Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 30.01.1903, Blaðsíða 6
14 FRÆKO RN. bál né bann: Galiléi verður að reikna og ma?la. Hvernig því þá er varið með trúna? Vér reynum og íannsökum þann heim, sem vér höfum fyrir oss. En það sem þú kallar trú, á aðeins við þann heim, er vér ætlum að skap»a.« XXXVI. »Heimskinginn spyr, hversvegna hann sé til orðinn, og landeyðan vill vitamein- ingu lífsins. En sá . einn fær svar, er rétt spyr. Og sá spyr rétt, er segir: hvernig get eg fengið meinítigu í líf mitt? Þá svarar hin gamla spekin — því hin nýja á hvorki til spurningar né svör— : neyt orku þinnar til að uppbyggja og skapa í þér nýjan og fullkomnari mann; það er starfi, sem vert er að lifa fyrir og sem hefur í sér fólgna umbun fyrir armæðu lífsins. I heiminum ert þú ófrjáls. Heimur- inn er mannheimsins nátúruríki. Hinn veraldlegi maður er hið æðsta dýr. En eins og steinaríkið að lokum fæðir af sér jurtaríki, þannig hefur hið æðsta dýr skapað sér viljakraft, sem að lok- um fæðir af sér andlegt frelsisríki. Þar erum vér leystir úr böndum hinna blindu laga. Þar setur viljinn sér sjálf- ur lög og er þannig frjáls. Og þegar vér höfum fundið og fengið hið sanna lögmál, þá höfum vér fundið lífið. Þssvegna hljóðar sannleikurinn svo: sá vinnur lífið, sem gerir guðs vilja. Með því að vinna að góðverkum út á við, uppbyggjum vér og eflum hið góða í oss sjálfum. Með daglegum sigurvinn- ingum á voru jarðbundna eðli, eflum vér andans íturmannleik í oss, sjálfstætt líf og jafnframt þá von, er ekki hræðist dauðann.« Segir bróðir minn. Eg svara: »Enginn efast um meiningu lífs síns, svo lengi sem hann vinnur sjálfum sér gagn. Ef eg er til nokkurra nota, ef eg er til hjálpar, eða geri það verk, sem þarf að gerast og leysi það vel af hendi, þá veit eg, að eg lifi ekki til ónýtis. En ekki erum vér ánægðir fyrr en vér höfum gert eitthvað það, er ekki fyrnist. Vér stofnum ríki, byggjum Babelsturna og pýramída ; vér nemum ný lönd, finn- um upp ný áhöld, nýjar trúarskoðanir og ný hugsunarsnið. I þessum verkum vorum viljum vér lifa og verða ódauð- legir. Og þá fyrst erum vér ánægðir með líf vort. En lánist oss ekki að leysa af hendi slík stórvirki, þá lifum vér fyrir framtíð- ina: lifum í voninni um að oss kunni að auðnast það. Þegar'eg dvaldi þar ytra og hélt banka, hugsaði eg ekki einungis um cjálfan mig. Eg hugsaði um börn mín og ættingja. Eg hugði að grundvalla varanlegan auð, er héldi uppí nafni minu á ókomnum öldum. En að síðustu sé eg og veit, að eng- inn hlutur er varanlegur. Hin ágætustu afreksverk fyrnast og deyja, Þessvegna var það, að hin forna spekin fann upp á þessu um nýja manninn. I sjálfum oss áttum vér að vinna eitt- hvað, er varanlegt væri. En lifir nú þessi nýi maður lengur en hinn gamli ? Karltetrið þar neðra, sem orðinn er örvasa og elli-ær, — hvað mundi það gagna honum, þó hann hefði skapað í sér nýjan mann? Þegar vér höfum náð hæð vorri, þá rotnum vér niður aftur. Og hið efsta fyrst. Hinn nýi maður deyr fyrr en hinn gamli.« Hann svarar: »Hinn gamli maður deyr þegar hinn nýi fæðist. I hreinni samhljóman mun hinn unni lífsfriður óma fram á æfinnar kvöld og inn í sjálfan dauðann. Þú gerir þér of margt að ama, bróðir minn.« Hann sat um stund og starði, eins og hann væri annars hugar. Síðan leit hann á mig og brosti svo einkennilega. »Seint,« sagði hann, »mun það spyrjast, að sann- kristinn maður verði ellidauður.« »Hversvegna?« spurði eg. »Að fylgja Meistaranum er að fórna lífinu.« Eg leit á hann. Og það var eins og augu mín opnuðust, og nú sá eg bróður minn í fyrsta sinn. Stærri byrði ber hann en mig varði. Og það er eitthvað það í augum hans og yfirbragði og í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.