Frækorn - 17.02.1903, Síða 2
FRÆKORN.
18
Hafa aldrei verið sólskinsblettir á æfi-
ferli þínum? Hefur þú ekki lifað nokkr-
ar dýrmætar stundir, er hjarta þitt hef-
ur bærzt af fögnuði yfir verkunum guðs
anda í þér? Rekurðu þig ekki á nokkr-
ar þægilegar blaðsíður, þegar þú blaðar
í þeirri bók, sem h'fsreynsla þín er skráð
í? Eru ekki fyrirheit guðs eins og ilm-
andi blóm, er gróa allt í kringum veg
þinn ? Ætlar þú ekki að láta fegurð
þeirra og ilm fylla hjarta þitt gleði?
Þyrnarnir og þistlarnir munu að eins
valda þér sársauka og hryggðar. Fyrir-
lítur þú ekki gæzku guðs við sjálfan
þig og hindrar þú ekki líka aðra frá að
ganga á lífsins vegi, ef þú tínir þá eina
og sýnir þá öðrum ?
Það er óviturlegt að fylla hugann
með öllum hinum óþægilegu endurminn-
ingum liðinnar æfi, syndum hennar og
vonbrigðum, tala um þær og hryggjast yfir
þeim, þar til er hugleysið yfirbugar oss.
Huglaus sál fyllist myrkri. Hún útilok-
ar ljós guðs frá sjálfri sér og varpar
skugga á veg annara.
Þakka þú guði fyrir þær björtu mynd-
ir, er hann hefur sýnt oss. Söfnum sam-
an hinum dýrmætu fullyrðingum um kær-
leika hans, svo að vér getum jafnan haft
þær fyrir augum. Sonur guðs fór frá
hástóli föðursins og sameinaði guðdóm-
inn mannlegu eðli, til þess að hann gæti
frelsað mennina frá valdi satans. Hann
vann sigur oss til handa, opnaði himin-
inn fyrir mönnunum og opinberaði þeim
dýrð guðdómsins. Hann hóf hið fallna
kyn upp úr hyldýpi glötunarinnar, er
syndin hafði sökkt því í. Hann kom
mönnunum aftur í samband við eilífan
guð, svo að þeir geta íklæðst Krists rétt-
læti og orðið hafnir upp að hásæti hans,
er þeir hafa staðizt reynsluna í trú á
endurlausnarann. Þetta vill guð, að vér sí-
fellt höfum fyrir augum.
E. G. WHITE.
— »Gleðjið yður ávallt í drottni; og
enn aftur segi eg: gleðjið yður.« Fil.
4, 4-
Boðorð guðs og trúin á Jesúm-
i.
»Hér reynir á þolgæði heilagra, sem
varðveita boðorð guðs og trúna á Jesúm.«
Opinb. 14, 12.
Þetta tvennt er óaðskiljanlegt. Enginn
getur varðveitt boðorð guðs á réttan
hátt án trúar á Jesúm; og trú á Jesúm
Krist er til einsk's nýt—er dauð—, nema
hún komi fram og fullkomnist í góðum
verkum, og þessi góðu verk cru einmitt
innifalin í því að varðveita guðs boðorð.
Kristur varðveitti boðorð guðs. »Eg
hélt boðorð föður míns.« Jóh. 15, 10.
Vegna hlýðni hins verða margir réttlættir.
»t>ví eins og hinir mörgu urðu syndugir
fyrir óhlýðni hins eina manns, eins munu
líka hinir mörgu fyrir hlýðni hins eina
verða réttlættir.« Róm 5, ig. En þeir
verða réttlættir einungis fyrir trúna á
hann, eins og skrifað stendur: »RéttIæti
guðs fyrir trú á Jesúm Krist til allra og
yfir alla, sem trúa.« Róm. 3, 22.
Aliir hafa syndgað. Og »syndin er
lagabrot.« Þar eð allir hafa syndgað,
getur einginn orðiðhólpinn fyrir lögmálið.
Samt sem áður er lögmálið réttlæti.
Skrifaðer: »011 þin boðorð eru réttlæti.«
Én yfirtroðslumaðurinn getur ekki orðið
réttlættur, nema hann hætti að brjóta
boðorð guðs, og af sjálfum sér getur
hann aldrei orðið réttlættur; ef hann nokk-
urntíma á að réttlætast, þá verður hann
að fá réttlæti frá annari uppsprettu, og
þessi uppspretta er Jesús Kristur.
Þetta sést ljóslega í Róm 3, 19—23.
vers: »En vér vitum, að það, sem lög-
málið segir, það talar það til þeirra, sem
undir lögmálinu eru.svoað sérhver munnur
þagni, og allur heimurinn verði sakfallini
við guð. Þess vegna mun af verkum lög-
málsius alls ekkert hold réttlætast fyrir
honum; því að af lögrnáli leiðir þekking
syndar. En nú er án lögmáls réttlæti
guðs opinberað, sem vitnað er um af
lögmálinu og spámönnunum. Það er: rétt-
læti guðs fyrir trú á Jesúm Krist til allra
og yfir alla, sem trúa, því að ekki er