Frækorn - 17.02.1903, Síða 4

Frækorn - 17.02.1903, Síða 4
20 FRÆKORN. ins er Kristur, til réttlætis sérhverj- um, er trúir.« (Róm io, 4.) Kristur er »orðinn oss speki írá guði til réttlætis, helgunar og endurlausnar. Því skrifað er: sá, sem hrósar sér, hann hrósi sér í drottni.« (i.Kor. 1, 30. 31.) í Kristi, fyrir trúna á hann, höldum og varðveitum við boðorð guðs, sem er guðs réttlæti. Þetta, að vér komumst til að varðveita boðorð guðs, er guðs gjöf til vor. Það er hin óverðskuldaða gjöf réttlætisins, guðs réttlæti »fyrir trúna á Jesúm til allra og yfir alla sem trúa.« Og þetta er boðskapur engilsins í Opinb. 14, 12: »Hér reynir á þolgæði heilagra, sem varðveita guðs boðorð og trúna á Jesúm.« A. T. JONES. Nýárshátíð Kínverja Eftir E Pilquist, S. d. a. trúboða í Kína. Nýárshátíðin er aðal-þjóðarhátíð Kín- verja ; þar eru allir með : keisarinn eins vel og beiningamaðurinn, Allir vilja þeir gera sitt til þess að hún verði samboðin »hinu himneska ríki«. Svo sem hálfum mánuði fyrir áramót fara menn að búa sig undir hátíðina. Og það fyrsta er að útvega sér peninga í það, sem kaupa þarf til hennar. Auðvitað verða menn að nokkru Ieyti að haga sér eftir »efnum og ástæðum«, en oft ber þó við, að áhuginn er svo mikill, að menn gleyma lögum og rétti og grípa til ann- ara óleyfilegra ráða. Þeir, sem ekki hafa neitt á heimiiinu, er selja má, fara annarstaðar og útvega sér eitthvað, sem hægt er breyta í peninga. Einn virðist hugsa »ér, að trévirkið í musterinu sé góður eldiviður til nýársins, og því fer hann í eldmóði á stað að höggva og saga af því og færa það til kaupstaðar- ins. »Sá, sem vill kaupa þurran við, hann komi hingað«, kallar hann kring um sig. Aðrir, sem eru »heiðarlegri«, fara um og stela hænsnum og selja þau tii þess að ná sér í peninga. Þeir, sem ekki hafa annað að lcggja hönd sína á, stela hundum og köttum, sem verða þeim að tvöfaldri blessun: skinnið selzt hinum hæstbjóðandi, en kjötið er ágætt í nýárssteik. Auðvitað stela ekki allir. Margur selur af því, sem hanná, svosem korn, kál, hálm, grænmeti o. m. fl. Hús- móðirin fer sjálf sem oftast kaupstaðar- ferðina. »Burðarklárinn« er vanalega — kýr, og það sem keypt er: ýmislega iit- aður pappír, nokkuð svínakjöt, spanskur pipar og olía, edik og svolítið vt'n og síð- ast, en ekki minnst, »Ja-pien-ien« (ópíum), Já, enn þá höfum vér gleymt einu : hús- faðirinn lætur kaupa nýja húsguði, því eldri guðirnir eru búnir að gera þjónustu sína. Húsíð verður að gjörast hreint. Gam- all pappír verður rifinn af gluggunum og nýr settur í staðinn. Um hurðirnar ut- anverðu klistrast rauður pappfr, með á- skrifuðum lukkaóskum. Svo er skift um guði. Eldhúsguðinn, auðnuguðinn og fleiri smærri guðir, sem hafa þénað á gamla árinu, verða að víkja fyrir nýjum. Þeir verða teknir, smurðir með sykri um munn- inn og sendir í eldi og logum upp til Nirvana til þess að tala góð orð í garð þess heimilis, sem þeir höfðu aðsetur sitt í á liðna árinu. Eins og siður er í öðtum löndum eru verzlunarviðskifti bundin við áramót. Skuldir eiga að borgast fyrir cýár, svo framarlega sem það er unnt. Margur selur fót, innanhússmuni eða eitthvað ann- að til þess að geta borgað. Einn virð- ist að vera önnum kafinn með að taka þaksteinana af húsi sínu og flytja þá til torgsins til sölu, Annar er að Ieitast við að selja eitt af stúlkubörnum sínum. A einum stað seldi maður konu s(na til þess að fá sér peninga. Hann fékk ná- lægt 15 kr. fyrir hana. Sölubúðirnar itássast upp sem mest má verða. Bæði úti og inni eru ] appírs- ræmur af mismunandi litum settar upp, og á þær eru skrifaðir hinir hugnæmustu orðskviðir, sem kínverska málið á til. Kínverjar hafa hinn mesta fjölda af marglituðum pappírsljóskerum með tólgar- kertum, og þegar þau eru hengd upp í göngum, hliðum og á götunum, breyta þau hinu þykka myrkri í draugalegt

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.