Frækorn - 04.11.1902, Blaðsíða 6

Frækorn - 04.11.1902, Blaðsíða 6
134 F R Æ K O R N. er. I þeirra augum gnæfir hans hógværa ein- btilni liátt ytir gamanleik þeim, er þeir Heuch biskup og Klaveness sóknarprestur leika frammi fyrir sínum snotra áhorfeitdahóp við ttiorgun- kaffið. t>, i, (Frh.) Týndi faðirinn " XXII. . '10 ' :ii Eg sagði við sjálfan mig, lífinu hefur verið þröngvað inn á þig; 'þú skuldar engum neitt fyrir það; gerðu þér svo gott af því sem þú getur, og láttu það svo eiga sig. En nú, þegar eg er búinn að njóta gæða þess, þá get eg ekki skilið það við mig. u • Það er útslitið og einskis vert framar. Það er mér til mæðu og þyngsla og eg rís varla undir því. En þegar eg eitt sinn um óværa nótt tók upþ sterku dropata mína, dropaná, sém eg hef geymt eins og bjargráð og síðustu úr- kosti til neyðarinnar verstu tt'ma, — þá brast mig kjark og viljaþrek til að taka þá inn. Það var ekki af því að eg hræddist dauðann: Nei, eg gat ekki sleppt lífinu. Eg held dauðahaldi í þetta úttaugaða líf eins og væri það fjársjóð- ur. Eg hnipra mig að því, eins og barn að móður. Þó á mótx vilja minum. Hver skilur þetta? Þéir þrengdu lífinu inn á mig;—var það vegna? Variþað ekki gjöf sem mér var gefin? Gjöf svo kærkomin, að jafnvel þegar hún er uppeydd og til einskis nýt framar, vil eg ekki skifta á iienni og heim- inum ? Er annars nokkuð til, sem er hug- þekkara en heimurihn? Og hann hefur tilheyrt mér og eg eytt honum upp? Er það fyrir þá sök, að þú, hjarta í brjósti mér, ert svoórólegt? Hræðist þú reikn- ingsskilin? Kemur hann þér í huga, lati þjónninn, er fól pund; sitt í jörðu og hafðist ekki að, og svo þegar dagurinn kom, hafði hann ekkert unnið, og jafn- vel það litla er hann hafði, var tekið af honum ? XXIII. Veturinn gengur í garð; — náttúran deyr. Hreinn og kaldur Ieggst snjórinn yfir allt og hylur allt, akra og urðir, stokka og steina, sorp og sora og sér- hvað eina. Og allt verður vingjarnlegt -— og vært. Já kom þú, vetur, með þitt hreina og svala loft, kom þú með hvítu voðina þína, Kom þú og bældu niður allan úrgang og mylsnu. Mig líka, — þú hreini vet- ur! — —— »Að dej'ja! — það er smáræði«, seg- ir læknirinn. »Við gerum of mikið úr þeim viðburði, eins og hann væri sá stærsti og þýðingarmesti í heiminum. Að því loknu hugsum við með sjálfum okkur, eins og svo oft endrarnær: dsho, var það þá ekki annað! En þjáist þú af sáruin verkjum á sálu þinni eða líkama, þá á morfínið betur við en huggunarræða. Ráð eru til við öllu, og þegar þau þrjóta, þá þarf þeirra ekki lengur við.« Og allt geymist og gleymist undir hvíta snjónum. + Einar Björn Björnsson póstur x,Rödd þíns bróður blóðs hrópar til mín af jörðunni." 1. Mós. 4, 10. Það sorglega slys vildi til-hér nóftina milli 27. og 28. f. m., að Einar Björn Björnssou, póstur á Vestdalseyri, drukknaði t Lóninu, sem fellur úr Fjarðará, norður undir þéttbyggðasta svæðið á Fjarðaröldu hér í bænum. Eftir þeim upplýsingum setn frarn eru komn- ar, nreðal annars við réttarrannsókn, sem hafin hefur verið út af þesstt sviplega fráfalli, þá er saga þessa sorglega vtðburðar á þessa leið: Eipar Björn sál. kom gangandi' hingað inn- eftir, litlit fyrir miðjan dag á mánudaginn 27. f. m. og dvaldi hér á Öldunni það sem eftir var dagsins. Þann dag var hér ntikii manna-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.