu- maður laðar öll börn að sér. Undir eins og hann opnar varirnar, safnast þan kring- um hann, eins og hænuungarnir utan um mömmuna sína. VIII. Henrik Pestalozzi. (1746-1827). Svissneskur að . ætt og uppruna. Frumsetningar, Pestalozzis: 1. Trúrækni og siðgæði eru æðsta mark og mið uppeldisins. Trú og kær- leikur æðst. 2. Uppeldið heyrir til heimilinu, eink- um mæðrunum. Eg vil leggja það í hend- ur mæðranna 3. Frumkennslan á að verahlutkennsla. Undirstaðan er skoðun og takmarkið sk i 1 m e r k i 1 e g 1 ý s i n g. 4. Barnið ájað starfa |sem mest af sjálfsdáðum. 5. Það á að glæða alla hæfileika barns- sálarintiar, jöfnum höndum láta þá alla starfa. 6. Almenn mentun á að vera undir- staða embættis-mentunarinnar. Uppeldisrit Pestalozzis heitir: Leúharður og Geirþrúður. Það er aðal- uppeldisrit hans. »Geirþrúður kennir börn- um sínum»: »1 hverju barni eru fólgin fræ, sem vilja dafna og spretta út. Öll kennsla er ekki annað en súlist, aðhjálpa þessum fræum til að þroskast og spretta út, ekki annað en að rétta þessari meðfæddu þroska- löngun hjálparhönd. Það er listin. Trú og siðferði sprettur mest af sambandinu milli barns og móður. Móðirin elur önn fyir barni sínu og frækorn kærleikans sprettur mest út við yl m íðurumhyggjunn- ar. Hún verndar barnið og friðar og brosir við því, þegar það brosir. Þá sprettur frækorn trúnaðartraustsins út í hjarta þess. Hún svalar því og seður það, Miðir og saðning er hið sama því til handa, og það þakkar fyrir sig. Eg verð að elska mennina, eg verð að treysta þeim, þakka þeim og hlýða, áður en eg kemst svo lángt að elska guð, þakka honum, treysta honum og hlýða, því sá sem ekki el-kar bróður sinn, sem hann sér, hvernig getur hann elskað sinn him- neska föður, sem hann ekki sér? Það er þess vegna heimilið, sem leggur undir- stöðu siðgæðisins og trúarinnar og móðir- in er hjarta heimilisins, Þetta erhiðeðli- lega uppeldi, þetta er að ala upp sam- kvæmt lögmáli náttúrunnar.» Frh. Ekki kvarta skal eg þá Mitt þá hjarta’ er hætt að slá heimför bjarta mun eg fá eymdar svarta inni frá; ekki kvarta skal eg þá. J. D.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.