Frækorn - 04.11.1902, Qupperneq 3

Frækorn - 04.11.1902, Qupperneq 3
FRÆKORN. Guðrækilega samvizkan o* pólitíska^varðgæzlan Eftir Björnstjerne Björnsson, —o— [Út af því, að merkitm norskum skólamanni dr. Georg Fasting, nýlega er vikið frá em- bætti sínu vegna frjálsra trúarskoðana sinna, hefur Björnstjerne Björnsson tekið til niáls í norska blaðinu „Dagbladet" til varnar doktornum; og þar sem þess' ritgerð Björn- sons þykir bæði einkar-fróðleg og ekki síður merkiieg vegna þeirrar sannleiksástar og hrein- skilni, sem einkennir hana, höfum vér afráðið að birta hana í heild Sinrii hér í blaði voru, enda þótt vér í sumum verulegum atriðum alls ekki séuni honum samdóma, og munttm vér um sumt það, cr oss þykir mestu . skifta, gera ýmsar athugasemdir. Ritstj.j I. Dr. Georg Fasting, skólastjóri Hólmastrandar guðfræðislegakennaraskólans, hefttr gefiðút þrjár bækur: „Heilaga lífið", (1895), „Um samvizk- una" (1898) og „Vaknandi hugsanir" (1900). Á1 rásirnar gegn þeim hafa verið rnargar og að nokkru leyti fremur prestlega-ógeðslegar. Eg á hér við rithátt hinna „velæruverðugu", sent ganga hér á nteðal vor, með hinn eilífa sann- leika í vestisvösunum. Prestarnir halda því fram, að Dr. Fasting riti í þessum bókum sínum á móti heilagri ritningu og hinni lútersku trúarjátningu. Dr. Fasting viðurkennir, að hann aðhyllist ekki þá guðfræði, sem verið hefur einvöld innan hins lúterska kirkjufélags og kölluð er „trúarjátning"; en hann heldttr því hinsvegar frarn, að hann víki ekki í nokkru atriði frá kenningti biblíunn- ar um gttðdóminn. Þetta er að miklu leyti samskonar ágrein- ingur, eins og nú á sér stað milii Heuchs og Klaveness, þar sem hinn fyrnefndi heldur því fram, að trúarjátningin í heild sinni og ein- stökum atriðum eigi að vera grundvöllur trú- * 3 1 arinnar, en hinn síðarnefndi neitar því, að trúarjátningin geti verið það lengur, fyrir menn vorrar aldar. En hér er meira á seiði, því Dr. Fasting leggur nýja þýðingtt í þau óbreytt orð sjálfrar ritningarinnar, er sérstaklega hljóða ttm guðdóminn. Nýja þýðingu án tillits til trúar- játningarinnar og hinnar venjulegu biblíttskýr- ingar. Eg skal benda á orð lians um Jesúm sem friðþægjara, ttm Jesúm sent guð og tnann, ttm Jesúm hinn upprisna og um andann. I öllum þessttm atriðum er hin skýra og eðlilega framsetning snildarverk í mínum augitm. Hin nýja jrýðing alþekktu setninganna gömíu, endttr- hljómar fagttrlega í strengjum göfugrar sálar, án þess þó að víkja hið minnsta frá orðitnum eða að bregðast óskum jtess, er leitar sannleik- ans. Tilfærum dæmi. Hvernig frelsaði Jestis fólk sitt? Með því að berjast gegn syndinni, sem það lifði í. Hann kallaði mentiina aflttr til gttðs, aftur til góð- semi, ' hreirileika, miskunsemi. Aftur frá dramb- læti til auðmýktar og bænar unt fyrirgefningu syndanna (Faríseinn og tollheimtumaðitrinn), aftur frá því, að láta sér vel nægja útvortis ráðvendni, til trúar á gttðs náð (hinn tapaði sonttr). Þessum stárfa var starfsþol hatts lielg- að, og í sannleika fórnaði hann lífi sínu fyrir hann. Sjálfttr gaf hann ekkert tilefni til þess að verða tekirin af lífi; það kom (alveg ógttð- fræðislega!) af sjálfu sér. Það var líf og kraftitr í orðtint Krísts og verkum. Fyrir lifandi kraft anda sins hóf hann manninn upp. Og í þessum lifandi anda var frelsunin fólgin. Sjálfttr fór hann burt; en andinn var kyr. Andinn kom, eins og hann hafði boðið, í hans stað, til þess að halda frelsunarstarfinu áfram. Er það ekki vel til ftmdið nafn, spyr hann, á þeim, sem lifir eins og mennirnir ættu að lifa og tekur á sig þjáningamar, erþví fylgja, — er jrað ekki vel tjl fttndið, að nefna hann stað- göngumann? F.ða frelsara, endurlausnara, frið- þægjara? Hann frelsar oss frá glötun, hann

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.